Kennslusíðan

Hér á síðunni eru ýmsar leiðbeiningar sem þið getið skoðað til að bæta árangurinn og gera alla þjálfun markvissari. Það er um að gera að byrja strax að skipuleggja þjálfunina og þá aukast líkurnar á að árangur náist. Neðst á síðunni eru ýmis skjöl með leiðbeiningum, smellið á þau til að lesa. Þetta eru Office skjöl þ.e. Excel, Word, PowerPoint og svo líka Acrobat, þ.a. þið þurfið að hafa forrit á tölvunni ykkar sem geta lesið þessi skjalasnið.

Hvenær fer ég í fyrsta mótið ?

Allir hafa gaman að því að keppa og bera sig saman við aðra.  Þegar það kemur að þeim tímapunkti að taka þátt í fyrsta mótinu þá vakna spurningarnar hvert snýr maður sér og hvaða mót henta manni þegar maður er að byrja að keppa.  

Þjálfarar barna og unglingastarfs Golfklúbbs Reykjavíkur vilja það besta fyrir sýna nemendur og vilja því koma með nokkrar ábendingar varðandi þátttöku í mótum. Byrjum á því að skoða hvað er í boði fyrir börn og unglinga.

  1. Innanfélagsmótaröð fyrir börn og unglinga

    Þetta eru þau mót sem við ráðleggjum öllum að taka þátt í ef börn eða unglingar eru að stíga sín fyrstu skref í keppnisgolfi. Þegar búið er að keppa í nokkrum mótum á þessari mótaröð er hægt að fara að skoða önnur mót og stærri. Í þessum mótum keppa einungis börn og unglingar frá Golfklúbbi Reykjavíkur.

  2. Opin barna og unglingamót hjá golfklúbbum landsins

    Þessi mót gætu verið næsta skref í að öðlast keppnisreynslu og etja kappi við önnur börn og unglinga frá öðrum klúbbum.

  3. Kaupþings mótaröð unglinga

    Þessi mótaröð inniheldur 7 mót á ári (tveggja til þriggja daga mót) og er hugsuð fyrir bestu kylfinga landsins 18 ára og yngri.  Um er að ræða höggleik án forgjafar.  Hér ráðleggjum við engum að taka þátt nema að forgjöfin hafi verið lækkuð niður fyrir hámarksforgjöf áður í öðrum mótum td.  innanfélagsmótum GR eða opnum mótum og að höfðu samráði við kennara klúbbsins.

Þjálfarar GR munu reyna eftir bestu getu að vísa krökkunum rétta leið í keppnisgolfi. Einnig er mikilvægt að börn og unglingar ráðfæri sig við þjálfara sína áður en þau skrá sig í golfmót.

Leiðin er því í stuttu máli 1) að byrja að æfa  2) að taka þátt í innanfélagsmótum GR og fá grunnforgjöf  3) að ná lækkun á grunnforgjöf í mótum þar sem spilaðar eru 18 holur á stórum velli og 4) að fara í Kaupþingsmótaröðina að höfðu samráði við þjálfara.

Kærar Kveðjur

Þjálfarar GR

 

Hvernig fæ ég fyrstu forgjöfina mína ? 

Brynjar er búinn að taka saman upplýsingar um það hvernig kylfingar fá fyrstu forgjöfina sína. Lesið nú vel og vandlega og svo er bara að fara út í góða veðrinu og spila. 

Börn og unglingar sem ekki hafa grunnforgjöf er bent á að til þess að fá forgjöf, þarf að leika fimm níu holu hringi á æfingavellinum á Korpúlfsstöðum, eða þrjá átján holu hringi með ábyrgðarmanni sem getur verið hvaða leikmaður sem er sem kominn er með forgjöf. Hann mun sjá um að skrifa skor viðkomandi leikmanns á þessum hringjum. Til þess að fá síðan forgjöfina staðfesta þarf síðan að skila kortunum undirrituðum frá leikmanni og ritara í golfverslun eða á skrifstofu GR.

Að þessu loknu fær viðkomandi leikmaður grunnforgjöf og aðgang að sinni forgjöf inná http://www.golf.is/  þar sem haldið er utan um forgjöfina og skorin eru færð inn. Börn og unglingar geta ekki leikið með í mótum hvort sem um er að ræða hjá Golfklúbbi Reykjavíkur eða annarsstaðar fyrr en þessu ferli er lokið.

Munið að forgjöf er alvarlegt mál sem ber að virða og halda í heiðri eins vel og hverjum er mögulegt. Leikmaður ber sjálfur ábyrgð á að forgjöf sé samkvæmt getu hverju sinni. Golf er byggt á heiðri hvers og eins þar sem hver leikmaður er sífellt að keppa við sjálfan sig um betri árangur. Röng forgjöf gefur ekki rétta mynd af getu þinni og er því óheiðarlegt að halda henni ekki rétt við samviskusamlega bæði gagnvart sjálfum þér og ekki síður gagnvart meðspilurum þínum

Skráning á skori

Hver kylfingur ber ábyrgð á að forgjöf sín sé rétt skráð. Leikmenn í forgjafarflokki 2 til 5 mega nota æfingaskor til forgjafarútreiknings svo fremi að golfreglum sé fylgt að öllu leyti. Ekki er þörf fyrir leikmenn í þessum forgjafarflokkum að taka sérstaklega þátt í móti eða tilkynna sérstaklega ætli leikmaður að spila til forgjafar. Leikmenn í 1. forgjafarflokki (4,4 og minna) mega hins vegar ekki nota æfingaskor til forgjafarútreiknings.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband