Færsluflokkur: Bloggar
24.5.2008 | 22:32
Mótaraðir GSÍ sumarið 2008 og undirbúningur fyrir mót
GSÍ hefur útbúið skjal sem lýsir því hvernig skipulagið verður á mótaröðum fyrir unglinga í sumar. Ýmsar breytingar eru frá því í fyrra og ber þar hæst að nú er komin áskorendamótaröð. Hún er ætluð þeim sem ekki eru komnir á það stig að vera tilbúnir í að taka þátt í Kaupþingsmótaröð unglinga. Skoðið skjalið vel til þess að þið getið áttað ykkur á mótaröðunum.
Þá eru Óli Már og Brynjar búnir að taka saman rosalega fínar leiðbeiningar um það hvernig við undirbúum okkur fyrir mót. Nauðsynleg lesning fyrir alla sem ætla sér að keppa í sumar.
Þessi skjöl eru bæði í Skjalasafninu og svo tenglinum "Mikilvæg skjöl" á forsíðunni.
Skipulag mótaraða GSÍ 2008
Undirbúningur fyrir mót
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2008 | 16:10
Kaddíkvöld í Grafarholti
Næsta fimmtudag, þann 22.maí n.k. þá ætlum við að vera með kynningarfund fyrir kaddía, öðru máli kylfusveina. Fundurinn er ætlaður foreldrum sem hugsanlega ætla að verða kylfusveinar hjá börnunum sínum í sumar. Að mörgu þarf að huga þegar menn taka að sér að verða kylfusveinar og við ætlum að kynna hvernig þetta starf er innt af hendi.
Jóhann Hjaltason unglingaleiðtogi og Hinrik Gunnar Hilmarsson dómari ætla að sjá um kynninguna og verður hún haldin í kjallaranum í Grafarholti kl. 20:00 á fimmtudaginn. Við hvetjum alla foreldra sem hyggja á kylfusveinastörf að mæta á fundinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2008 | 14:26
Æfingahringur á Skagann
Skráningarblað fyrir rástíma er í afgreiðslu Bása og er síðasti skráningadagur mánudagurinn 19. maí. Foreldrar eru hvattir til þess að mæta og vera krökkunum innan handar. Engar skipulagðar ferðir á staðinn verða á vegum klúbbsins þannig að það er um að gera að sameinast í bíla.
Með bestu kveðju,
Unglinganefnd og kennarar
12.5.2008 | 12:01
Nokkur orð um forgjafarmál
Það hefur borið á því að fólk hefur ekki áttað sig almennilega á EGA forgjafarkerfinu og hvernig það á að virka. Það er mikilvægt að farið sé eftir því kerfi alveg eins og farið er eftir golfreglunum. Enginn vill vísvitandi vera með of háa eða of lága forgjöf. Það er því mikilvægt að menn reyni að lesa sig í gegnum forgjafarkerfið til þess að hafa það á hreinu hvað er leyfilegt og hvað ekki. Þó svo að hringir séu skráðir inn í skráningarkerfið á GOLF.IS þýðir það ekki endilega að forgjöfin sem þar er skráð sé rétt. Í EGA kerfinu ber kylfingur ábyrgð á því að forgjöf hans sé rétt skráð. Ef kylfingur veit að forgjöfin hans sem skráð er á GOLF.IS er röng þá á hann að sjá til þess að hún verði lagfærð.
Afrekskylfingar okkar eru margir hverjir að nálgast forgjafarflokk 1, sem er forgjöf 4,4 og lægra, eða hafa nú þegar komist í þann flokk. Sérstakar reglur gilda um þennan flokk og eru þær aðeins frábrugðnar reglunum um forgjafarflokka 2-5. Þessar reglur gilda um forgjafarflokk 1:
- Ekki má nota æfingahringi (æfingaskor) til þess að breyta forgjöf úr forgjafarflokki 2 niður í forgjafarflokk 1 (Regla 18.8 í EGA forgjafarkerfinu).
- Kylfingur í forgjafarflokki 1 má ekki nota æfingaskor til breytingar á forgjöf sinni (Regla 18.4).
Þar sem keppnistímabilið er nú að hefjast þá er mikilvægt að afrekskylfingar okkar byrji tímabilið með réttri forgjöf. Þurfi kylfingur að leiðrétta forgjöf sína þá getur hann haft samband við skrifstofu GR og beðið starfsmenn klúbbsins um að lagfæra hana. Við leggjum til að allir okkar kylfingar fari yfir þessi mál sem fyrst.
Á næstunni munum við reyna að útskýra betur helstu atriði forgjafarkerfisins.
Bloggar | Breytt 14.5.2008 kl. 09:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2008 | 23:40
Fréttir af foreldrafundinum
Fimmtudaginn 8. maí var haldinn foreldrafundur í golfskálanum í Grafarholti. Brynjar íþróttastjóri og Jóhann unglingaleiðtogi sáu um að kynna starfið fram undan ásamt því að fara yfir hvernig starfið gekk s.l. vetur. Fín mæting var á fundinn og voru foreldrar duglegir að koma með ábendingar um hvað betur mætti fara í starfinu. Brynjar og Jóhann lofuðu að skoða þau mál og bæta úr því sem fór úrskeiðis í vetur.
Nokkur atriði sem rætt var um:
- Reglufundur í byrjun júní. Mikilvægt er að kylfingar þekki golfreglurnar og forgjafarreglurnar og sýni alltaf heiðarleika og kurteisi. Hinrik G Hilmarsson ætlar að sjá um að fræða krakkana en Hinrik er þekktur dómari og reglusérfræðingur
- Æfingaferð verður farin þann 24. maí á Skagann og/eða Þorlákshöfn þar sem eldri krakkarnir spila 36 holur en þeir yngri eitthvað minna.
- Afrekskrakkarnir eiga að taka próf á þriggja mánaða fresti þar sem metið verður hvort þeir eru að standa sig.
- Ný og betri ProGolf mótaröð veður haldin í sumar. Fyrsta mótið er áætlað 4. júní en þá eru reyndar grunnskólarnir enn starfandi þ.a. óljóst er hvernig það muni ganga. Vonum það besta.
Æfingahringur verður farinn fyrir öll stigamótin í sumar á fimmtudegi og verður GR með rútuferð og fararstjóra í æfingaferðina. Það verður hins vegar ekki skipulögð hópferð á mótin sjálf. Foreldrum er bent á að reyna að sameinast um ferðir á mótin ef það hentar.
Sameiginleg ferð verður farin í sveitakeppni unglinganna en þar verður GR væntanlega með 6 sveitir.
Áætluð dagskrá sumarsins er komin í skjalasafnið.
Kennarar og unglinganefnd
Bloggar | Breytt 9.5.2008 kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 20:32
Afrekskrakkar GR
Það er komin ný síða þar sem við kynnum krakkana í afrekshópunum. Til að byrja með eru það elstu krakkarnir og síðar koma yngri hóparnir. Þeir krakkar (bara strákar) sem eiga eftir að skila inn svörunum eru beðnir um að senda þau sem fyrst til Jóa. Kíkið á síðuna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 16:20
Annar í hvítasunnu
Frí verður frá æfingum barna og unglinga annan í hvítasunnu þann 12.maí næstkomandi.
Með kveðju,
unglinganefnd og kennarar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2008 | 08:39
Frí frá æfingum 1. maí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2008 | 08:37
Sumarnámskeið
Innritun er hafin á barna og unglinganámskeiðin á Korpúlfstöðum í sumar. Allar upplýsingar eru á heimasíðu Progolf http://www.progolf.is/ eða í síma 5557200 alla virka daga frá kl 09:00 - 16:00
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2008 | 14:31
ATH ATH Foreldrafundur!
Ákveðið hefur verið að fresta foreldrafundi barna og unglingastarfs Golfklúbbs Reykjavíkur sem átti að vera miðvikudaginn 30.apríl næstkomandi. Ástæðan fyrir þessu er sú að margir foreldrar og krakkar hyggjast leggja land undir fót þessa helgi þar sem 1. maí er almennur frídagur. Ný dagsetning er fimmtudagurinn 8. maí og hefst fundurinn kl 20:00 í golfskálanum í Grafarholti. Við hvetjum alla foreldra að mæta. Meðal efnis á fundinum er:
1. Sumarstarfið
2. Pro Golf mótaröðin, ath nýtt fyrirkomulag
3. Stigamót unglinga
4. Próf afrekshópa GR
5. Ýmis mál
Með kveðju,
Unglinganefnd og kennarar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782