Færsluflokkur: Afrekshópur

Hellu ferðinni frestað en æfingadagur í Grafarholti í staðinn.....:-)

Þar sem verið er að laga æfingasvæðið á Hellu þá þurfum við því miður að færa fyrihugaða æfingaferð til Reykjavíkur og gera okkur glaðan dag í Grafarholti laugardaginn 14. maí..........Wink

Hann Birkir vallarstjóri er að gera allt sem hann getur til að opna æfingasvæðið fyrir okkur og þá verður sett upp heljarinnar æfingabúðir á æfingasvæðinu. Höddi í skálanum ætlar að vera með eitthvað gott fyrir okkur í hádeginu og dagskráin verður auglýst síðar í vikunni.

Það verður samt farinn æfingahringur á Hellu fimmtudaginn 19. maí og eigum við rástíma frá kl 14:00. Það verður því lagt í hann kl 12:00 frá Básum. Meira um æfingahringinn síðar............Cool

Mbk þjálfarar


Sumartöflurnar komnar inná grgolf.is

Þá eru sumartöflurnar komnar inná www.grgolf.is undir unglingastarf "æfingatöflur"......Smile

Kv, þjálfarar


ALLT Á FULLA FERÐ...........!

Jæja, þá fer að styttast í fyrsta mót sem fer fram á Hellu helgina 21.-22. maí.........Wink

Stefnt er að æfingaferð á Hellu helgina 14.-15. maí þar sem við sláum saman æfingaferð og upphitun fyrir mótið. Ferðin er ætluð þeim sem eru að fara að keppa á mótaröðunum í sumar, Arion unglingamótaröðinni sem og Áskorandamótaröð GSÍ.

Nánari upplýsingar um kostnað og tímasetningar verða settar inná netið eftir helgi og þau sem ætla að koma með þurfa að vera búin að melda sig á miðvikudaginn í næstu viku.

Hugmyndin er að fara snemma á laugardeginum austur og taka góðar æfingastöðvar á vipp, pútt, pitch og drivingrange svæði vallarins til kl ca 15:30 þá verða leiknar 18 holur. Á sunnudeginum verður vaknað snemma og tekin létt æfing og í framhaldinu verða leiknar 18 holur. Lagt verður af stað aftur til Reykjavíkur ca milli 17:00 og 18:00....

Það verður rúta sem fer með mannskapinn frá Básum á laugardagsmorgninum og skilar öllum aftur í Bása á sunnudagskvöld. Það er ekki búið að staðfesta gistinguna, nánar um það eftir helgi og matur verður í skálanum á Hellu í hádeginu á laugardag og sunnudag sem og kvöldmatur á laugardag. 

Sem sagt, gróft plan er eftirfarandi:

Laugardagur:

09:00 Lagt af stað frá Básum

10:30 Mætt á Hellu

11:00 Æfing

12:30 Matur

13:30 Æfing

15:30 Spilað 18

19-21 Kvöld matur, eða þar til allir eru búnir að borða

Sunnudagur

08:00 Morgunmatur

09:30 Æfing

11:00 Spilað 18

15-16 Matur

17-18 Lagt af stað heim þegar allir eru búnir að borða

19-20 Komið aftur á Bása með bros á vör........Smile

Við biðjum því alla að fylgjast vel með blogginu og Facebook með frekari upplýsingar um kostnað, tímasetningar og skráningu fyrir ferðina.

Mbk

Þjálfarar

P.s. Árni Páll er kominn heim og æfingar hjá honum hefjast í Básum í dag eftir stundatöflu (opinn tími milli 16:00-18:00)

 

 

 


Æfingar hefjast aftur....:-)

Þá eru æfingar að byrja aftur eftir gott Páskafrí.........LoL

Æfingar í almennu starfi hefjast eftir töflu á morgun miðvikudag.

Æfingar í afreksstarfi munu einnig fara fram á morgun samkvæmt stundatöflu en svo þarf Árni Páll að fara aftur til Spánar í smá verkefni og kemur til baka föstudaginn 6. maí........Blush.

Því falla æfingar hjá afrekshópum niður milli 28. apríl og 5. maí.....

Mbk

Þjálfarar


Páskafrí.............:-)

Þá er páskafríið að byrja...........

Fríið er frá fimmtudeginum 21. fram á miðvikudaginn 27. april. Njótið páskanna elskurnar og passið að borða ekki yfir ykkur af páskaeggjum......:-)

Hlökkum til að sjá ykkur eftir páska, 

kv, þjálfararnir 


Erum komnir til landsins..........:-)

Þá erum við loksins komnir heim frá Spáni...........!
Æfingar eru því eftir stundatöflu hjá öllum hópum í dag, þriðjudag og miðvikudag.
Páskafríið hefst svo á fimmtudag og stendur fram á miðvikudag í næstu viku.

Mbk Árni Páll og Snorri Páll


Æfingar í dag 11. apríl

Strákar E og F hópur það er æfing á mrg klukkan 8 en annars er frí í dag og miðvikud. hinsvegar er mikilvægt að æfa vel þar sem styttist í fyrsta mót, aukaæfingar skila árangri.

Stúlkur í almennastarfinu mæting á korpu klukkan 16 í dag ath ekki í bása.

Annars eru allar aðrar æfingar óbreyttar og hlakka ég til að sjá sem flesta í dag;D

Kv. Andri Þór - gsm 6167542


Æfingar hjá almennu starfi falla niður!

Sæl öll

Við kennararnir erum staddir á Spáni við kennslu þessa vikuna 2.apríl-9.apríl og
því falla æfingar niður hjá almennu starfi en við hvetjum þó alla til
að mæta í Bása að slá eða að reyna að komast á gras og finna tilbreytingu frá mottugolfinu sem við höfum stundað í vetur.
Sjáumst hress og kát í næstu viku og afsakið stuttan fyrirvara!!

Kv Spænska kennaratríóið


Reglu- og Spánarfundur á þriðjudaginn

Þriðjudaginn 29. Verður haldinn reglufundur í golfskálanum í Grafarholti fyrir alla krakka sem eru í afrekshópum. Það er skildumæting hjá öllum..............! Fundurinn hefst kl 19:00 og strax í framhaldinu kl ca 20:00 byrjar svo upplýsingafundurinn fyrir Spánarferðina. Fundurinn er ætlaður öllum þeim sem eru að fara út hvort sem um afreks eða almenna er að ræða. Foreldrar eða forráðamenn eru hvattir til að mæta.

Nb, afreksæfingar falla niður þennan dag vegna fundann

Hlökkum til að sjá öll, kv þjálfarar


ALMENNT STARF! ÆFINGAR FALLA NIÐUR Í DAG!

Sæl börnin góð

Eins og við komum inn á í gær þá er boltastaðan í Básum ekki góð.
Staðan er þannig í dag að það eru ekki nægilega margir boltar til
staðar handa okkur og því neyðumst við til að fella niður æfinguna.
Þetta er leiðilegt fyrir okkur öll en við gefum þá bara 200% í næstu æfingu!
Við komumst ekki að á Korpunni í dag og golfskálinn í Holtinu er upptekinn.

Kv Andri&Snorri


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband