Færsluflokkur: Afrekshópur

Starfið yfir hátíðarnar

21. des verða síðustu æfingar ársins 2012 hjá öllum hópum starfsins og munum við síðan hefja æfingar að nýju þann 3. jan 2013.

kv Þjálfarar


Fundur um barna og unglingastarf !

Þann 30. nóvember næstkomandi verður haldinn upplýsingafundur fyrir foreldra og iðkendur barna og unglingastarfs Reykjavíkur í golfskálanum í Grafarholti kl 17:00.
dagskrá fundar:

1. Vetraræfingar og dagskrá
2. Æfingaferð til Spánar í vor, dagsetningar og fyrirkomulag
3. Þjálfarar og þjálffræði
4. Mótaskrá sumar 2013, hvað er í boði fyrir iðkendur
5. Annað

Vonumst til að sjá ykkur sem flest

Vil minna ykkur á að æfingar hefjast í næstu viku samkvæmt æfingatöflum og munið eftir að skrá ykkur í starfið. Endilega bjóðið vinum ykkar með á fyrstu æfingarnar og leyfið þeim að kynnast íþróttinni og hver veit nema að það kvikni áhugi.


Fundur með afrekshópum

Á föstudag kl 18:30 í Grafarholti verður haldinn fundur með Afrekshópum og farið verður yfir framhaldið. Foreldrar velkomnir.

 

kv Þjálfarar


Æfingatöflur unglingastarfs

Hér eru æfingatöflur unglingastarfs GR sem taka gildi 5.nóv næstkomandi

Á æfingatöflunum má sjá aldur hvers hóps og á æfingatöflu afrekshópa eru nöfn þeirra sem valdir hafa verið í þá hópa meðfylgjandi.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Lokahóf unglingastarfs GR

Við ætlum að halda lokahóf unglingastarfsins þann 28. sept næstkomandi. Hófið verður með hefbundnu sniði. Pizzuveisla að hætti Hödda ásamt afhendingu viðurkenninga. Hófið sjálft hefst kl. 18.00. Á undan ætlum við að halda "prince polo" mót á litla vellinum (ef veður leyfir) eins og á síðasta ári. Við reiknum með að byrja það mót um 16.00. 

Mbk Þjálfarar 


Verð fjarverandi

Verð því miður fjarverandi næstkomandi fimmtudag 6/9 og mánudag 10/9 vegna ferða erlendis

mæli samt með að þeir sem eiga tíma á þessum  dögum komi og æfi sig

boltar verða afgreiddir í básum

Kv Jón Þorsteinn


Haust stundatöflurnar fara á netið á morgun

Á morgun miðvikudag fara hausttöflurar á netið og verður hægt að finna þær á grgolf.is undir "æfingatöflur". Töflurnar taka gildi frá og með morgundeginum, 22.ágúst. Töflurnar gilda til 28. september þegar starfið fer í vetrarfrí.

NB, Taflan hjá Örn Sölva breytist ekki.

Hægt er að nálgast töflurnar hér að neðan og skýrari eintök verða á síðu grgolf.is á morgun.

Mbk, Þjálfarar

picture_1_1168115.jpgpicture_2.jpg


Örn veikur í dag

Ég er því miður lasinn og treysti mér ekki í kennslu í kvöld. Ég mælist engu að síður til þess að þið mætið og æfið ykkur sjálf. Þið getið fengið bolta í afgreiðslunni ef þið ætlið að slá en ég mælist til þess að þið leggið áherslu á stutta spilið. 

Ég vona að ég verði orðinn nógu hress á morgun og hlakka til að sjá ykkur þá Smile

kv Örn 


Æfingar hjá Árna og Jóni falla niður á morgun

Á morgun þriðjudag falla æfingar niður hjá Árna Páli og Jóni Þorsteini vegna þáttöku þeirra á námskeiði.

Mbk, Árni Páll og Jón Þorsteinn


Haust töflur koma fyrir helgi

Nú eru skólarnir ad byrja og vid munum gefa út haust æfingatöflur fyrir næstu helgi.
Mbk, strákarnir......:-)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband