Færsluflokkur: Afrekshópur
22.3.2011 | 22:25
Upplýsingafundur fyrir Spánarfara næstkomandi þriðjudag
Næstkomandi þriðjudag, 29. mars, verður haldinn upplýsingafundur fyrir þá krakka, foreldra og forráðamenn sem eru á leið til Spánar.....
Takið kvöldið endilega frá en staðsetning og tími verður auglýstur síðar.
Mbk, þjálfarar
22.3.2011 | 22:19
Tilkynning frá ÍBR:
Sæl verið þið
Íþróttabandalag Reykjavíkur hefur í samstarfi við íþróttakennara framhaldskólanna í Reykjavík unnið fræðslubækling um afreksíþróttir og framhaldsskóla: www.ibr.is/gogn/afreksithrottir_framhaldssk.pdf
Tilgangurinn er að upplýsa ungt íþróttafólk og foreldra þess um helstu þætti sem taka þarf tillit til svo að íþróttaiðkun og nám fari sem best saman. Þess má geta að bæklingurinn var yfirfarinn af Menntamálaráðuneytinu. Við hvetjum ykkur til að áframsenda skjalið og e.t.v. birta það á heimasíðum félaga.
Með von um góðar viðtökur!
Kveðja,
Kjartan Freyr Ásmundsson
Íþróttabandalag Reykjavíkur/Reykjavík Sports Union
(354) 535-3708 / (354) 820-6110
Engjavegi 6
104 Reykjavík
http://www.marathon.is17.3.2011 | 01:16
Auglýsing frá Afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla
ÍÞRÓTTIR FYRIR AFREKSFÓLK í BORGARHOLTSSKÓLA HAUST 2011
Borgarholtsskóli býður upp á afreksíþróttasvið í knattspyrnu, körfuknattleik, handbolta, golfi, skíðum, íshokkí og listdansi á skautum. Nemendur á afreksíþróttasviði geta stundað nám á hvaða bóknámsbraut skólans sem er (félagsfræði-, mála-, náttúrufræði- og viðskipta og hagfræðibraut).
Afreksíþróttasvið er fyrir nemendur sem vilja stunda sína íþrótt með álagi afreksmanna samhliða bóknámi. Fjórar námseiningar á önn.
Kröfur til nemenda :
- Að hafa stundað íþrótt sína í nokkur ár og vera virkur iðkandi í íþróttafélagi.
- Að hafa staðist grunnskólapróf
- Vera vímuefnalaus íþróttamaður/íþróttakona.
- Geta tileinkað sér hugarfar og lífsstíl afreksíþrótta.
- Standast eðlilega námsframvindu og ljúka u.þ.b. 15-19 einingum á önn.
- Gerð er krafa að nemendur hafi a.m.k. 95% skólasókn í öllum námsgreinum.
Efnisgjald fyrir afreksíþróttasvið verður innheimt sérstaklega til viðbótar við önnur skólagjöld.
Frábær kennsluaðstaða:
· Egilshöll íþróttahús Fjölnis
· Korpúlfsstaðir - Básar
Umsókn:
Nemendur sækja rafrænt um skólavist á bóknámsbraut .
Umsóknareyðublað fyrir AFREKSÍÞRÓTTASVIÐ er á www.bhs.is (undir bóknám til stúdentsprófs) eða á skrifstofu skólans.
Allar nánari upplýsingar veitir
Bjarni Jóhannsson
Verkefnisstjóri afreksíþrótta BHS
Sími 896 8566
15.3.2011 | 23:21
SPÁNAR BÍÓFJÁRÖFLUN AFLÝST...........!!!!
Þar sem ekki fékkst næg þátttaka í Bíófjáröfluninni fyrir Spánarferðina þá þurfum við að aflýsa henni. Við sendum samt sem áður vinum okkar hjá Myndform (Laugarásbíó) okkar bestu þakkir fyrir hjálpina.
Haldinn verður kynningafundur fyrir Spánarferðina þriðjudaginn 29. mars næstkomandi, nánar um það síðar.
Kv, þjálfararnir
14.3.2011 | 23:59
Sigurður Pétur kveður Barna og Unglingastarf GR
Hann Sigurður Pétur okkar er að kveðja Barna og Unglingastarf GR eftir frábært samstarf síðustu ár. Fyrir hönd okkar þjálfaranna þá vill ég þakka honum kærleg fyrir vel unnin störf og einstaklega skemmtilegan tíma. Hann á eftir að blómstra í nýju starfi og hans verður sárt saknað af okkur öllum.
Við starfi Sigga Péturs tekur snillingurinn Andri Þór Björnsson og bjóðum við hann velkominn til starfa og hlökkum til að eiga góðar og farsælar stundir með honum. Andri er sjálfur alinn upp í gegnum Barna og Unglingastarf GR og er einn allra efnilegasti kylfingur landsins. Andri er í landsliðshóp GSÍ, hefur sigrað mót á Eimskips mótaröðinni auk þess sem hann hefur tekið þátt í mótum erlendis. Reynsla hans og þekking á leiknum á eftir að koma sér einstaklega vel í hans nýja starfi.
Kv þjálfarar
Hér á eftir fylgja nokkrar línur frá Sigga Pétri til ykkar allra:
Kæru börn og unglingar!
Ég hef ákveðið að halda á aðrar slóðir og þar með hætta störfum sem þjálfari í barna og unglingastarfi Golfklúbbs Reykjavíkur.
Ég vil nota tækifærið og þakka ykkur fyrir frábært samstarf. Í starfinu er samansafn af miklum snillingum sem ég er viss um að allir eigi eftir að blómstra í komandi framtíð. Á þessum tíma sá ég marga vaxa og dafna sem kylfingar með miklum dugnaði og eljusemi sem einkennir ykkur öll.
Með flottum hóp tókst okkur að ná góðum árangri sem við getum verið stolt af.
Þið vitið að þeir bestu geta alltaf orðið enn betri. Aðstaðan sem þið búið við er án efa sú besta á landinu og þjálfararnir sem koma að starfinu fagmenn fram í fingurgóma. Verið dugleg að æfa og möguleikarnir verða endalausir. Ég veit þið haldið merki GR hátt á lofti um ókomna tíð.
Takk fyrir góðar stundir.
Sigurður Pétur Oddsson14.3.2011 | 10:49
Síðasti séns fyrir BÍÓFJÁRÖFLUN
Það er greinilegt að allir eru með fulla vasa af peningum fyrir Spánarferðina.........þar sem einungis 3 eru búnir að skrá sig fyrir miðum á BÍÓ....!
Því miður verðum við að fella þessa fjáröflun niður ef ekki fást allavegana 12-15 manns í viðbót til að taka þátt....
Það er enn tækifæri að skrá sig með því að senda mér tölvupóst á: arnipall@progolf.is .........þangað til kl 22:00 á morgun þriðjudag.
KOMA SVOOOOOOOOOOOOOOO..........!
Mbk
Árni Páll
10.3.2011 | 12:32
Bíó fjáröflun fyrir Spánarferð
Vinir okkar hjá MYNDFORM (Laugarásbíó) ætla að gefa okkur sýningu á myndinni "NO STRINGS ATTACHED" með Aston Kutcher í aðalhlutverki. Sýningin verður fimmtudaginn 24. mars klukkan 20:00 í Laugarásbíó. Miðinn kostar 1.100.- kr, bíóið fær 600 kr og þeir sem selja miðann fá 500 kr af hverjum seldum miða... . Þeir ætla að láta okkur fá 300 miða sem við megum selja.
Allir þeir sem hafa áhuga á miðum verða að senda mér póst fyrir þriðjudaginn 15. mars á; arnipall@progolf.is
Þegar ég er kominn með lista yfir þá sem ætla að taka þátt, get ég skipt miðunum jafnt á milli þess hóps. Hópurinn hefur svo tíma fram á mánudaginn 21. mars til að selja sína miða. Ef einhverjir miðar verða afgangs hjá einhverjum þá missa þeir miðana og aðrir geta fengið þá og selt. Afgangsmiðunum verður skipt jafnt milli þeirra sem eru búin að selja alla sína miða fyrir 21. Þetta gefur þeim sem eru dugleg að selja tækifæri á að selja meira og tryggir að allir miðarnir fari út.
Mbk
Árni Páll og Snorri Páll
Afrekshópur | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2011 | 11:52
Öskudagur: Frjáls mæting hjá ALMENNU starfi!
Sæl öll
Í dag er öskudagur og þeir sem eru búnir að kaupa búning
og ætla að fara að syngja gera það að sjálfsögðu en annars
verða æfingar fyrir þá sem hafa áhuga á uppsettum tímum
frá kl 16:00 í Básum! Við tökum vel á móti ykkur eins og alltaf :)
Njótið dagsins börnin góð og munið að það styttist í sumarið!
Kennarar
2.3.2011 | 14:06
Mæting í golfskálann í Grafarholti!!!
Básadrengirnir ná engum boltum inn handa okkur útaf snjóþunga og því er lokað í Básum í dag!. Allir nemendur sem eiga að vera hjá Sigurði og Snorra eiga því að mæta í golfskálann í Grafarholti þar sem við gerum gott úr aðstæðunum og horfum saman á kennslu-video! Ath: Munið að skilja kylfurnar eftir heima!
Kv Kennarar
1.3.2011 | 09:00
ÆFINGAR HJÁ ÁRNA PÁLI FALLA NIÐUR; MIÐ-FÖSTUDAGS
Ég verður erlendis miðviku-fimmtu og föstudag og falla því æfingar hjá mér niður þessa daga. Hvet samt alla að mæta og æfa sig enda stutt í Spánarferð.............
Kv
Árni Páll
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782