Færsluflokkur: Afrekshópur
18.1.2012 | 12:49
Æfingar hjá Jóni Þorsteini falla niður í dag, miðvikudag..!
Vegna ófærðar á Hellisheiði þá kemst Jón ekki í bæinn þar sem hann býr á Selfoss.....! Því falla æfingar hjá honum niður í dag, miðvikudag....
Ef þið sem áttuð að vera á æfingu hjá honum viljið koma í Bása og slá bolta þá er hægt að fá kort í afgreiðslunni.
Mbk, þjálfarar
18.1.2012 | 09:22
Uppfærð netföng og símanúmer hjá þjálfurum.
Vek athygli á breyttu netfangi hjá Jóni. Nýtt netfang er jonhjartar@mail.is. Nú eiga allar kontakt upplýsingar að vera réttar hjá okkur.
Mbk. Þjálfarar
Afrekshópur | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2012 | 22:33
Allar æfingar færast í Bása út þessa viku...!
Þar sem ekki er búið að klára nýja herbergið okkar í Korpunni og púttmótaröð karla og kvenna er að hefjast í þessari viku munu allir tímar færast í Bása frá og með miðvikudeginum 18..
Vonandi verður herbergið orðið klárt í næstu viku og þá höldum við áfram samkvæmt stundatöflu.
Mbk
Þjálfarar
17.1.2012 | 14:57
Jón Þorsteinn með nýtt símanúmer
Hann Jón Þorsteinn Hjartarson er kominn með nýtt GSM númer sem er eftirfarandi:
618 1700
MBK, Þjálfarar
17.1.2012 | 14:50
Mótaskrá GR og GSÍ sumarið 2012
Eftrifarandi er mótaskrá GSÍ og GR fyrir sumarið 2012, dagsetningar fyrir PROGOLF mótin verða tilkynnt síðar.
Hægt er að nálgast skjalið inn á grgolf.is undir: Unglingastarf / æfingatöflur
10.1.2012 | 12:32
Æfingar hjá Árna og Jóni færast yfir í Korpu í dag vegna veðurs
Vegna veðurs mun allir hópar Árna Páls og Jóns Þorsteins færast upp í Korpu í dag (10. jan) vegna veðurs.
Hlökkum til að sjá ykku í hlýjunni.......:-)
Kv, Árni Páll og Jón Þorsteinn
8.1.2012 | 15:37
Breyting á afrekshópi G
Eins og við ræddum lítillega á æfingum í síðustu viku hafði ég áhuga á því að gera smá breytingu á æfingafyrirkomulagi í ákveðin tíma. Þar sem við erum í sveiflupælingum fannst mér betra að þið fenguð einkatíma með mér þar sem allur tíminn fer í hvern ykkar. Við erum tvö kvöld á básum sem þýðir að við þurfum að skipta þessum tveimur kvöldum á ykkar fjóra. Hálf klukkustund hver tími. Ég mun reyna að fá Árna Pál, Jón eða Binna til að skoða ykkur líka eftir því sem hægt verður.
Mér datt í huga að gera þetta á eftirfarandi hátt:
Mánudaga kl. 18.00 Alexander
Mánudaga kl. 18.30 Arnór
Miðvikudaga kl. 18.00 Siggi
Miðvikudaga kl. 18.30 Arnar
Þriðjudagstímarnir á Korpu eru að sjálfsögðu óbreyttir.
Að sjálfsögðu getið þið allir mætt kl. 18.00 eins og venjulega en ég mun eingöngu einbeita mér að ykkur eins og tímataflan segir til um. Ég geri kröfu á ykkur að þið æfið utan æfinga líka amk 2 sinnum í viku. Öðruvísi verður ekki til árangur.
kv Örn
1.1.2012 | 20:12
Nýtt ár með nýjum þjálfara.....
Kæru GR´ingar, gleðilegt nýtt ár og takk fyrir árið sem var að líða...
Nú er hann Andri Þór okkar að fara til USA í háskóla og mun leika golf með golfliði skólans. Um leið og við óskum honum góðs gengis þá viljum við nota tækifærið og þakka honum innilega fyrir samstarfið sem var einstaklega ánægulegt.
Andra verður sárt saknað en maður kemur í manns stað og við vorum svo heppin eftir að hafa auglýst lausa stöðu þjálfar hjá Unglingastarfinu að PGA golfkennarinn Jón Þorsteinn Hjartarson svaraði kalli.... Við erum mjög ánægð með komu hans í starfið og hlökkum til að vinna með honum að áframhaldandi uppbyggingu Barna og Unglingastarfs GR.
Jón mun kenna eftir sömu töflu og Andri og verða því engar breitingar þar á.
Kennsla hefst hjá öllum hópum á morgun, mánudaginn 2. janúar, eftir stundatöflu. Höfum í huga að það er stutt í páskana og að þeim liðnum þá styttist heldur betur í fyrsta mót sumarsins og því mikilvægt að allir leggi sig fram við æfingar næstu vikur og mánuði.
Mbk, þjálfarar
27.12.2011 | 02:52
Upplýsingar varðandi Spánarferð GR í vor
Æfingaferð unglinga- og afreksstarfs GR
Novo Sancti Petri, Spáni 10.-19. apríl 2012
Ferðatilhögun:
10. apríl: Kef Jerez - seinni part eða kvöldflug nánar auglýst síðar
19. apríl: Jerez Kef - heimflug um kl. 14 nánar auglýst síðar
VERÐ OG SKILMÁLAR
Fyrir unglingana
Kr. 165.000 m.v. tvíbýli.
Verið er að vinn að tilboði fyrir þríbýli. Reiknað er með að það verði um kr. 5.000 ódýrara.
Innifalið er flug, flugvallarskattar, flutningur golfsetta, rútur til og frá flugvelli, ótakmarkað golf, æfingaboltar, golfkerrur og fullt fæði með drykkjum í hádeginu sbr. djús og vatn.
Fyrir foreldra
Kr. 166.000 í tvíbýli per mann.
Innifalið er það sama og hjá unglingunum fyrir utan hádegismatinn.
Verð án golfs er kr. 135.000. í tvíbýli per mann.
Skilmálar um skráningu og staðfestingargjald:
A. Markmið ferðarinnar er að undirbúa keppnisfólkið okkar fyrir mót sumarsins. Þeim sem stendur til boða að skrá sig í ferðina eru allir unglingar í afreksstarfi og mfl. karla og kvenna.
B. Skráningarfrestur í ferðina er til 31. desember 2011.
C. Greiða þarf staðfestingargjald kr. 35.000 í síðasta lagi 10. janúar 2012. Mælt er með að staðfestingargjald verði greitt með kreditkorti vegna trygginga.
D. Ferðin skal greidd að fullu fyrir 1. mars 2012.
E. Foreldrar og aðrir aðstandendur:
a. Foreldrar þurfa að skrá sig á sama tíma og unglingarnir eða fyrir 31. desember.
b. Skilyrði er að þeir sem eru 14 ára eða yngri séu í fylgd og á ábyrgð foreldris eða annars ábyrgðarmanns.
c. Ef ekki fást flugsæti fyrir alla sem skrá sig hafa foreldrar forgang fram yfir systkini og aðra aðstandendur.
d. Ef ekki fást flugsæti fyrir alla foreldra sem skrá sig gæti þurft að skera niður þannig að miðað verði við 1 foreldri pr. ungling.
E. Mikilvægt:
Ferðaskrifstofan heldur frá sætum fyrir þá sem skrá sig til 10 janúar. Ekki verður haldið frá sætum fyrir þá sem ekki greiða staðfestingargjaldið á réttum tíma. Ath. að um vinsæla tímasetningu er að ræða og eru ferðir á ýmis golfsvæði í almennri sölu hjá ferðaskrifstofunni og því takmarkaður sætafjöldi í flugvélinni.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á atli@hofudbok.is
Vinsamlega tilgreinið eftirfarandi upplýsingar við skráningu: Nafn, kennitölu, heimilisfang, síma, netfang
Kveðja
Íþróttastjóri, þjálfarar, unglinga- og afreksnefnd
19.12.2011 | 22:57
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.......!
Kæru GRingar,
Um leið og við þökkum fyrir samveruna, sigrana og allt hið góða sem við upplifðum saman á árinu sem er að líða þá óskum við ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla, farsældar, lægri forgjafar, lægra skori, og mörgum sigrum á golfvellinum á næsta ári..............:-)
GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR...
Kv
Þjálfarar
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782