Færsluflokkur: Bloggar
2.4.2008 | 18:17
Golfferð afrekshópa unglinga til Spánar
Á páskadag hélt hópur unglinga úr afrekshópum GR til Spánar. Þetta eru krakkar á aldrinum 14-17 ára. Staðurinn heitir Novo Sankti Petri, gist er á glæsilegu Royal Iberostar hóteli og það eru þrír mjög góðir 18 holu golfvellir á svæðinu, auk þess sem aðstaða til æfinga er mjög góð. Þetta er æfinga- og keppnisferð og það er haldið út stífri dagskrá alla daga. Venjulegur dagur er þannig að það er mætt í morgunmat kl. 7:30 á morgnana og síðan er æfing kl. 8:30 og æft til hádegis. Þá er borðað og síðan leikinn 18 holu golfhringur. Suma dagana víxlast þetta og þá er byrjað á því að spila um morguninn og síðan æft eftir hádegi. Eftir kvöldmat er síðan alltaf fundur þar sem farið er yfir hvernig gekk og tilkynnt dagskrá næsta dags. Krakkarnir eru síðan kominn inn á herbergi kl. 9 á kvöldin, enda dagurinn tekinn snemma.
Á laugardeginum voru síðan spilaðar 36 holur, á sunnudegi æft fyrir hádegi en síðan gefið frí eftir hádegi á sunnudag. Mánudaginn 31. mars sem var síðasti spiladagur ferðarinnar voru leiknar 36 holur og var um mót að ræða. Sigurvegarar voru Helgi Ingimundarson (76-81) og Guðmundur Á. Kristjánsson (77-80), báðir á 157 höggum. Í þriðja sæti var síðan Haraldur Franklín á 160 höggum.
Krakkarnir hafa verið geysilega áhugasöm og stundum tekið auka 9 holur seinnipartinn ef tími hefur gefist til. Vellirnir reyna mikið á leikskipulag, a.m.k. sumar brautirnir, þar sem tré og vötn hafa mikil áhrif. Þetta eru aðstæður sem þau þekkja ekki mikið heima á Íslandi en þau læra mikið af því að leika við þessar aðstæðar.
Skor leikmanna hefur almennt farið batnandi eftir því sem liðið hefur á ferðina. Bæði kynnast leikmenn völlunum betur og síðan komast þau í betri leikæfingu. Hitastig hefur verið á bilinu 17-20 gráður, þægilegur hiti og sól flesta dag. Hitinn hefur heldur verið að aukast og margir þurft að passa sig á að sólbrenna ekki, svo það trufli ekki leik næsta dag. Sólarvörnin og aftersun eru því óspart notuð til þess að forðast sólbruna.
Vellirnir eru mjög flottir, sérstaklega A og B vellirnir. Eins og áður sagði eru bæði tré og vötn sem hafa áhrif á leik, sumar brautirnar eru þröngur rennur með skóg á báða bóga og oft eru tré inni á brautum þannig að það skiptir máli hvoru megin á brautinni boltinn lendir, svo hægt sé að slá óhindrað inn á flöt.
Þó svo að dagskráin hafin verið ströng þá hefur samt gefist tími til þess að skemmta sér með öðrum hætti en að leika golf. Beint fyrir neðan hótelið er flott stönd og krakkarnir öll skellt sér í sjóinn og leikið sér í briminu. Á hótelinu er fín upphituð innilaug, en útilaugarnar eru ansi kaldar á þessum árstíma. Þau hafa nú samt látið sig hafa það að skella sér í sund úti, en laugarnar úti eru heldur kaldari en sjórinn.
Einhverjir hafa reynt að ná sér í lit og legið aðeins í sólbaði, aðrir hafa skellt sér í tennis, en það eru fínir tennisvellir rétt við hótelið.
En lífið hefur samt að lang mestu leyti snúist um golf, eins og dagskráin ber með sér og í raun ekki tími til þess að gera margt annað.
Hópurinn hélt síðan heim til Íslands þriðjudaginn 1. apríl og þar með lauk skemmtilegri og velheppnaðri æfingaferð sem var vasklega stjórnað að Brynjari Geirssyni og Gunnlaugi Elsusyni. Krakkarnir komu heim reynslunni ríkari og örugglega betur í stakk búin til þess að takast á við golfsumarið.
Inn á myndasafn unglingasíðunnar verða settar myndir úr ferðinni, en þær koma inn síðar í vikunni.
28.3.2008 | 22:20
Golf samhliða háskólanámi
Margir ungir kylfingar stefna á að komast í svokallað háskólagolf í útlöndum, þ.e.a.s. reyna að komast í golflið skólans á það sem kallað er "scholarship" eða námsstyrk. Þá fá menn lækkuð eða felld niður skólagjöldin en skuldbinda sig til að æfa og keppa fyrir viðkomandi skóla í mótaröðum sem háskólarnir standa að. Þannig hafa margir frægir atvinnukylfingar hafið feril sinn.
Við ætlum að vera með síðu sem heitir Háskólagolf þar sem við söfnum saman gagnlegum upplýsingum fyrir þá sem vilja reyna að fara þessa leið. Við byrjum á að fá upplýsingar frá Þórði Rafni Gissurarsyni meðlimi í GR, en hann hefur tekið saman punkta um það sem menn þurfa að hafa í huga þegar þeir undirbúa umsóknarferil í háskóla í Bandaríkjunum.
Þá bendum við á grein eftir Harald Hilmar Heimisson sem hann skrifaði í Golf á Íslandi fyrir ekki löngu síðan.
24.3.2008 | 17:14
GR krakkar á Alþjóðaleika ungmenna
Dagana 10. - 15. júlí í sumar verða Alþjóðaleikar ungmenna haldnir í San Francisco. Þetta er í fertugasta og annað sinn sem leikarnir eru haldnir. Á leikunum er keppt í fjölmörgum íþróttagreinum þar á meðal í golfi og eru keppendur 15 ára og yngri. Í fyrra voru leikarnir haldnir í Reykjavík og var golfið spilað á Korpuvelli. Búið er að velja keppendur fyrir hönd Reykjavíkur og voru eftirtaldir krakkar valdir til fararinnar:
Ástrós Arnarsdóttir
Sunna Víðisdóttir
Guðni Fannar Carrico
Magnús Björn Sigurðsson
Við óskum þeim öllum til hamingju með valið og vonum að þau skemmti sér vel og óskum þeim jafnframt góðs gengis í keppninni. Nánari upplýsingar um leikana er að finna hér:
Samkvæmt því sem við vitum best þá verður spilað á Harding Park vellinum í San Francisco en þar verður einnig spilað í Presidents Cup árið 2009 þannig að þetta er enginn smá völlur.
10.3.2008 | 14:08
Jæja, krakkar nú styttist í páskana
Páskafrí barna og unglingastarfs GR er frá 20.mars til 1.apríl og munu æfingar hefjast aftur 2. apríl eftir töflu.
Hafið það gott og sjáumst hress á æfingum í apríl.
27.2.2008 | 11:07
Golfleikjanámskeið í sumar
27.2.2008 | 10:53
Æfingatafla fyrir sumarið 2008
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2008 | 09:52
Nýtt kennsluefni á kennslusíðunni
Brynjar var að senda okkur kennsluefni sem við mælum með að allir lesi. Þetta eru skjöl sem birtast neðst á kennslusíðunni. Við hvetjum ykkur öll til að skoða þetta vel og endilega nota þessar leiðbeiningar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 12:48
Fjáröflun vegna æfingaferðar afrekshópa
Hópur afrekskylfinga hjá GR fer æfingaferð til Spánar um páskana. Ferðin er vel styrkt af klúbbnum, en þó þurfa þeir sem fara að standa undir nokkrum kostnaði. Unglinganefnd hefur farið af stað með fjáröflun og býðst þátttakendum tækifæri á að selja salernis- og eldhúspappír til þess að minnka eigin kostnað eins og hver vill.
Farið var inn á púttkvöld kvenna og karla hjá GR síðustu tvö miðviku- og fimmtudagskvöld þar sem
ofangreindur varningur var boðinn til sölu.
Í næstu viku verða krakkarnir með vöfflusölu á púttkvöldunum þar sem boðið verður upp á nýbakaðar vöfflur með rjóma og kaffi eða kakó fyrir 500 krónur.
GR-ingum stendur til boða að panta eldhúsrúllur eða salernispappír og fá senda heim pakkningu og verður þetta í boði næstu vikuna.
Salernispappírinn er mjög góður þriggja laga pappír og eru seldar 30 rúllur í pakkningu með heimsendingu á 2.500 krónur. Eldhúsrúllurnar eru á 2.200 krónur.
Hægt er að panta í tölvupósti á atli@ust.isBloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2008 | 12:43
Æfingaferð afreksunglinga GR til Spánar
Á páskadag heldur hópur afrekskylfinga frá GR til Spánar í æfingaferð. Hópurinn samanstendur af 14 leikmönnumog 2 þjálfurum og síðan höfðu foreldrar kost á því að taka þau lausu sæti sem eftir voru.
Þjálfarar í ferðinni eru þeir Ólafur Már Sigurðsson og Gunnlaugur Elsuson og munu þeir sjá um hópinn í ferðinni með aðstoð unglinganefndarmanna og annara foreldra sem verða á svæðinu. Einungis leikmenn úr afrekshópum GR 14 ára og eldri var boðið í ferðina. Þau sem fara eru eftirtalin:
Andri Þór Björnsson |
Arnar Óli Björnsson |
Daníel Atlason |
Gísli Þór Þórðarson |
Guðmundur Ágúst Kristjánsson |
Guðni Fannar Carrico |
Halla Björk Ragnarsdóttir |
Halldór Atlason |
Haraldur Franklín Magnús |
Helgi Ingimundarson |
Íris Katla Guðmundsdóttir |
Magnús Björn Sigurðsson |
Sunna Víðisdóttir |
Sveinn Gunnar Björnsson |
Farið verður á Novo Sancti Petri golfsvæðið, sem er í Andalúsíu á Spáni við strönd Atlantshafsins. Golfsvæðið er draumur hvers kylfings því það samanstendur af snilldarlega hönnuðu golfsvæði með 36 holu keppnisvelli, stuttum æfingaholum og fullkomnu æfingasvæði, hóteli, líkamsrækt og strönd, allt á sama stað.
Golf Novo Sancti Petri völlurinn býður upp á mikla fjölbreytni. Um er að ræða 36 holu golfvöll sem skiptist í strandholur, hefðbundnar skógarholur, vatnaholur og holur sem bjóða upp á fallegt útsýni yfir Atlantshafið. Æfingasvæðið er mjög gott og þar er mikið pláss sem býður upp á bæði gras og mottur. Á æfingasvæðinu eru minni svæði fyrir löng og stutt vipp, sandgryfjuhögg og einnig er þar gott púttsvæði. Stuttar æfingaholur eru einnig á svæðinu.
Markmiðið með þessari ferð er að gera unglingum í afrekshópum kleyft að komast í góða æfingu fyrir sumarið og búa þau betur undir keppnistímabilið. Tíminn verður nýttur vel, æfingar hefjast snemma á morgnana. Reikna má að dagurinn fari í tækniæfingar hálfan daginn og síðan verði leiknar 18 holur hinn hluta dagsins.
Þetta verða átta æfingadagar, en farið verður út á páskadag, 23. mars og komið heim þriðjudaginn 1. apríl.22.2.2008 | 14:01
Fundur um Spánarferð afrekshópa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782