Færsluflokkur: Bloggar
4.6.2008 | 08:44
Góður árangur um helgina
Um síðustu helgi voru haldin tvö barna- og unglingamót, Kaupþingsmótaröð unglinga sem haldin var í Hafnarfirði hjá golfklúbbnum Keili og Áskorendamótaröð unglinga sem haldin var hjá golfklúbbnum Oddi.
Á Áskorendamótaröðinni náðist glæsilegur árangur hjá okkar krökkum og sigruðu GR krakkarnir í öllum flokkum. Í stelpuflokki 14 ára og yngri sigraði Ragnhildur Kristinsdóttir á 99 höggum.Í strákaflokki 14 ára og yngri sigraði Kristinn Reyr Sigurðsson á 89 höggum. Í flokki drengja 15 -16 ára sigraði Arnar Óli Björnsson á 84 höggum.
Í Hafnarfirði náðist ágætis árangur og voru krakkarnir okkar flest ofarlega í öllum flokkum. Í telpnaflokki 15 -16 ára sigraði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og lék hringina tvo samtals á 167 höggum. Veður setti svip sinn á mótið og seinni daginn þurfti að aflýsa mótinu þegar leið á daginn en þá voru ekki allir keppendur komnir í hús, var þá skor gærdagsins látið gilda.
Þjálfarar hvetja alla til þess að æfa vel næstu daga og fram að næsta móti sem haldið verður í Vestmannaeyjum helgina 14. -15. júní.
Myndirnar hans Dalla frá mótinu í Hafnarfirði
Með kveðju,
unglinganefnd og kennarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2008 | 23:51
Grillveisla !!!
Með bestu kveðju,
Unglinganefnd og kennarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2008 | 20:37
Myndir frá Hafnarfirði
Í dag var leikinn fyrsti hringur í Kaupþingsmótaröðinni á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Veðrið og aðstæður á vellinum voru í góðu lagi, stundum smá vindur en annars þokkalegt veður og margir kylfingar sýndu ágæt tilþrif. Við vorum búin að lofa myndum frá mótinu og þær fyrstu eru komnar í Myndasafnið. Fleiri myndir bætast við á morgun og eftir helgi.
30.5.2008 | 15:03
Progolf mótaröðin 2008
Í sumar verður haldin mótaröð fyrir GR krakka og er hún fyrir reynda kylfinga sem og byrjendur. Allar upplýsingar um mótaröðina eru í meðfylgjandi auglýsingu og við hvetjum alla til þess að vera með. Þannig æfast menn lang best, einmitt með því að spila.
30.5.2008 | 12:20
Sumartafla !!!
Æfingar samkvæmt sumartöflu barna og unglingastarfs Golfklúbbs Reykjavíkur hefjast mánudaginn 2. júní næskomandi. Nánari upplýsingar um æfingatíma er að finna inná grunglingar.blog.is undir æfingatöflur. Fyrir hönd unglinganefndar og kennara óskum við ykkur góðs gengis og góða skemmtun í sumar.
Kveðja,
Unglinganefnd og kennarar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 23:01
Fyrsta stigamótið um helgina
36 GR krakkar eru skráðir í fyrsta stigamótið á árinu en það verður haldið í Hafnarfirði um helgina. Æfingahringur verður leikinn á fimmtudaginn og farið verður í rútu frá Básum stundvíslega kl. 13:00.
Kennarar og unglinganefnd óska ykkur góðs gengis og vonum við að þið skemmtið ykkur vel og verðið ykkur og GR til sóma. Við ætlum að vera duglegir að taka myndir af keppendum GR og birtum þær strax eftir helgi á vefnum, kannski fyrr. Munið að fara yfir gátlistann.
27.5.2008 | 10:39
Afreksíþróttasvið í Borgarholtsskóla
Í haust býður Borgarholtsskóli upp á nám fyrir þá sem hafa áhuga á að gerast afreksíþróttamenn í golfi, knattspyrnu eða körfuknattleik. Við viljum benda ykkur á að skoða þetta ef þið hafið áhuga á þessu sviði. Nánari upplýsingar er að finna á síðu skólans og í meðfylgjandi skjali.
26.5.2008 | 22:48
Nokkrar myndir frá Hellu
9 af okkar afreksunglingum tóku þátt í Kaupþingsmótinu á Hellu um helgina. Við náðum örfáum myndum en einhverjir þeirra vildu alls ekki að teknar yrðu myndir af þeim. Við reyndum það sem við gátum en uppskeran var lítil. Hér eru þær fáu sem við náðum. Við komum vonandi með fleiri eftir næstu helgi úr Hafnarfirði. Þessir GR krakkar kepptu um helgina:
Haraldur Franklín, Guðmundur Ágúst, Andri Þór, Hrafn, Sveinn Gunnar, Magnús Björn, Helgi, Ólafía og Berglind.
26.5.2008 | 19:35
Glæsilegur dagur á Skaganum !
Um 50 krakkar úr barna og unglingastarfi Golfklúbbs Reykjavíkur lögðu leið sína uppá Skaga s.l. laugardag. Völlurinn var með besta móti miðað við árstíma og töluðu krakkarnir um að flatirnar hafi verið sérstaklega góðar. Almenn ánægja var með daginn og gekk spilamennskan ágætlega. Jói tók nokkrar myndir og eru þær komnar í Myndasafnið.
Smellið hér til að sjá myndir frá ferðinni
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2008 | 13:10
Fyrsta stigamótið verður í Hafnarfirði
Með kveðju, Unglinganefnd og kennarar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782