Færsluflokkur: Afrekshópur
7.8.2010 | 10:34
RAGGA OG RÚN ÍSLANDSMEISTARAR....!
Krakkarnir okkar stóðu sig eins og hetjur á nýjafsaðnu landsmóti í holukeppni.
GR eignaðist 2x íslandsmeistara; Ragnhildi Kristinsdóttur í flokki 14 ára og yngir stúlkna og Rún Pétursdóttur í flokki 15-16 ára telpna. Frábær árangur hjá stelpunum og greinilegt að þær eiga bjarta framtíð í sportinu innilega til hamingju stelpur......
Önnur úrslit voru eftirfarandi:
Drengir 17-18 ára.:
Alex Freyr Gunnarsson, Magnús Björn Sigurðsson, Guðni Fannar Carrico og Arnar Óli Björnsson komust allir í gegnum höggleikinn í 16 manna úrslit. Magnús og Alex voru þeir eini sem komst áfram og endaði Magnús mótið í 4. sæti. Alex átti frábært mót og komst alla leið í úrslitaleikinn og varð fyrir því óhappi að misreikna stöðuna á 17. holu og taka upp boltann sinn áður en holan kláraðist og tapaði því tiltilunum sem endaði hjá Rúnari Arnórsyni GK. Frábært mót hjá Alex og við óskum honum til hamingju með árangurinn.
Stúlkur 17-18 ára.:
Stelpurnar okkar voru óheppnar þegar 3 af okkar sterkustu stelpum lentu allar saman í hnapp eftri höggleikinn. Það fór svo að Hildur Kristín sigraði Írisi Kötlu í 8 manna úrslitum og Hildur vann svo óvænt með mjög flottri spilamensku Ólafíu Þórunni í undanúrslitum. Hildur lék því til úrslita við Kareni Gísladóttur GS og sigraði Karen sinn anna Íslandsmeistaratiltil í sumar þegar hún lagði Hildi á 17. braut. Hildur færist alltaf nær og nær þeim stóra og hann mun falla fyrr en varir.
Drengir 15-16 ára.:
Það voru þeir Jóhann Gunnar Kristinsson, Halldór Atlason, Ástgeir Ólafsson og Árni Freyr Hallgrímsson sem komust í gegnum höggleikinn. Ástgeir og Jóhann duttu út eftir 16 manna úrslit en Halldór og Árni komust í 8 manna úrslit. Halldór mætti þar Bjarka Pétursyni sem enda með að sigra mótið og landa sínum öðrum Íslandsmeistaratitli í sumar. Árni Freyr mætti Hallgrími Júlíussyni og var leikurinn æsispennandi og enda því miður á 19. holu þar sem Hallgrímur sigraði. Árni Freyr getur verið mjög stoltur af framistöðu sinni og var hársbreidd frá því að fara í undanúrslit.
Stúlkur 15-16 ára.:
Þær Eydís Ýr, Halla Björk, Ásdís Einars komust allar í gegnum 16 manna úrslit en Rún Pétur sat hjá. í 8 manna úrslitum lenti Eydís á móti Guðrúnu Brá sem sigrað, Halla tapaði fyrir Högnu og Rún vann Ásdísi. Rún sigraði svo sinn leik í undanúrslitum og mætti Guðrúnu Brá í úrslitaleiknum. Rún átti harm að hefna frá höggleiknum í Eyjum og sýndi hversu sterk hún er með því að sigra Guðrúnu á 17. með glæsibrag, ole, ole, ole.........
Drengir 14 ára og yngri.
Hann Gunnar Smári Þorsteinsson okkar gerði sér lítið fyrir í höggleiknum og setti nýtt vallarmet í Leirunni, -3 eða 69 högg og sló þar með út 15-16 ára gamalt met sem Örn Ævar setti á sínum tíma. GLÆSILEGT...............!
Annars komust með Gunnari þeir Eiður Gunnars, Kristinn Reyr, Ernir Sigmunds og Eggert Kristmunds allir í 16 manna úrslit. Eggert Kristmundsson spilaði sig glæsilega inní 16 manna úrslitin með frábærum hring í höggleiknum en Eggert er bara 12 ára. TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ EGGERT...!
Gunnar Smári, Kristinn og Ernir komust allir í 8 manna úrslit en enduðu allir mótið þar.....
Stúlkur 14 ára og yngri.:
Karen Ósk Kristjánsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði höggleikinn með frábærum hring og hún og Ragga Kristins fengu að sofa út og komust beint í 8 manna úrslit. Auk þeirra náði hin unga og efnilega Saga Traustadóttir einni í 8 manna úrslit með því að leggja sinn andstæðing í 16 manna úrslitum, mjög glæsilegt hjá Sögu. Eva Karen var hársbreidd frá því að komast í gegn en með ótrúlegri baráttu náði hún að taka leikinn á 18. braut og tapaði naumlega með einu höggi, alveg frábær árangur. Hin unga og bráðefnilega Gerður Hrönn Ragnarsdóttir sem var að leika í sínu fyrsta Íslandsmóti stóð sig eins og hetja og mun taka þessa reynslu með sér inn í næstu mót og framtíðina enda sýndi hún meistaralega takta á stundum í mótinu.
Karen Ósk tapaði sínum leik en getur verið ánægð með mótið enda frábær arangur í höggliknum. Vinkonurnar Ragga og Saga mættust og var Ragga númeri of stór fyrir Sögu í þetta skiptið.Framtíðin er björt hjá ungu stelpunum okkar og við munum sjá þær allar berjast um Íslandsmeistaratitla á næstu árum.
Ragga gerði sér svo lítið fyrir og sigraði Söru Hinriks í undanúrslitum og lagði svo Þóru Ragnars í úrslitaleik og fyrsti og svo sammarlega ekki síðasti Íslandsmeistaratitillinn kominn upp í hillu hjá Röggu.....Innilega til hamingju Ragga....
Sem sagt, 2x titlar, 2x silfur og 1x brons.....flottur árangur í glæsilegu móti.
3.8.2010 | 18:38
Ungir leikmenn sem hafa komið upp úr afreksstarfi GR
2.8.2010 | 14:07
Æfingar hjá afrekshópum falla niður
Allar æfingar hjá afrekshópum GR falla niður þessa vikuna vegna Íslandsmeistarmóts í Holukeppni sem fer fram í Leirunni.
Óskum öllum keppendum góðs gengis og sjáum í KEf.........
29.7.2010 | 09:35
Frí mánudaginn 2. ágúst
Frí verður frá æfingum í almennu og afreksstarfi mánudaginn 2. ágúst ,frídag verslunarmanna.
Hafðið það öll gott um helgina.
Kv. Stákarnir
26.7.2010 | 19:24
Landsmót í holukeppni
Á þriðjudaginn eftir Verslunarmannahelgi hefst íslandsmót unglinga í holukeppni í Leirunni. Þáttakendur skulu skrá sig á vef GSÍ; golf.is, fyrir kl 20:00 á fimmtudeginum 29. júlí 2010. Nú þegar hafa 25 GR-ingar skráð sig í mótið.
Ekki er fyrirhugað að fara skipulagðan æfingahring fyrir mótið þar sem Verslunarmannahelgin setur strik í reikninginn. Öllum þátttakendum er þó heimilt að leika einn æfingahring endurgjaldslaust fyrir mótið.
Gaman væri að sjá 35+ krakka mæta til leiks frá GR og við höldum að sjálfsögðu áfram að safna íslandsmeistaratitlum í sumar.......:-)
Kv Árni Páll og Siggi Pétur
20.7.2010 | 10:05
Gummi og Kiddi íslandsmeistarar..........!
Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót í Höggleik í Eyjum á frábærum velli við bestu aðstæður. Það er skemmst frá því að segja að GR eignaðist tvo Íslandsmeistara þá; Guðmund Ágúst Kristjánsson í flokki 17-18 ára og Kristinn Reyr Sigurðsson í flokki 14 ára og yngri. Sannarlega frábær árangur hjá þessum snilldar kylfingum og við óskum þeim innilega til hamingju með titlana.
Alls voru 34 kylfingar frá GR mættir til leiks, sumir að spila í sínu síðasta landsmóti vegna aldurs og aðrið að taka þátt í fyrsta skipti. Mótið fór mjög vel fram og allir sammála að það er hvergi skemmtilegra að vera en í Eyjum sérstaklega þegar veðrið er jafn gott og það var síðustu tvo daga mótsins.
Eftirfarandi er listi yfir þá sem komust í top 10 í sínum flokkum:
17-18 ára piltar:
1. sæti: Guðmundur Ágúst Kristinsson (Gummi átti frábæran lokahring og sigraði mótið með mikilli yfirvegun)
3. sæti: Magnús Björn Sigurðsson (Magga tóks að lyfta sér upp í þriðja sæti með frábærum lokahring og sýndi það og sannaði að ef maður gefst ekki upp þrátt fyrir erfiða byrjun á mótinu þá nær maður árangri)
T4. sæti: Gísli Þór Þórðarson (Enn og aftur sýndi Gísli hvað í honum býr með frábæru spili fyrstu tvo dagana. Honum fataðist aðeins flugið á síðasta hringnum en fékk mikla reynslu að spila lokadaginn í lokaholli með reynsluboltum eins og Gumma og Rúnari og veit núna hvað hann þarf að gera til að komast á næsta stig í sínu golfi. Annars glæsilegt mót hjá Gísla.)
17-18 ára stelpur:
3. sæti: Berglind Björnsdóttir (Berglind var frekar ósátt við sig í þessu mótu og hefði viljað gera betur. Við óskum henni góðs gengis í Landsmótinu sem fer fram í Kiðjabegi nú um helgina. Hún tekur þetta bara næst.)
4. sæti: Íris Katla Guðmundsdóttir (Íris er að stíga upp úr meiðslum sem sett hafa strik í síðustu mót hjá henni og því getur hún verið nokkuð sátt við árangur sinn í þessu móti. Að sjálfsögðu hefði hún viljað gera betur en jákvæða er að það var góður stígandi í spilinu hjá henni svo framtíðin lofar góðu)
15-16 ára drengir:
T5. sæti: Halldór Atlason (Halldór átti mjög steady mót sem skilaði honum í top 5. Vel gert Halldór...)
T8. sæti: Árni Freyr Hallgrímsson (Spurning hvort Skyrið hafi verið uppselt í Eyjum......?)
15-16 ára stelpur:
2. sæti: Guðrún Pétursdóttir (Rún var hársbreidd frá því að landa sigri í þessum flokk og var að vonum svekt. Spurning hvort Pétur bróði hefði leyft henni að taka þessa kylfu á 16. (7.) ....? Samt flottur árangur og gaman að sjá að Rún er greinilega mætt á svæðið með fullum krafti.)
3. sæti: Sunna Víðisdóttir (Ferðin byrjaði skemmtilega hjá Sunnu þegar hún ákvað að senda einn prinsinn á slysó með smellhittu drive´i. Eitthvað sat höggið í henni á fyrsta hring og var því á brattann að sækja. Sunnu flaug svo bint til Ungverjalands á mánudag með landsliðinu og óskum við henni góðs gengis í mótinu)
5. sæti: Halla Björk Ragnarsdóttir (Halla átti mjög stöðugt mót og þegar hún nær að koma pútternum í gang þá mun sorið fara að lækka til muna.)
14 ára og yngri drengir:
1.sæti: Kristinn Reyr Sigurðsson: (Kiddi vann sinn flokk með 7 höggum og var þetta því frekar öruggur sigur hjá kappanum. Hann gafst ekki upp þrátt fyrir frekar erfiðan 1. hring og með þolinmæðina að vopni náði hann að landa sínum fyrsta íslandsmeistara titli......:-)......)
7. sæti: Ernir Sigmundsson: (Ernir byrjaði mótið með látum en missti aðeins flugið í 2. degi. Hann kláraði þó mótið með fínum hring og er alltaf að færast nær og nær settum markmiðum)
10. sæti: Theodór Ingi Gíslason (Teddi er nýliði hjá okkur í GR og stóð sig með prýði í mótinu og hlökkum við til að fylgjast með honum í framtíðinni)
14 ára og yngri stelpur:
2. sæti: Ragnhildur Kristinsdóttir (Ragga var svoooooooo nálægt því að vinna sinn flokk að það var grátlegt......:-(. Með frábærum lokahring náði hún að vinna upp 9 högg á fyrsta sætið og hún veit best sjálf að hæun hefði getað unnið ef pútterinn hefði ekki svikið á tveim holum. Samt frábær lokahringur og ljóst að Ragga ætlar að sækja sigur í holukeppninni sem er eftir ca 2 vikur).
Við óskum öllum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að bæta um betur í Landsmótinu í holukeppni sem er að koma upp.
Kv
Árni Páll og Siggi Pétur
14.7.2010 | 19:20
Pastaveisla í Eyjum á föstudag
GR mun bjóða öllum GR ingum sem eru að keppa á Íslandsmeistarmótinu í höggleik í pastaveislu kl 19:00 í Höllinni í Eyjum. Hlökkum til að sjá alla enda verður nóg að tala um eftir fyrsti hringinn....!
Nánari upplýsingar um veisluna veita Árni Páll og Siggi Pétur í Eyjum en þeir verða mættir á svæðið ca kl 16:00 á fimmtudag.
Mbk Eyjapeyjarnir...........
14.7.2010 | 00:12
Eru allir að miða rétt ??
Miðaðu betur
Þegar skotið er úr byssu á ákveðið skotmark er betra að miða einnig þegar við köstum pílu á spjald er betra að miða og þetta á líka við um í golfi. Þeim sem dettur í hug að það sé hægt að leika gott golf án þess að miða þeir eru á villigötum. Mið er eitt mikilvægasta grunnatriðið í golfi og hefur að sjálfsögðu með það að gera hvert boltinn flýgur eða rúllar og einnig má segja að það sé mjög erfitt að halda góðri sveiflutækni ef að miðið er ekki í lagi og fara leikmen fljótlega að búa til slæmar aukahreyfingar til þess að stýra boltanum í rétta átt ef miðið er slakt. Undirmeðvitundin er nefnilega það sterk að hún veit alltaf hvar fáninn er.
Ef þú vilt virkilega bæta höggin þín þá verður grunnatriði eins og mið að vera í lagi, oft verður maður vitni af annars ágætum höggum sem verða léleg bara af því að leikmaðurinn miðaði rangt.
En hvernig er best að miða?
Hér er myndband með fyrirtaks útskýringu á því hvernig á að miða vel
http://www.youtube.com/watch?v=aK4YZz1DMpE
Taktu þetta alvarlega og æfðu fyrst á æfingasvæðinu og síðan á velinum og þú munt sjá framför á höggunum þínum og skori.
gangi ykkur vel
Brynjar Eldon Geirsson
PGA golfkennari hjá ProGolf
8.7.2010 | 11:44
Val í keppnissveitir GR unglinga 2010
Val í keppnissveitir GR unglinga 2010
Valið verður í keppnissveitir GR unglinga fyrir sveitakeppni GSÍ eftir eftirfarandi aðferð:
Drengjasveitir GR 2010
Sendar verða 4 sveitir. A&B sveit í flokki 15 ára og yngri og A&B sveit í flokki 16-18 ára.
2 leikmenn spila sig beint inn í sveitir af stigalista GSÍ sem skoðaður verður eftir íslandsmótið í holukeppni sem er 5 stigamót ársins. Sigurvegarar Meistaramóts GR í dregjaflokkum fá sæti í sveitum og að lokum munu unglingaleiðtogar GR velja leikmenn í sveitir eftir eigin sannfæringu. Sveitirnar verður tilkynntar þann 9.ágúst að hádegi á heimasíðu klúbbsins. Sveitir 15 ára og yngri munu leika í Þorlákshöfn (GÞ) dagana 20 -22 ágúst. Sveitir 16 - 18 ára munu leika í Leiru (GS) dagana 20 -22 ágúst.
Stúlknasveitir GR 2010
Sendar verða 3 sveitir. A sveit í 15 ára og yngri og A&B sveit í 16-18 ára.
2 leikmenn munu spila sig beint inn í sveitir af stigalista GSÍ sem skoðaður verður eftir íslandsmótið í holukeppni sem er 5 stigamót ársins. Sigurvegarar Meistaramóts GR í stúlknaflokkum fá sæti í sveitum. Að lokum munu unglingaleiðtogar GR velja leikmenn eftir eigin sannfæringu í sveitina. Sveitirnar verður tilkynntar þann 9.ágúst að hádegi á heimasíðu klúbbsins. Sveitir 15 ára og yngri munu leika í Þorlákshöfn (GÞ) dagana 20 -22 ágúst. Sveitir 16 - 18 ára munu leika í Leiru (GS) dagana 20 -22 ágúst.
Liðstjórar sveitanna verða tilkynntir sama dag og sveitirnar.
Leikmenn ættu að reyna að vera lausir við dagana frá vali sveitanna fram að keppni vegna undirbúnings beggja sveita.
Með bestu kveðju,
Árni Páll Hansson
Sigurður Pétur Oddsson
8.7.2010 | 00:23
Þú verður að vita þetta
Hvað slærð þú langt?
Ef þú veist ekki hvað þú slærð langt með kylfunum þínum þá ertu í vandræðum og ef að þú lagar það ekki í hið fyrsta þá mun ekki ganga mikið á vellinum í framtíðinni. Forsenda þess að geta leikið gott golf er að leikmaðurinn þekki hvað boltinn flýgur langt með hverri kylfu fyrir sig. Milli kylfa ættu að vera að minnsta kosti 10-15 metra munur í flugi.
En hvernig getum við komist að því hvað við sláum langt?
Hér er dæmi um leikmann sem veit hvað hann slær langt og hefur skrifað það hjá sér. (ath þetta eru yards)
Við verðum að ganga út frá leikmanni sem hefur nú þegar komið stöðuleika í sveifluna hjá sér , vegna þess að þeir sem eru alveg að byrja í golfi eiga erfiðara með að framkvæma stöðuga sveiflu og því erfiðara fyrir byrjanda að fá stöðugar lengdir.
Spurningar sem vakna á vellinum eru td. hvað er langt í hættur af teig, hvað er langt í holuna, hvað þarf ég langt högg yfir vatnið svo eitthvað sé nefnt.
Hér er besta aðferðin fyrir áhugamenn til þess að komast að eigin högglengd með öllum kylfum í pokanum. (tekur 2 klst)
1. Notaðu bolta sem þú leikur með við mælingar á högglengd
2. Finndu þér slétt grassvæði og logn við mælingar
3. Fáðu einhvern með þér í mælingarnar ,því best er að vera tveir/tvær saman
4. Einn slær annar fylgist með lendingu boltans og fer á þann stað og skýtur til baka á leikmanninnsem sló með lazer - mælir
http://www.youtube.com/watch?v=QvHfO-tELp8
http://www.youtube.com/watch?v=ke-YkAPtMlk
5. Leikmaðurinn slær 10 bolta með hverri kylfu og síðan er tekinn sá styðsti og sá lengsti teknir frá og meðaltalið reiknað af hinum 8 og þá fæst einhver meðaltalslengd á hverja kylfu.
6. Leikmaður sem slær verður að passa upp á að halda alltaf sama tempo í sveiflunni með öllum kylfum.
Allir afreksmenn í golfi vita að án þess að vera 100 % með lengdir á hreinu mun lítið ganga og má jafnvel segja að ef maður veit ekki sýnar lengdir er ekki hægt að skipuleggja sig almennilega fyrir leikinn hring og það að auki veit maður aldrei hvaða kylfu maður á að velja á vellinum.
Atvinnumenn nota launchmonitor" við æfingar og fá þannig út hárnákvæmar lengdir fram dag eftir dag á öllum kylfum í pokanum og geta því nýtt sér það vel á vellinum. Þessi tæki eru dýr en það marg borgar sig fyrir þá sem ætla sér í hæðstu hæðir að komast í slíkan búnað.
http://www.youtube.com/watch?v=Q31n_DOwLfc
http://www.youtube.com/watch?v=7_lKkiZaYVg
Margir gleyma sér einnig í einhverjum rembingi og eru í keppni við meðspilarann og taka alltaf sömu kylfu og hann og hvorugur vill taka lægra númer á kylfu og vera minni maður. En þetta snýst ekki um þessa hluti eða að reyna að slá sem lengst heldur einungis að vita hvað maður sjálfur slær langt með sýnum eigin kylfum. Kylfingar geta verið mishögglangir með sömu kylfu en það er ekki þar með sagt að sá sem slær lengra sé betri í golfi.
En fyrir þá sem nenna ekki að standa í mælingum er samt gagn af því að kaupa sér lazer mæli" og nota á vellinum við leik,þannig batnar lengdarstjórnunin mjög mikið þó að þessar aðferðir sem ég nefni hér að ofan séu betri.
Komdu þessu á hreint sem allra fyrst
Með kveðju
Brynjar Eldon Geirsson
PGA golfkennari hjá golfskóla Progolf
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782