Færsluflokkur: Afrekshópur
22.10.2009 | 20:58
Drekka VATN ?
|
kemur það fitusöfnun við?
Það er ekki spurning um að vatn er einn af hlutunum sem verða
að vera í lagi ef þú vilt léttast
Á náttúrulegan hátt minnkar vatn matarlystina og aðstoðar líkamann
við að brenna fitu. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt, að þegar vatnsdrykkja
minnkar þá eykst fitusöfnun - en minnkar að sama skapi við reglulega,
næga vatnsdrykkju 8-10 glös alla daga!
Nýrun geta ekki starfað eðlilega án nægs vatns. Þegar þau starfa ekki til fullnustu flyst hluti af álaginu yfir á lifrina.
Eitt af helstu hlutverkum lifrinnar er að vinna líkamsfitu yfir í nýtanlega orku. Ef lifrin þarf að taka að sér vinnu fyrir nýrun,
getur hún ekki unnið sitt starf til fullnustu.
Niðurstaðan verður sú að lifrin vinnur úr minni fitu og meira af fitu sest utan
á líkamann og þú hættir að léttast. Í stuttu máli, vatnsdrykkja hefur áhrif á fitusöfnun!
Ef þú ert ekki að drekka nóg vatn skynjar líkaminn það sem ógn og fer að safna vatni svo það fyrsta sem þú ættir að skoða ef þú
ert að halda óvenjulega miklu vatni eða vigtin að rísa mikið milli daga er daglega vatnsdrykkja. Varastu að drekka of mikið af vatns-
losandi vökvum eins og kaffi eða te. Þumalputtareglan með vökva sem innihalda koffín er hámark 3 bollar á dag.
Saltneysla getur einnig haft áhrif á vatnsbúskapinn. Líkaminn þolir salt aðeins af vissum styrk. Þess meira af salti sem þú borðar, þess meira vatn
þarf líkaminn til að þynna það. Að losna við umfram vökva tengdan saltneyslu er auðvelt.....drekka meira vatn!
Vatn hjálpar til við að losa líkamann við úrgang. Vatn getur stuðlað að bættri meltingu og
ætti alltaf að vera það fyrst sem þú skoðar ef meltingin er að trufla þig. Þegar líkaminn fær
of lítið af vatni sýgur hann það sem hann þarfnast frá innri uppsprettum og þar fer
ristillinn fremstur í flokki. Afleiðing? Meltingarvandamál. Vatnsdrykkja bætir þetta.
8-10 glös á dag, alla daga (2l)
(sérstaklega mikilvægt um helgar - drekkur þú nægt vatn um helgar?)
Þetta ætti að segja ykkur töluvert um mikilvægi vatns en það sem er kannski jafnvel enn mikilvægara fyrir ykkur
sem golfara er hvað vatnsskortur getur haft gríðarlega áhrif á einbeitinguna, orkuna og kraftinn. Það að fara
án vatnsbrúsa út á völlinn en eins og að fara út í eyðimörkina án vatns...óðs manns æði! Þessir punktar eru staðreyndir
og þetta er upptalning á hlutum sem þið getið svo auðveldlega lagað eða sleppt ef vatnsbrúsinn er í golfpokanum!!
- Vatnsskortur er HELSTA ástæðan fyrir hinni svokölluðu síðdegisþreytu og við erum að tala um MILDAN vatnsskort!
- Næg vatnsdrykkja getur haft AFGERANDI áhrif á þá sem þjást af mjóbaks og liðvandamálum! 50% golfara munu fá í bakið!
- Vatn getur komið í veg fyrir eða dregið verulega úr höfuðverk á mjög skömmum tíma.
- Vatn er HELSTA flutningsleið líkamanns á vítamínum og steinefnum. Skortur á upptöku getur þýtt þreytu og slen
- Heilinn er 85% vatn - 1-3% vatnsskortur leiðir til einbeitingarleysis, þreytu, gleymsku og skorts á jafnvægi
- Ef heitt er í veðri þarftu lágmark 1l af vatni þegar þú spilar 18 holur
22.10.2009 | 09:29
Hugarfar
Hugarþjálfun er stórt hugtak og margt sem spilar inn í þegar hugsað er til þess hvað það er sem getur aukið einbeitingu, jákvæðni, andlegt úthald og styrk undir álagi eða þegar hlutirnir virðast ekki ganga upp hjá manni á vellinum. Tiger Woods nefnir þrennt þegar hann er spurður um hvað hann leggur áherslu á í sambandi við andlega hluta leiksins. Hann nefnir þolinmæði gagnvart sjálfum sér, að leggja sig alltaf allan fram og að hafa gaman af leiknum!
Golfíþróttin er samansett af nokkrum hlutum sem verða að vera í lagi svo dæmið gangi upp. Það er alveg ljóst að enginn verður frábær kylfingur á þvi að vera aðeins með hluta af því sem skiptir máli í lagi en vantar upp á annarsstaðar.
LEIKSKIPULAG - 25%
- Hversu vel skipuleggur þú hringinn og fylgir því eftir?
- Leikurðu skynsamlega?
- Þú hefur takmörk, þekkirðu þau?
- Ekki reyna eitthvað á vellinum sem þú veist að þú ræður ekki við
AÐ SLÁ GOLFBOLTANN (golfsveiflan) - 25%
- Hér kemur golfkennsla og líkamlegt form mikið við sögu
- Þú getur stórbætt leik þinn með réttri kennslu og leiðbeiningum
- Mjög mikilvægt ef þú ert byrjandi í golfi
STUTTA SPILIÐ - 25% / Vipp - Pitch - Pútt
og önnur stutt högg
- Þetta er sá hluti þar sem kylfingar geta auðveldlega bætt skorið sitt
- Æfingar ekki þær skemmtilegustu en geta haft mikið vægi
- Kylfingar þurfa flestir að leggja meiri áherslu á þennan hluta
HUGARÞJÁLFUN - 25%
- AÐ EIGA VIÐ TILFINNINGARNAR
- Hvernig höndlar þú andlegt álag þegar þér gengur vel/illa
- Ertu annars hugar þegar þú leikur golf eða vel innstillt/ur
- Hvað hugsarðu á milli högga, ertu einbeitt/ur eða fer hugurinn annað
ÞJÁLFUNARÆFINGAR/GÓÐ RÁÐ FYRIR GOLFARA
Það sem mun hjálpa þér hvað mest á vellinum er tilfinningin sem þú hefur fyrir eigin getu. Það er ekkert betra en að finna að það eru framfarir að eiga sér stað og að finna að líkamlegur styrkur, hreyfanleiki eða einfaldlega meiri geta er til staðar hjá þér veitir þér aukið sjálfsöryggi og það veldur gleði og öryggi í leiknum hjá þér. Stundaðu styrktarþjálfun, teygjuþjálfun og farðu reglulega í golfkennslu.
Slökunaræfingar gera kraftaverk fyrir golfara, líkamlega sem andlega. Það að slaka á líkamanum, meðvitað og fara í gegnum hringinn í huganum og sjá höggin fyrir sér er gott og muna að einblína á flaggið sem lokapunktinn. Hugsaðu um endamarkmiðið en ekki hvað gerist fram að þeim punkti. Sjáðu þig ganga vel og fáðu fram tilfinnginguna sem kemur þegar þú smellhittir og þú finnur að höggið er gott. Tilfinningin er einstök og þú þarft að "finna" hana.
Hreinsaðu hugann af öðrum umhugsunarefnum. Það að sökkva sér í einhverjar hugleiðingar eða mál sem valda þér hugarangri er næsta víst að þetta verður ekki dagurinn þinn á vellinum. Þú verður að einbeita þér að leiknum og skipulaginu þínu. Það er næsta víst að þú leysir ekki málið þegar þú ert að spila og þú hefur ákveðið að taka þér tíma á vellinum svo þú skalt njóta hans en ekki vera með hugann annars staðar.
Leikgleðin skiptir sköpum og þegar þér gengur ekki sem best er gott að veita öðru athygli. Frábær félagsskapur, fallegt veður, finndu hvað fríska loftið gerir þér gott, njóttu dagsins og þess að spila hvort sem gengur vel eða illa.
21.10.2009 | 22:31
Af hverju er Tiger bestur ?
Sérfræðingar golf.com tóku saman þau rúmlega 30.000 högg sem Tiger hefur slegið og báru þau saman við milljónir högga mótaspilara hans og komust að því að yfirburðir Tigers eru sérstaklega á fimm stigum sem verða útskýrð hér að neðan.
1. Tiger hittir flatirnar þó að hann hittir ekki brautir af teig
Tiger er um miðjan lista yfir brautir hittar en samt hefur hann verið með þeim bestu að hitta flatirnar þau ár sem hann hefur verið á mótaröðinni. Það er 16% líklegra að Tiger hittir flatirnar þegar hann er fyrir utan braut en meðal spilarinn á mótaröðinni. Jason Gore hefur spilað marga æfingahringi með Tiger og segir hann að Tiger sé alltaf að hugsa og ef hann hittir ekki brautina á hann samt möguleika á því að koma sér inn á flöt í næsta höggi. Hann veit hvert lélegu höggin eiga að fara. Tiger er helmingi líklegri að fá fugl úr karganum heldur en meðal PGA atvinnumaður.
2. Tiger klínir stuttu höggin við pinna
Tiger slær boltann 1,5 metrum nær holu af 100 metra færi en meðal atvinnumaður á mótaröðinni. 1,5 metri hljómar kannski ekki mikið en þegar litið er á líkurnar á því að setja næsta pútt ofan í holuna eru um 10%. Þegar litið er á skor Tigers gagnvart pari og hinna spilaranna þá er Tiger einu höggi betri á hverjum fimm skiptum sem þeir slá af 100 metra færi.
Tiger slær boltann 27,9% nær en hinir á mótaröðinni af 100 metra færi.
3. Tiger fær sjaldan skolla eftir léleg innáhögg
Það þarf ekki alltaf fugla til að spila vel heldur fáa skolla og skramba. Tiger er ekki ofurmenni. Hann slær léleg högg eins og við hinir en það sem gerir hann góðan er að hann fær ekki eins oft skolla eins og hinir. Frá 2002 hefur Tiger fengið um 1000 skolla sem gerir um átta skolla að meðaltali í hverju móti sem er sjö skollum færra á hverju móti en meðal atvinnumaður á mótaröðinni. Sú hæfni að fá ekki slæm skor á skorkortið gerir Tiger alltaf kleift að vera í baráttunni í hverju móti þannig að hann eigi möguleika á sunnudag þegar mótið endar.
Tiger vippar boltanum 30 sentimetrum nær holunni að meðaltali en meðal atvinnumaður á mótaröðinni.
4. Tiger setur niður stuttu púttin og lengri pútt
PGA mótaröðin tekur saman samanlagða lengd pútta sem kylfingar setja ofan í hverjum hring. Tiger púttar ofan í holuna tveimur metrum lengra frá en meðal kylfingur á mótaröðinni. Annað sem er heillandi varðandi pútttölfræði Tigers er að frá 2002 hefur Tiger sett niður 2691 af 2700 púttum af eins meters færi eða nær. Með þessum stöðugleika þá hefur hann komist alltaf í gegnum niðurskurðinn fyrir utan fimm mót á ferlinum.
5. Tiger slátrar léttu holunum
Tiger er frábær í því að slá á lengdir á stuttu holunum sem hann veit hvernig á að slá. Einnig er hann mjög öflugur á par fimm holunum. Þegar Tiger er meira en 180 metra frá holunni þá slær Tiger boltann 20% nær en meðalkylfingurinn á mótaröðinni. Einnig spilar Tiger par fimm holurnar fjórðungi af höggi betra en spilararnir sem hann spilar á móti.
Þessir fimm punktar eru það sem Tiger Woods ber af miðað við hina spilaranna á PGA mótaröðinni og eru þetta allt punktar sem hægt er að æfa og verða betri í.

19.10.2009 | 00:47
Vetraræfingar barna og unglinga
Þann 2. nóvember leggjum við af stað í vetrarstarfið og byrjum að æfa eftir æfingatöflum vetrarins. Við ætlum okkur að æfa vel í vetur og standa okkur vel næsta sumar. Við þjálfararnir vonum að sjá sem flesta á æfingunum í vetur og hlökkum til að byrja að vinna með ykkur í vetur. Við höfum náð glæsilegum árangri síðustu ár og ætlum okkur að halda áfram að byggja upp gott barna og unglingastarf og sækja titla fyrir klúbbinn okkar næsta sumar og verðum því öll að leggja okkur fram í vetur. Við minnum á skráninguna í vetrarstarfið sem fer fram hjá Hörpu á skrifstofu GR og allir sem ætla sér að æfa í vetur þurfa að skrá sig.
Áfram GR
Þjálfarar Unglingastarfsins eru þeir Árni Páll, Ólafur Már og Sigurður P. Oddsson.
15.10.2009 | 16:05
Æfingatöflur fyrir vetrarstarfið komnar í loftið.
Æfingatöflur vetrarins eru komnar inn á www.grgolf.is og á síðuna hér í Æfingatöflur
hér er linkur beint inn á töflurnar
Afrekshópur | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2009 | 18:41
Sigurður P. Oddsson ráðinn sem kennari í barna og unglingastarf GR
Sigurður P. Oddsson hefur nú verið ráðinn sem kennari í barna og unglingastarf klúbbsins og bjóðum við hann velkominn til starfa og fögnum sterkum einstakling inn í okkar kennara hóp. Sigurður mun sjá um alla hópa í almennu starfi og tekur þar við af Árna Páli sem hefur tekið við afrekshópum unglinga.
Sigurður mun hefja störf þann 2. nóvember þegar barna og unglingastarfið hefst með vetraræfingum að nýju eftir frí.
Um Sigurð:
Sigurður Pétur Oddson .
Golfklúbbur Reykjavíkur síðan 97.
Meðlimur afrekstarfs GR í fjölda ára.
forgj. -1.0
landsliðsferill hefur leikið með unglingalandsliðum og karlalandsliði Íslands í golfi.
Starfað hjá ProGolf frá 2007 og kennt byrjendum, unglingum og krökkum og séð um golfleikjanámskeið barna og unglinga yfir sumartímann
12.10.2009 | 10:15
Skráning í vetrarstarf !!
Munið að skráning í vetrarstarfið hefst þann 15. október á skrifstofu GR. Harpa mun sjá um að skrá í starfið og allir iðkendur hvort sem um er að ræða leikmenn í almennu eða afreksstarfi þurfa að skrá sig til æfinga hjá Hörpu. Æfingarnar munu hefjast þann 2. nóvember eftir töflum.
Hlökkum til að sjá ykkur á æfingunum í vetur
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782