Færsluflokkur: Afrekshópur

Fimmtudagsæfingar á Korpu

3373107046_fb3a29d3e1.jpgVegna GR púttmótaraðar karla sem fram fer á fimmtudagskvöldum í Korpunni munu æfingatímar hjá Afrekshópum drengja A-B og C verða eftirfarandi frá og með næstkomandi fimmtudegi:

16:00-17:00 Hópur C

17:00-18:00 Hópur B

18:00-19:00 Hópur A


Helgarveðrið........!

ve_ur.jpgÞað lítur út fyrir að veðrið verði kalt en gott um helgina. Ef þið klæðið ykkur vel þá er ekkert því til fyrirstöðu að skella sér nokkrar holur á litla vellinum á Korpunni með nokkrar kylfur.

Koma svo, ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN...........W00t


Takk fyrir frábæran fund

familygolf.jpgViljum nota tækifærið og þakka öllum sem mættu á reglufundinn í kvöld. Mætingin var frábær og Hinrik talaði um að halda annað svona kvöld í vor og þá ætlar hann að klára diskinn sem hann var að sýna okkur brot úr í kvöld.

Enn og aftur, takk fyrir mætinguna..............Smile


Reglufundur

golf-rules_s600x600.jpgAllir að muna eftir reglufundinum sem verður í golfskálanum í Grafarholti kl 19:00 í kvöld fimmtudag.

Æfingar hjá afrekshópum drengja A-B og C, verða með óhefðbundnum hætti vegna fundarins. í stað venjulegra æfingatíma verður opin púttæfing fyrir alla þrjá hópana milli 16:00 og 18:00 í Korpunni. 

Hlökkum til að sjá ykkur öll á fundinum.


Eru ekki allir að drekka nóg vatn??????

og kemur það golfurum við?

 
 
kemur það fitusöfnun við?



Á náttúrulegan hátt minnkar vatn matarlystina og aðstoðar líkamann
við að brenna fitu. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt, að þegar vatnsdrykkja
minnkar þá eykst fitusöfnun - en minnkar að sama skapi við reglulega,
næga vatnsdrykkju 8-10 glös alla daga!

Nýrun geta ekki starfað eðlilega án nægs vatns. Þegar þau starfa ekki til fullnustu flyst hluti af álaginu yfir á lifrina.
Eitt af helstu hlutverkum lifrinnar er að vinna líkamsfitu yfir í nýtanlega orku. Ef lifrin þarf að taka að sér vinnu fyrir nýrun,
getur hún ekki unnið sitt starf til fullnustu.
Niðurstaðan verður sú að lifrin vinnur úr minni fitu og meira af fitu sest utan
á líkamann og þú hættir að léttast. Í stuttu máli, vatnsdrykkja hefur áhrif á fitusöfnun!

Ef þú ert ekki að drekka nóg vatn skynjar líkaminn það sem ógn og fer að safna vatni svo það fyrsta sem þú ættir að skoða ef þú

ert að halda óvenjulega miklu vatni eða vigtin að rísa mikið milli daga er daglega vatnsdrykkja. Varastu að drekka of mikið af vatns-
losandi vökvum eins og kaffi eða te. Þumalputtareglan með vökva sem innihalda koffín er hámark 3 bollar á dag.
Saltneysla getur einnig haft áhrif á vatnsbúskapinn. Líkaminn þolir salt aðeins af vissum styrk. Þess meira af salti sem þú borðar, þess meira vatn
þarf líkaminn til að þynna það. Að losna við umfram vökva tengdan saltneyslu er auðvelt.....drekka meira vatn!
Vatn hjálpar til við að losa líkamann við úrgang. Vatn getur stuðlað að bættri meltingu og
ætti alltaf að vera það fyrst sem þú skoðar ef meltingin er að trufla þig. Þegar líkaminn fær
of lítið af vatni sýgur hann það sem hann þarfnast frá innri uppsprettum og þar fer
ristillinn fremstur í flokki. Afleiðing? Meltingarvandamál. Vatnsdrykkja bætir þetta.
8-10 glös á dag, alla daga (2l)
(sérstaklega mikilvægt um helgar - drekkur þú nægt vatn um helgar?)

Þetta ætti að segja ykkur töluvert um mikilvægi vatns en það sem er kannski jafnvel enn mikilvægara fyrir ykkur
sem golfara er hvað vatnsskortur getur haft gríðarlega áhrif á einbeitinguna, orkuna og kraftinn. Það að fara
án vatnsbrúsa út á völlinn en eins og að fara út í eyðimörkina án vatns...= óðs manns æði! Þessir punktar eru staðreyndir
og þetta er upptalning á hlutum sem þið getið svo auðveldlega lagað eða sleppt ef vatnsbrúsinn er í golfpokanum!!
- Vatnsskortur er HELSTA ástæðan fyrir hinni svokölluðu síðdegisþreytu og við erum að tala um MILDAN vatnsskort!
- Næg vatnsdrykkja getur haft AFGERANDI áhrif á þá sem þjást af mjóbaks og liðvandamálum! 50% golfara munu fá í bakið!
- Vatn getur komið í veg fyrir eða dregið verulega úr höfuðverk á mjög skömmum tíma.
- Vatn er HELSTA flutningsleið líkamanns á vítamínum og steinefnum. Skortur á upptöku getur þýtt þreytu og slen
- Heilinn er 85% vatn - 1-3% vatnsskortur leiðir til einbeitingarleysis, þreytu, gleymsku og skorts á jafnvægi
- Ef heitt er í veðri þarftu lágmark 1l af vatni þegar þú spilar 18 holur

 

 


Ný vika full af tækifærum...........!

icelandic-flag.jpgKæra vinir, þá hefst ný vika og allir orðnir hressir og kátir. Með hverjum deginum styttist í sumarið og fyrsta mót.

Njótum vikunnar, leggjum okkur fram við æfingar og hvetjum "Strákana okkar" á EM.

ÁFRAM ÍSLAND..................LoL

 


Abu Dhabi golf championship á netinu

-1swhcr.jpghttp://www.myp2p.eu/broadcast.php?matchid=62886&part=sports

Góða skemmtun Smile


Reglufundur kl 19:00 ekki 20:00

img_3337.jpgATH, Ath, breytt tímasetning á reglufundinum sem haldinn verður í golfskálanum í Grafarholti fimmtudaginn 28. janúar næstkomandi. Í fyrri auglýsingu átti hann að byrja kl 20:00 en mun þess í stað byrja kl 19:00.

Það er skildumæting fyrir bæði afreks og almenna hópa á fundinn og viljum við minna á að foreldrar og forráðamenn eru velkomin.

Kv, nefndin


Háskólar í USA !

Þeir sem eru að stefna á Háskólanám í USA, ættu að skrá sig sem allra fyrst inn á eftirfarandi síðu og þegar því er lokið að "adda" mér.

www.berecruited.com

Kveðja Brynjar Eldon Geirsson Íþróttastjóri GR

Gera þetta strax, þarna eru þjálfarar og skólar að leita að íþróttamönnum. 


Þú ert það sem þú borðar (;

GOLFfitness-mataræðið
Mataræðið skiptir miklu máli þegar á völlinn er komið en í raun getum við sagt að sá matur
sem við höfum neytt áður en við förum á völlinn skipti enn meira máli því það hvernig þið
eruð að borða yfir daginn áður en að spilinu kemur getur hjálpað okkur gríðarlega í spilinu og
skilað okkur orkumiklum og úthaldsgóðum vöðvum eða að við getum gjöreyðilagt hringinn
ef blóðsykur er á flakki og orka og einbeiting þar af leiðandi í lágmarki.
Trefjarík fæða hefur hægara niðurbrot/upptöku sem þýðir að orkan
sem við fáum úr fæðunni endist okkur lengur og hjálpar til við að halda
blóðsykrinum í jafnvægi sem er alveg málið ef við viljum forðast það að
orkan sé að detta niður og valda okkur þreytutilfinningu eða einbeitingarleysi.

Trefjarík kolvetni veita góða mettun án þess að vera kaloríuríkar og geta þess vegna verið frábærar fyrir þá golfara sem eru einnig
að reyna að léttast. Grænmeti, ávextir og heilhveiti innihalda líka mikið magn vítamína og steinefna sem eru mikilvæg til að viðhalda
jafnri orku og góðri heilsu. 20-35 gr af trefjum er dagsskammturinn og ætti að koma frá blöndu af mismunandi mætvælum. 
Dæmi um trefjarík og holl matvæli sem gott er að hafa á matseðlinum, daglega!
- Heilhveiti, spelt, grófkorna eða próteinbættar hveitiafurðir
 -Brún grjón
- Ferska ávexti, með hýðinu
- Ferskt grænmeti eða frosið
- Rúsínur
- Baunasúpur
- Trefjaríkt og sykursnautt morgunkorn

Golf krefst jafnrar og góðrar orku í þann tíma sem þið eruð að spila. Kolvetni með
hátt magn trefja eru málið og algerlega ber að forðast sætindi, gosdrykki og önnur einföld
kolvetni þar sem þau hækka blóðsykurinn mjög skarpt og síðan er það fallið sem þið
finnið fyrir eftir u.þ.b. klukkustund. Lágur blóðsykur þýðir þreyta, einbeitingarleysi og
sljóleiki, ekki eitthvað sem þið viljið upplifa á vellinum. Skoðið viðhengið og prófið þessa
vel samsettu drykki sem nýjan valkost á vellinum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband