Frestum stuttaspilsmeistaranum til mánudags vegna veðurs

Sökum leiðinda veðurs, höfum við ákveðið að fresta stuttaspilsmeistaranum fram á mánudag.
Kv
Árni páll

Hver verður "stuttaspils kóngurinn/drottningin" á morgun...?

Á morgun, fimmtudag, fer fram "stuttaspils mót" á æfingasvæðinu við Bása.

Hugmyndin er að setja upp stöðvar; pútt, vipp, pitch, glompa og einn hringur á Grafarkotsvellinum. Leikmaður safnar stigum á hverri stöð og fær svo stig fyrir par, fugla og holu í höggi á litla vellinum. Sá/sú sem stendur uppi með flest stig verður krýnd/ur "Stuttaspils kóngur/drottning" GR árið 2011.....Smile

Mótið/prófið fer fram á milli 15:00-19:00 og verða stigablöð með útskýringum í afgreiðslu Bása. Ég verð svo á staðnum til að útskýra ef einhver er ekki að skilja reglurnar.

Verðlaun verða veitt fyrir 1. sæti í eftirfarandi flokkum: 14 ára og yngri stelpur og strákar og 15 ára og eldri stelpur og strákar

Verðlaun verða afhent á lokahófi unglingastarfsins sem fer fram miðvikudaginn 14. september og verður auglýst betur síðar.

Hlakka til að sjá ykkur,

Mbk, Árni Páll


Progolfmót númer 4

Nú líður að hausti og við ætlum að vera með eitt Progolfmót í viðbót við þau þrjú sem við höfum haft í sumar. Mæting á efri hæð Korpu mánudaginn 12 september kl. 17.00. Við reiknum með að byrja mótið af öllum teigum kl. 17.30. Ég mun birta núverandi stigalista á næstu dögum til að þið getið skoðað í hvaða stöðu þið eruð fyrir síðasta mótið. Við höldum svo uppskeruhátíð í næstu viku þar sem Progolf meistarar verða krýndir. Það gilda 3 mót af 4 til verðlaunaSmile

Þetta mót er eingöngu ætlað þeim sem taka þátt í almennu starfi klúbbsins. Afrekshópar mæta ekki í þetta mót.

Allar almennar æfingar falla niður þennann dag en ætlast er til að þið mætið í mótið. Við viljum hvetja ykkur öll til að mæta hvort sem þið hafið mikla reynslu eða litla á þátttöku í golfmótum. Það eitt að taka þátt er mjög góð og mikilvæg reynsla fyrir ykkur. 

Mbk, Þjálfarar. 

Vikan hjá Árna Páli

Sælt veri fólkið, Eftirfarandi er dagskrá vikunnar hjá hópunum hans Árna Páls: Mánudagur : OPINN TÍMI FYRIR ALLA HÓPA FRÁ 14:00-19:00 Þriðjudagur : OPINN TÍMI FYRIR ALLA HÓPA FRÁ 14:00-19:00 Miðvikudagur : OPINN TÍMA FYRIR ALLA HÓPA FRÁ 14:00-19:00...

Æfingatímar í vetur hjá Erni Sölva og Andra Þór munu ekki breytast

Það er búið að ákveða að halda sömu tímum og nú er æft eftir í vetur hjá öllum hópum sem Örn Sölvi og Andri Þór eru með. Official töflurnar verða settar inná netið um miðjan september en fyrir þau ykkar sem eruð að skipuleggja veturinn þá vildum við...

Áskorendamótaröðin, lokastaða á stigalistanum......

Þá er keppnistímabilinu lokið á Áskorendamótaröðinni sem er undirbúningsmótaröð fyrir þá krakka sem ætla sér stóra hluti á Arion mótaröðinni . Við mælum með að allir krakkar sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppnisgolfi reyni fyrir sér á þessari...

Lokamót Arion og stigalisti ársins

Þá er keppnistímabilinu lokið en í gær fór fram lokahringurinn á Arion mótinu sem fram fór í Borgarnesi. Staðan var nokkuð góð fyrir okkar fólk eftir fyrri keppnisdag en sunnudagurinn lyktaði af silfri....! Við enduðum með 1 x GULL, 4 x SILFUR og 1 x...

Hóparnir hans Árna Páls vikuna 29.ágúst - 02.sept

Það verður sami háttur á æfingum hjá hópunum mínum í vikunni og var í þeirri síðustu. Ég verð í Básum frá kl 14:00-19:00 alla daga vikunnar nema föstudag. Hlakka til að sjá ykkur, Kv Árni Páll

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband