Færsluflokkur: Afrekshópur
2.9.2013 | 14:53
PRO GOLF Mót, Tilkynning:
PRO GOLF Mót, Tilkynning:
Sæl veriði
Við Jón erum staddir á Korpu og verðum hér til kl 16:00, veðrið er ekki gott
og mæting eftir því. Við höfum því ákveðið að hafa mótið út þessa viku, þið getið parað ykkur saman á æfingum eða í gegnum síma eða við aðstoðum ykkur við að raða í holl, þið fáið svo skorkort í golfbúðinni sem þið merkið með nafni og kennitölu og skilið í golfbúð undirskrifuðu, (ritari/leikmaður). Við teljum að þetta sé besta niðurstaðan til þess að allir geti klárað þetta mót :).
Kv Snorri Páll & Jón Þorsteinn
30.8.2013 | 17:06
PRO GOLF mót 3, úrslit:
Úrslit úr PRO GOLF móti 3:
Ég vil byrja á að minna á næsta mót sem er á mánudaginn kemur, skráning fer
fram í afgreiðslu Bása.
Hér eru loks úrslit úr móti 3:
Stelpur 10 ára og yngri:
1. Katrín Lind Kristjánsdóttir
2. Nína Margrét Valtýsdóttir
3. Brynja Valdís Ragnarsdóttir
4. Auður Sigmundsdóttir
Strákar 10 ára og Yngri:
1. Böðvar Bragi Pálsson
2. Einar Andri Víðisson
3. Árni Bjartur Jónsson
4. Fannar Grétarsson
5. Logi Traustason
6. Bjarni Þór Lúðvíksson
Drengir 11-12 ára:
1. Hallgeir Kári
2. Andri Gylfason
Stúlkur 11-12 ára:
1. Ásdís Valtýsdóttir
2. Selma Helgadóttir
3. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
4. Hanna Björk Frímannsdóttir
Drengir 13-14 ára:
1. Páll Birkir Reynisson
2. Arnar Sigtryggsson
Afsakið biðina :)
Kv Snorri Páll
27.8.2013 | 22:08
PRO GOLF mótaröðin:
PRO GOLF mótaröð:
Sæl veriði
Ég vil byrja á að afsaka það að úrslit úr PRO GOLF móti 3. eru ekki komin hér inn á síðuna. Skorkortin eru stödd á skrifstofu GR og mér hefur verið lofað að skorið verði slegið inn á golf.is í vikunni, um leið og ég fæ þau í hendurnar hendi ég úrslitunum inn hérna og á bloggsíðuna flokk fyrir flokk.
Annars ætlum við að breyta út af vananum með framkvæmd á síðasta mótinu þar sem skólar eru byrjaðir og mörg ykkar tímabundin. Mótið fer fram núna á mánudaginn kemur, 2. september á litla vellinum á Korpu, það er frjáls mætingartími milli kl 13:00 - 16:00 og við Jón Þorsteinn verðum á svæðinu til að para saman í holl og fylgja ykkur eftir á vellinum. 3 bestu skorin úr mótunum fjórum telja svo hjá hverjum og einum þannig að við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og taka þátt til að bæta heildarskorið sitt.
Skráning fer fram í Básum og mikilvægt er að setja fullt nafn og kenntölu á skráningarblaðið. Við hlökkum til að sjá sem flesta og foreldrar eru að sjálfsögðu
velkomnir eins og alltaf.
Lokahóf og verðlaunaafhending fer svo fram í lok september og verður auglýst nánar síðar.
Áfram GR!
Kv Snorri Páll
26.8.2013 | 14:11
Stundatafla fyrir September
26.8.2013 | 11:15
tímar í september
í dag mánudag er ekki kennsla en byrjum á morgun eftir nýrri stundatöflu á morgun sem fer í loftið seinna í dag
kv Jón
Afrekshópur | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2013 | 19:50
Æfingatímar í september hjá Snorra Páli.
Sæl veriði
Hér eru æfingatímar hjá mínum hópum í september (tekur gildi á morgun 26. ágúst.)
15:00 Stúlkur 2001-2004 (mán,þrið)
16:00 Stúlkur 1998-2000
17:00 Drengir 1995-1996
18:00 Stúlkur 1995-1997
Stelpur/strákar 2005-2006 koma svo inn á miðvikudögum kl 15:00
Kv Snorri Páll S:846-7430
22.7.2013 | 18:49
PRO GOLF mót 2, Úrslit:
PRO GOLF Mót 2, úrslit:
Stúlkur 10 ára og yngri:
1. Nína Margrét Valtýsdóttir
2-3. Katrín Lind Kristjánsdóttir
2-3. Andrea Birna Guðmundsdóttir
4. Auður Sigmundsdóttir
Stúlkur 11-12 ára:
1. Ásdís Valtýsdóttir
2. Þórunn Guðmundsdóttir
3. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir
4. Selma Helgadóttir
5. Hanna Björk Frímannsdóttir
Drengir 10 ára og yngri:
1. Böðvar Bragi Pálsson
2. Kjartan S. Kjartansson
3. Fannar Grétarsson
4. Árni Bjartur Jónsson
5. Björn Alex Magnússon
6. Bjarni Lúðvíksson
7. Teitur
8. Davíð Þrastarson
Drengir 11-12 ára:
1. Bjarni Freyr Valgeirsson
2. Egill Orri Valgeirsson
3. Unnar Elí Egilsson
4. Tómas Sigurðsson
5. Hilmir Örn Ólafsson
6. Örn Steinar Sigurbjörnsson
7. Hallgeir Kári Kjartansson
8. Þráinn Steinn Þórarinsson
9. Helgi Snær Ásgrímsson
Drengir 13-14 ára:
1. Brynjar Guðmundsson
2. Svanur Blanc
3. Páll Birkir Reynisson
4. Arnar Þór Sigtryggsson
Ég vil þakka öllum keppendum og foreldrum fyrir þáttökuna!
Það eru allir að bæta sig og við þjálfararnir hvetjum ykkur til að spila
eins mikið golf og þið getið fram að hausti!
Kv Snorri Páll
15.7.2013 | 19:12
Íslandsmót
Kæru félagar
Í næstu viku stendur Golfklúbbur Reykjavíkur fyrir stærsta golfviðburði ársins hér á landi. Íslandsmótið í höggleik hefst fimmtudaginn 25. júlí og stendur í fjóra daga.
Mótið fer fram á Korpúlfsstaðavelli og verður leikið á Sjónum og Ánni. Golfklúbbur Reykjavíkur ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til að mótið verði í alla staði hið glæsilegasta. Meðal annars verða settar upp stúkur við 18. flöt, risaskjár verður einnig við 18. flöt, veitingatjöld og snyrtingar á vellinum.
Þegar mikið stendur til þurfa félagsmenn að hjálpast að við að leysa verkefnið. Eins og ég hef ítrekað á fundum okkar síðast liðið ár er gert ráð fyrir að þeir unglingar í starfinu sem ekki spila í mótinu starfi við mótið. Það er ákaflega mikilvægt fyrir okkur í unglingastarfinu að sýna að við erum til staðar fyrir klúbbinn okkar þegar hann þarf á okkur að halda. Við erum að fá gríðarlega mikið frá klúbbnum árið um kring og nú er tækifæri til að gefa til baka.
Þau verkefni sem við höfum tekið að okkur eru að taka niður skor á þriggja holu fresti, færa inn í ipad og koma á internetið. Útvegaðir verða bílar sem staðsettir verða á völdum stöðum á vellinum svo engum verði kalt. Einnig þarf forkaddía á nokkrum stöðum.
Skipt verður niður á vaktir og skipst á með verkefni.
Það verður ánægjulegt fyrir okkur öll að taka þátt í glæsilegasta golfmóti sem haldið hefur verið á Íslandi, hvort sem við erum leikmenn eða starfsmenn við mótið.
Allir sem starfa við mótið munu að sjálfsögðu fá gott að borða.
Til að skrá ykkur hafið samband við mig með tölvupósti eða á facebook og gefið upp nafn, aldur og símanúmer.
Einnig er nauðsynlegt að vita ef það er einhver dagur eða hluti úr degi sem þið getið ekki mætt. Ef þið getið ekki tekið þátt í verkefninu væri gott að fá ástæðu þess.
Það skiptir miklu máli bæði fyrir hópinn í heild og einnig hvert og eitt ykkar að við stöndum okkur vel við að leysa þetta verkefni.
Áfram GR
Ragnar Baldursson
Unglinga- og afreksnefnd GR
15.7.2013 | 11:00
PRO GOLF mót nm 2
PRO GOLF mót nm. 2
Næstkomandi fimmtudag fer fram mót númer 2 á PRO GOLF mótaröðinni.
Fyrirkomulagið er með sama sniði og síðast, 9 holu höggleikur á litla vellinum á Korpu.
Mæting milli kl 12:00 og 13:00 á efri hæðina á Korpu þar sem mótsstjóri raðar í holl.
Skráning fer fram í afgreiðslu Bása og munið að skrá fullt nafn og kennitölu :}
Þáttakan var góð síðast og núna gerum við vonandi enn betur!
Kv Snorri Páll
8.7.2013 | 18:23
Meistaramótsvika
í þessari viku eru ekki hefðbundnar æfingar sökum meistaramóts, en vil hvetja alla sem ekki eru að keppa að koma og æfa sig hvort sem er á grafarkotsvelli og básum
sjáumst aftur á mánudaginn næsta 15 júli
kv Þjálfarar
Afrekshópur | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782