Færsluflokkur: Afrekshópur

Jólafrí

Jólin nálgast óðfluga og þar með jólafríið okkar. Við höldum okkar striki næstu tvær og hálfa viku og förum í frí eftir 16. desember, sem er föstudagur. Við byrjum svo aftur mánudaginn 2. janúar samkvæmt æfingatöflu. 

Föstudagurinn 16. desember er síðasti æfingadagur fyrir jól.

Mánudagurinn 2. janúar er fyrsti æfingadagur eftir jól.

 

Mbkv. Þjálfarar 


Upplýsingafundur vegna æfingaferðar afrekshópa

Upplýsingafundur vegna æfingaferðar afrekshópa Upplýsingafundur vegna æfingaferðar afrekshópa verður haldinn föstudaginn 9. desember kl.20 á Korpu. Kynnt verður ferðatilhögun fyrir æfingaferð til Spánar í vor.

- Tímasetning ferðar

- Áfangastaður og verð

- Fyrirkomulag æfinga

- Agareglur

- Fjáraflanir

- Skráningarfrestir

- Annað

Unglinganefnd

 


Áríðandi! Breyting á æfingum á morgun 30.11.2011.

Þar sem mikið frost er í kortunum á morgun 30.11.2011 höfum við ákveðið að fella niður æfingar á Básum það kvöld. Þess í stað þá verðum við á Korpu og ætlum að horfa á DVD mynd saman kl. 18.00 til 20.00. Þetta verður golftengd mynd. 

Semsagt allir sem vilja og geta að mæta á Korpu á morgun kl. 18.00 og reikna með að vera til 20.00. Allar aðrar æfingar falla niður. 

kv Þjálfarar. 


Örn veikur í dag!

Ég þarf því miður að tilkynna um veikindi í kvöld. Ég vaknaði í morgun með hita og treysti mér ekki til að vera á æfingunni með ykkur. Ég hvet ykkur til að mæta samt æfa ykkur þó að ég sé ekki á svæðinu Ég er búinn að koma málum þannig fyrir að þið getið fengið bolta og æft ykkur sjálf ef þið viljið. Þið þurfið bara að tala við þann sem er á vaktinni og fá boltakortið.

Kv Örn 


Hlý föt!

Sökum þess hvað veður er gott þessa dagana erum við að spá í að hafa hluta ef æfingum úti við. Við viljum því biðja ykkur að koma vel klædd á æfingar. Það er reyndar góð regla að vera vel klædd á æfingum í básum því það getur verið kalt að standa á mottu og sláSmile.

kv Þjálfarar 


Lítilsháttar breyting á æfingatöflu

Ég gerði smávægilega breytingu á æfingatöflunni í morgun. Eina breytingin er sú að drengir 1998-1999 verða áfram kl. 17.00 eins og þeir voru í sumar og afrekshópur G færist til 18.00. Ég vona að þetta valdi ekki vandræðum fyrir fólk og biðst fyrirfram forláts á þessu og vonast til að ekki verði um frekari breytingar á töflunni. 

kv Örn 


Einkatímar hjá Árna Páli í vetur

Hæ krakkar,

Eftirfarandi eru einkatímarnir hjá mér í vetur. Eins og þið vitið þá ætlar Addi Snær að sjá um æfingarnar á meðan ég er úti. Ef þið komist ekki í einkatímann ykkar sökum veikinda osf þá skuluð þið alltaf hringja eða senda Adda Snæ sms svo hann geti gert ráðstafanir með tímann ykkar. 

Síminn hans er: 659 3200

 

Þriðjudagar:
16:00-16:30 Gerður
16:30-17:00 Saga
17:00-17:30 Eva
17:30-18:00 Karen

18:00-18:30 Patti
18:30-19:00 Sindri
19:00-19:30 Eggert
19:30-20:00 Andri Búi

20:00-20:30 Eydís
20:30-21:00 Ásdís

Miðvikudagar:
16:00-16:30 Ernir
16:30-17:00 Halldór
17:00-17:30 Gunnar
17:30-18:00 Stebbi

18:00-18:30 Ási
18:30-19:00 Árni
19:00-19:30 Bogi
19:30-20:00 Kiddi

 Kv, Árni Páll


Afrekshópar Árna Páls, hittingur í Básum á mánudag

Hæ krakkar mínir,

Ég er að fara til USA í endurmenntunar/námsferð frá 3.nóv-8.des næstkomandi. Því mun annar kennari koma í minn stað þessa vikur sem ég er í burtu. Ég vildi samt ná að hitta á ykkur öll áður en að ég fer út og spjalla aðeins um veturinn og hvað hver og einn er að fara að vinna í osf...

Því hef ég ákveðið að hitta hópana á eftirfarandi tímum á mánudaginn 31.október:

16:00-17:00, STÚLKUR B

Gerður, Eva, Saga og Karen

17:00-18:00, DRENGIR D

Eggert, Sindri, Patti og Andri

18:00-19:00, DRENGIR B

Ernir, Gunni, Halldór og Stefán

19:00-20:00, STÚLKUR A

Andrea, Ásdís og Eydís

20:00-21:00, DRENGIR A

Árni, Kiddi, Bogi og Ási

Hlakka mikið til að sjá ykkur...:-)

Mbk

Árni Páll


Skipan í afrekshópa fyrir vetur og sumar 2011-12

Eftirfarandi er hópaskipan í Afrekshópa fyrir tímabilið 2011-2012 sem hefst þriðjudaginn 1. nóvember.

Árni Páll Hansson mun þjálfa eftirfarandi hópa: Drengir A-B og D og Stúlkur A- B auk Meistarflokks kvenna.

Andri Þór Björnsson mun þjálfa eftirfarnadi hópa: Drengir C-E og F

Örn Sölvi Halldórsson mun þjálfa eftirfarandi hóp: Drengir G

Nákvæmir tímar fyrir einkatíma verða gefnir út seinna í samráði við hvern hóp.

ÞAÐ ER MJÖG MIKILVÆGT AÐ ÞAU YKKAR SEM ERUÐ SKRÁÐ Í AFREKSHÓP ÆTLIÐ AÐ STUNDA MJÖG REGLUBUNDNAR ÆFINGAR Í VETUR OG VOR OG ÆTLIÐ AÐ KEPPA Í STIGAMÓTUM GSÍ NÆSTA SUMAR HVORT SEM UM ÁSKORENDAMÓT EÐA ARION MÓT ER AÐ RÆÐA. EF EINHVER SÉR EKKI FRAM Á, VEGNA TÍMASKORTS EÐA ÞÁTTÖKU Í ÖÐRUM ÍÞRÓTTUM, AÐ GETA STUNDAÐ ÆFINGAR OG KEPPNI AF KRAFTI ÞÁ VINSAMLEGAST LÁTIÐ OKKUR ÞJÁLFARANA VITA OG VIÐKOMANDI VERÐUR FÆRÐUR Í ALMENNAN HÓP. 

DRENGIR:

A:

ÁRNI FREYR HALLGRÍMSSON

ÁSTGEIR ÓLAFSSON                 

KRISTINN REYR SIGURÐSSON

BOGI ÍSAK BOGASON

B:

ERNIR SIGMUNDSSON

GUNNAR SMÁRI ÞORSTEINSSON

HALLDÓR ATLASON

STEFÁN ÞÓR BOGASON

C:

DANÍEL ATLASON

JÓHANN GUNNAR KRISTINSSON

HJALTI  STEINAR SIGURBJÖRNSSON

THEODÓR  INGI GÍSLASON

D:

SINDRI ÞÓR JÓNSSON

EGGERT  KRISTJÁN KRISTMUNDSSON

PATREKUR RAGNARSSON

ANDRI BÚI SÆBJÖRNSSON

E:

SIGURÐUR BJARKI BLUMENSTEIN

GUNNAR OLGEIR HARÐARSON

ELVAR MÁR KRISTINSSON

INGVAR ANDRI MAGNÚSSON

VIKTOR INGI EIINARSSON

F:

ODDUR ÞÓRÐARSON

ODDUR BJARKI HAFSTEIN

FRIDRIK JENS GUÐMUNDSSON

JÓN VALUR JÓNSSON

JÓHANNES GUÐMUNDSSON

KRISTÓFER DAÐI ÁGÚSTSSON

G:

ALEXANDER PÉTUR KRISTJÁNSSON

ARNAR INGI NJARÐARSON

ARNÓR HARÐARSON

STÚLKUR:

A:

ANDREA ANNA ARNARDÓTTIR

ÁSDÍS EINARSDÓTTIR

EYDÍS ÝR JÓNSDÓTTIR

B:

EVA KAREN BJÖRNSDÓTTIR

GERÐUR HRÖNN RAGNARSDÓTTIR

KAREN ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR

SAGA TRAUSTADÓTTIR

Æfingatöflurnar verða settar hér inná síðuna undir liðnum "Æfingatöflur" vinstra megin á síðunni og einnig á heimasíðu GR, www.grgolf.is undir "Unglingastarf-æfingatöflur".

Mbk, þjálfarar


Takk kærlega fyrir sumarið!

Við þökkum ykkur kærlega fyrir sumarið krakkar. Það var mjög ánægjulegt að vinna með ykkur í sumar og við sjáumst hress í nóvember endurnærð og tilbúin í undirbúning fyrir næsta sumar. Grin

Mbk Þjálfarar 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband