Færsluflokkur: Bloggar
19.6.2008 | 22:28
Stöðupróf í Grafarholti
Í dag var haldið stöðupróf fyrir afrekskrakka GR. Settar voru upp ýmsar æfingar sem krakkarnir voru látnir framkvæma og árangurinn var skrifaður niður. Það var púttað, vippað, vippað úr röffi, pitsað, slegið úr bönkerum og drævað. Tilgangurinn er að finna út hvar krakkarnir eru sterkastir og hvað þeir þurfa helst að bæta. Óli Már og Jói sáu um framkvæmdina og stóðu sig eins og hetjur.
Við mættum á svæðið og tókum nokkrar myndir af krökkunum og það voru allir í fínu stuði. Niðurstöðurnar úr prófinu verða vonandi birtar hér á vefnum þegar búið er að reikna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2008 | 20:50
Góður árangur GR unglinga í Eyjum
Völlurinn í Eyjum var í frábæru ástandi og voru grínin í sérflokki. Röffið var nokkuð erfitt og hurfu boltarnir víða í semíröffinu. Mörgum þóttu sumar pinnastaðsetningarnar í erfiðari kantinum þar sem þetta var unglingamót og get ég tekið undir það. Einhverjir hafa talað um að skorið hafi ekki verið gott en þótt sumar holurnar bjóði upp á fugla þá er það tilfellið að völlurinn í Eyjum er langt frá því að vera einfaldur og skorin voru alveg viðunandi. Við óskum verðlaunahöfunum til hamingju með góðan árangur og nú hvetjum við alla að æfa vel fyrir næsta mót.
Árangur GR krakkanna í Eyjum er tekinn saman hér fyrir neðan:
Kylfingur | H 1 | H 2 | Alls | Mism. | Flokkur |
Haraldur Franklín Magnús | 75 | 71 | 146 | 6 | 17-18 ára piltar |
Andri Þór Björnsson | 75 | 73 | 148 | 8 | 17-18 ára piltar |
Hrafn Guðlaugsson | 75 | 75 | 150 | 10 | 17-18 ára piltar |
Guðmundur Ágúst Kristjánsson | 74 | 78 | 152 | 12 | 15-16 ára drengir |
Sveinn Gunnar Björnsson | 76 | 76 | 152 | 12 | 17-18 ára piltar |
Helgi Ingimundarson | 81 | 73 | 154 | 14 | 17-18 ára piltar |
Axel Ásgeirsson | 80 | 76 | 156 | 16 | 17-18 ára piltar |
Berglind Björnsdóttir | 78 | 79 | 157 | 17 | 15-16 ára telpur |
Magnús Björn Sigurðsson | 78 | 86 | 164 | 24 | 15-16 ára drengir |
Guðni Fannar Carrico | 84 | 83 | 167 | 27 | 15-16 ára drengir |
Ástgeir Ólafsson | 81 | 87 | 168 | 28 | 13-14 ára strákar |
Bogi Ísak Bogason | 81 | 88 | 169 | 29 | 13-14 ára strákar |
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir | 91 | 81 | 172 | 32 | 15-16 ára telpur |
Gísli Þór Þórðarson | 84 | 89 | 173 | 33 | 15-16 ára drengir |
Sunna Víðisdóttir | 85 | 89 | 174 | 34 | 13-14 ára stelpur |
Halldór Atlason | 84 | 92 | 176 | 36 | 13-14 ára strákar |
Davíð Árni Guðmundsson | 85 | 91 | 176 | 36 | 13-14 ára strákar |
Ástrós Arnarsdóttir | 96 | 82 | 178 | 38 | 15-16 ára telpur |
Guðrún Pétursdóttir | 91 | 90 | 181 | 41 | 13-14 ára stelpur |
Daníel Atlason | 87 | 94 | 181 | 41 | 13-14 ára strákar |
Þorkell Kristinsson | 91 | 92 | 183 | 43 | 15-16 ára drengir |
Íris Katla Guðmundsdóttir | 98 | 86 | 184 | 44 | 15-16 ára telpur |
Hjalti Steinar Sigurbjörnsson | 93 | 93 | 186 | 46 | 13-14 ára strákar |
Jóhann Gunnar Kristinsson | 97 | 91 | 188 | 48 | 13-14 ára strákar |
Stefán Þór Bogason | 95 | 94 | 189 | 49 | 13-14 ára strákar |
Halla Björk Ragnarsdóttir | 107 | 89 | 196 | 56 | 13-14 ára stelpur |
Unnur Sól Ingimarsdóttir | 116 | 110 | 226 | 86 | 13-14 ára stelpur |
Heimild: golf.is
Teigar:
17-18 ára og 15-16 ára piltar: Hvítir
13-14 ára strákar: Gulir
15-16 ára telpur: Bláir
13-14 ára stelpur: Rauðir
16.6.2008 | 12:05
Myndir frá Eyjum
Um helgina fóru fram mót á Áskorendamótaröð GSÍ og Kaupþingsmótaröð GSí. Við náðum myndum af nokkrum GR krökkum á Kaupþingsmótinu í Vestmannaeyjum.
Smellið til að skoða myndirnar
15.6.2008 | 23:58
Stöðupróf afrekshópa
Þann 19. júní frá kl. 13:00 - 16:00 fer fram fyrsta stöðupróf afrekshópa GR í Básum. Stöðuprófin eru hluti af afreksþjálfun GR og eru til þess hugsuð að sjá hvar leikmenn eru lakastir og verður prófið nýtt í framhaldinu til þess að bæta þá þætti sem þjálfarar telja að þurfi að lagfæra. Stöðuprófin eru tekin þrisvar á hverju ári og eftir hvert próf verða niðurstöðurnar birtar á heimasíðu unglinga GR.
Öllum iðkendum afreksstarfs er skylt að mæta í þessi próf og gott er að mæta tímanlega og hita vel upp.
Með kveðju,
Unglinganefnd og kennarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2008 | 14:33
Frí 17. júní
Með kveðju,
unglinganefnd og kennarar
12.6.2008 | 15:14
Progolf mótaröðin
Skráning fer fram aðeins í síma 585-0200 fyrir mótin á Korpu . Gerð er krafa um að skráningu sé lokið fyrir lok mánudag í mótsviku en spilað er á miðvikudögum. Rástímar keppenda verða kynntir á þriðjudegi eða degi fyrir mótið á heimasíðu klúbbsins. Ræst verður út frá kl. 08:00-10:00.
Mótsgjald er kr. 500.- á mann fyrir hvert mót og þarf að staðgreiða í golfbúðinni áður en farið er á teig. Spennandi teiggjafir verða einnig í öllum mótunum.
Unglinganefnd og kennarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2008 | 08:49
Æfingahringur Eyjar !!!
Við töluðum við Vestmannaeyjar og sögðu þeir að við getum spilað æfingahring þegar okkur hentar á fimmtudeginum og föstudeginum. Ekki þarf að bóka rástíma.
Með kveðju,
unglinganefnd og kennarar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2008 | 09:28
Stigamótið í Eyjum
Um næstu helgi fer fram annað mót ársins á Kaupþingsmótaröð unglinga og verður það haldið á hinum flotta velli í Vestmannaeyjum. Að þessu sinni eru 125 þátttakendur skráðir og þar af er Golfklúbbur Reykjavíkur með 27 þátttakendur. Veðurspáin er góð eins og er og við vonum að það gangi eftir. Völlurinn er mjög flottur og vonandi er hann í góðu standi.
Við minnum ykkur líka á að kíkja á gátlistann hér á síðunni svo ekkert gleymist. Unglinganefnd og kennarar GR óska ykkur góðs gengis og munið að hafa gaman af að spila í Eyjum.
6.6.2008 | 18:40
Grilldagurinn mikli
Hér eru myndirnar ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 15:56
ProGolf mótaröðin
Fyrsta barna og unglingamót sumarsins var haldið í dag á Korpúlfsstaðavelli. Um 30 keppendur mættu til leiks og er greinilegt að krakkarnir koma vel undan vetri. Hvöss austanátt gerði völlinn erfiðan og töluðu menn um að flatirnar hafi verið erfiðar í þessum vindi.
Þeir krakkar í flokki 12 ára og yngri sem ekki eru komnir með forgjöf gengust undir próf. Prófað var í helstu þáttum sem við koma golfíþróttinni svo sem samhæfing, úthald , pútt og vipp. Að lokum léku þau svo 6 holur sem allar voru af 125 metra færi og var markmiðið að spila þær á 48 höggum eða betur. Öll náðu þau markmiðinu og kláruðu svokallað silfurstig sem er annað stig af fimm. Þessi fimm stig kallast brons, silfur, gull, platinum og demants. Þetta er nýtt fyrirkomulag sem á að leiða krakkana stig frá stigi og að lokum útskrifast þau með löglega EGA forgjöf.
Semsagt frábær dagur og allir skemmtu sér hið besta og fórum heim reynslunni ríkari eftir daginn. Við viljum hvetja krakkana okkar að æfa nú vel fram að næsta móti og skoða örlítið eigið spil hvað fór úrskeiðis og æfa það sérstaklega vel fyrir næsta mót sem er miðvikudaginn 18. júní næstkomandi.
Smella á skjalið hér fyrir neðan til þess að sjá úrslitin úr mótinu.
Með bestu kveðju,
Unglinganefnd og kennarar
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782