Færsluflokkur: Bloggar
25.4.2008 | 08:15
Æfingaplan fyrir heila viku
Hæ krakkar !
Brynjar og kennararnir eru búnir að útbúa flott æfingaplan fyrir ykkur til að fara eftir. Þið ættuð að skipuleggja vikuna eftir þessu plani og með því að fara eftir því í vor og sumar þá er víst að þið munuð bæta ykkur umtalsvert. Æfingaplanið er í skjalasafninu.
Bless í bili.
16.4.2008 | 22:51
Nú styttist í fyrstu mótin
Jæja krakkar,
nú er bara rúmur mánuður þangað til fyrsta stigamót unglinga árið 2008 hefst. Við höfum útbúið gátlista sem gott er að fara yfir fyrir hvert mót til þess að passa upp á að ekkert vanti þegar komið er út á völl. Gátlistinn er í tenglinum Miklivæg skjöl. Við mælum með því að þið prentið hann út fyrir hvert mót og merkið við atriðin á listanum þegar þið takið saman búnaðinn fyrir mótið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 16:33
Sumardagurinn fyrsti
13.4.2008 | 13:37
US Kids Golf í Skotlandi
Seinnipartinn í maí verður haldið í Skotlandi golfmót á vegum US Kids Golf. Mótið er fyrir krakka 14 ára og yngri og eins og margir hafa tekið eftir þá ætlar GKJ að senda nokkra krakka á mótið. Mótið fer fram á nokkrum völlum rétt austur af Edinborg, á svokölluðu East Lothian svæði, og þetta er fínt tækifæri fyrir þá krakka sem hafa áhuga á að keppa í útlöndum. Vonandi á GR eftir að eiga fulltrúa á þessu móti í framtíðinni.
Allt um US Kids Golf mótið í Skotlandi
US Kids Golf umfjöllun um þetta mót
Bloggar | Breytt 14.4.2008 kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2008 | 21:59
Reglur fyrir ferðir á vegum GSÍ
Hæ krakkar !
Golfsamband Íslands hefur nú sent frá sér reglur sem gilda eiga í æfinga- og keppnisferðum á vegum sambandsins. GR hefur átt marga fulltrúa sem farið hafa í þannig ferðir og vonandi verður framhald á því. Mikilvægt er að allir sem fara í ferðir á vegum GSÍ viti hvernig reglurnar hljóða og fylgi þeim að öllu leyti. Við höfum sett reglurnar inn á Skjalasafn og leggjum áherslu á að allir GRingar kynni sér þær vel og vandlega.
Í næstu viku er spáð 8° hita og sumarið hlýtur að fara að koma !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 10:22
Foreldrafundur í Grafarholti
Foreldrafundur barna og unglingastarfs Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldinn í golfskálanum í Grafarholti miðvikudaginn 30. apríl næstkomandi. Fundurinn hefst kl 20:00. Á fundinum verður farið yfir sumarstarfið og ábendingar foreldra um starfið teknar fyrir.Við hvetjum alla foreldra að mæta.
Með kveðju,
Unglinganefnd og kennarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 12:41
Æfingar í maí
Nú líður að prófum í flestum skólum landsins. Æfingar í maí halda sínum tímum og verður engin breyting á æfingatöflum gerð. Vinsamlegast látið viðkomandi þjálfara vita ef að þið komist ekki.
Ólafur Már Sigurðsson sími 840 7822
Gunnlaugur Elsuson sími 896 8789
Bloggar | Breytt 9.4.2008 kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 23:08
Myndir frá Spáni
7.4.2008 | 17:09
Áhugaverðar síður
Bloggar | Breytt 8.4.2008 kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2008 | 11:32
Unglingaleiðtogi GR
Jóhann Kristján Hjaltason hefur hafið störf að nýju sem unglingaleiðtogi og aðstoðamaður íþróttastjóra. Jóhann verður með yfirumsjón unglingastarfsins sem meðal annars felst í því að skipuleggja og þróa starfið og jafnframt vera unglingum og foreldrum innan handar.
Við bjóðum hann velkominn aftur til starfa og óskum honum velfarnaðar í starfinu í sumar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782