Færsluflokkur: Afrekshópur
6.9.2010 | 20:15
Til hamingju Ragga og Kiddi með stigatitlana
Þá eru stigalistar GSÍ fyrir Arion Unglingamótaröðina komnir og hægt að skoða þá á forsíðu golf.is.
GR-ingar eignuðust 2 stigameistar og komu þeir bóðir úr 14 ára og yngri flokkum stúlkna & drengja. Ragnhildur Kristinsdóttir (sem er 13 ára í dag.....:-).....) sigraði í flokki 14 ára og yngri stelpna og Kristinn Reyr Sigurðsson sigraði í flokki 14 ára og yngri stráka.
Endilega skoðið listana þar sem okkar krakkar eru mjög ofarlega í öllum flokkum, glæsilega gert krakkar....
5.9.2010 | 20:28
3 gull, 1 silfur og 4 brons
GR-ingar enduðu árið með glæsibrag í Hafnarfirðinum í dag...! Það komu 3 gull, 1 silfur og 4 brons í hús og einstaklega gott að ná að slútta árinu á þennan hátt. Eftirfarandi eru þeir GR-ingar sem enduðu í TOP-10 í sínum flokkum:
Strákar 17-18 ára
1. sæti: Hinn fjallmyndarlegi Guðmundur Ágúst Kristjánsson sýndi enn og aftur að hann er einn allra besti kylfingur Íslands þessa stundina. Hann var jafn Rúnari Arnórssyni eftir 18 holur og vann hann síðan í bráðabana......Vel gert Gvendur...!
3. sæti: Magnús Björn Sigurðsson (Maggi verður sérstakur gestur hjá Kalla Berntsen í fyrst "Nýtt Útlit" þætti vetrarins og sýnir landsmönnum gula V-hálsmálsbolinn í nýrri útfærslu...)
T-4. sæti: Guðni Fannar Carrico (Þrátt fyrir að Hraunið hafi hraunað yfir Guðna eða hann hraunað á sig í Hrauninu, þá var þetta bara OK úrslit hjá strandljóninu frá Costa del Sol.....)
T-7. sæti: Gísli Þór Þórðarsson (Fínt mót hjá Gísla og greinilegt að hann á heima í hópi með þeim bestu í þessum flokk)
Stelpur 17-18 ára:
T-3: Voru þær Versló stöllurnar, Hildur Kristín Þorvarðardóttir og Íris Katla Guðmundsdóttir. Nokkuð viss um að þær hefðu viljað vera 2-4 höggum betri í dag, en svona er nú lífið og þær koma til með að blómstra næsta sumar þessar skvísur.
4. sæti: Berglind Björnsdóttir (Berglind var nú ekki uppá sitt besta í dag og vill eflaust gleyma þessum hring sem fyrst og því segjum við ekki orð meira um það í bili......)
Strákar 15-16 ára:
1. sæti: Ástgeir Ólafsson (Það er ekki nóg að halda að maður sé besti púttari í heimi heldur verða menn að sýna það undir pressu...og hvað gerði Ási, jú hann púttaði eins og heimsmeistari og sigraði sitt fyrsta stigamót...........!!!!! glæsilegur árangur hjá Ása)
6. sæti: Bogi Ísak Bogason (Hr. BÍB átti ágætan dag í dag og veit manna best að hann getur gert betur enda ættu menn að fylgjst grant með honum næsta sumar því hann mun koma mjög sterkur inn..)
T-7. sæti: Árni Freyr Hallgrímsson (Eitthvað hefur drengurinn farið varlega í skyrið í morgun því hann getur svo miklu meira en þetta.......samt má ekki horfa fram hjá því að þetta er búið að vera mjög gott sumar hjá drengnum....)
Stelpur 15-16 ára:
1. sæti: Sunna Víðisdóttir (Eftir glæsilegan sigur á Eimskipamótaröðinni um síðustu helgi kom það manni ekki á óvart að hún héldi sigurgöngunni áfram, sem og hún gerði.....:-)........)
4. sæti: Rún Pétursdóttir (Nokkuð viss um að Rún sé ekkert sérstaklega hress eftir gang mála í dag þar sem hún hefði getað nælt sér í stigameistaratitilinn með góðu gegni í dag. Það má ekki gleyma því að hún á ár eftir í þessum flokk svo hún er ekki búin að segja sitt síðasta..)
5. sæti: Halla Björk Ragnarsdóttir (Halla er alltaf að færast nær og nær toppnum og nokkuð ljóst að hún mun fara að blómstra á allra næstu misserum ef hún heldur áfram að æfa af sama kappi og hún hefur gert í vetur og sumar...)
T-8. sæti: Ásdís Einarsdóttir (Þetta sumar er búið að kveikja í Ásdísi og við eigum von á að sjá hana leggja sig alla fram í vetur og koma mjög sterka inn næsta sumar, því ekki vantar talentinn í skvísuna..)
Strákar 14 ára og yngri:
2. sæti: Kristinn Reyr Sigurðsson (Þetta er búið að vera frábært sumar hjá Kidda og með þessu sæti tókst honum að landa stigameistaratitlinum og bæta honum við Íslandsmeistaratitlinum í höggleik, glæsilegur árangur hjá Kidda....Enda kanski ekki skrítið þar sem hann er búinn að stækka um ca meter í sumar.....:-)....)
3. sæti: Gunnar Smári Þorsteinsson (Gunni er búinn að eiga mjög glæsilegt sumar og synd að hann fór í bakinu í sumar og gat ekki klárað öll mót eins og hann hefði viljað. Nú veit hann að það þarf að sinna skroknum til að ná langt í golfinu og ættu allir að taka það til sín....)
T-7. sæti: Sindir Þór Jónsson (Frábær árangur hjá Klúbbmeistaranum...:-)...Við getum horft björtum augum fram á vegin með unga stráka eins og hann, Eggert, Patrek og alla hina snillingana í klúbbnum..)
T-7. sæti: Eiður Rafn Gunnarsson (Eiður getur miklu betur og mun sýna sitt rétta andlit næsta sumar)
Stelpur 14 ára og yngri:
4. sæti: Andrea Anna Arnardóttir (Andrea er frábær kylfingur og gott að fá hana aftur á fullt í golfið eftir eftir mikil meiðsli síðasta árið, vonandi er hún komin til að vera)
5. sæti: Saga Traustadóttir (Klárlega ein allra efnilegasta stelpa GR og gaman að sjá hversu vel hún hefur verið að fóta sig á mótarröðinni, vel gert Saga)
7. sæti: Ragnhildur Kristinsdóttir (Ragga er nú ekki ánægð með þennan árangur enda ekkert nema sigur sem kemst að hjá henni og því gott að hún náði að tryggja sér Stigameistaratitlinn í dag... til hamingju Ragga...)
TIL HAMINGJU KRAKKAR MEÐ FRÁBÆRT MÓT
4.9.2010 | 15:04
FRÁBÆR ÁRANGUR HJÁ STELPUNUM OKKAR.......!
Þær Eva Karen Björnsdóttir og Gerður Hrönn Ragnarsdóttir stóðu sig frábærlega í lokamóti Áskorandamótarraðarinnar í Þorlákshöfn í dag. Eftir 18 holur voru þær jafnar í 1. sæti og þurftu að fara í bráðabana um sigurinn. Á endanum var það Eva Karen sem endaði í fyrsta sæti og Gerður í öðru, frábær árangur hjá þessum glæsilegu stelpum.......
Innilega til hamingju Eva & Gerður, gaman að enda sumarið á þessum nótum og greinilegt að allar æfingarnar í vetur og sumar eru að skila sér.......
3.9.2010 | 18:54
Almennt starf ATH!!
Æfingar falla niður laugadaginn 4. september. Boltakort verður í afgreiðslu Bása fyrir þá sem vilja koma að æfa og tekur starfsmaður í afgreiðslu niður nafn á þeim sem kemur og lætur hann hafa bolta.
BKV
Siggi
2.9.2010 | 08:30
Tilkynning til afrekshópa
Í dag fimmtudag og á morgun föstudag er ég í PGA skólanum í Hraunkoti. Æfingar falla því niður hjá mér þessa daga en ég mun reyna að fylgjast með ykkur eins og ég get um helgina.
Gangi ykkur frábærlega vel og munið að vera þolinmóð og mottóið á alltaf að vera "EITT HÖGG Í EINU" og þá munu góðir hlutir gerast. Endum sumarið á jákvæðum nótum og njótum þess að spila á bestu flötum landsins áður en að vetruinn skellur á.
KV, Árni Páll
30.8.2010 | 09:54
Eigum rástíma fyrir æfingahring kl 14:50-15:30
Við eigum rástíma fyrir æfingahring í Keili á miðvikudag frá kl 14:50-15:30. Þetta eru 5x 4 manna holl og það er mjög mikilvægt að þau ykkar sem viljið notfæra ykkur þessa tíma sendið mér eða Sigga Pétri sms eða tölvupóst til staðfestingar.
Klárum tímabilið með glans.............
Eftirfarandi eru búin að staðfesta komu sína:
14:50: Halla "Íslandsmeistari", Ásdís "Sleggja", Eydís "Hjartagull", Andrea Anna "Brons prinsessa"
15:00: Patrekur "Bliki", Jói "G", Sindri "Club champion", 1 sæti laust
15:10: Ási "heimsmeistrari í meterspúttum, Árni Freyr "Mr. Skyr.is", Hjalti "Loverboy", Stebbi "Lux"
15:20: Ragga "Íslandsmeistari", Íris-Hildur & Sunna, tvöfaldir Íslandsmeistarar.....!
15:30: Ernir "The eagle", Kiddi "Íslandsmeistari, Gunni "Vallarmet", Eiður "The kid"
Kv, Árni Páll
Afrekshópur | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2010 | 17:59
Haddi sigraði á Hellu, glæsilegt
Tvöfaldur sigur hjá GR - Haraldur vann sinn fyrsta sigur
Haraldur Franklín Magnús úr GR vann sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni þegar hann fór með sigur af hólmi á Egils Gull mótinu á Eimskipsmótaröðinni sem lauk nú fyrir stundu á Hellu. Haraldur var heitur í dag og lék samtals á tveimur höggum undir pari í mótinu en hann lék best allra í dag eða á þremur höggum undir pari.
Talsverð spenna var á lokaholunum því Sigmundur Einar Másson úr GKG og Stefán Már Stefánsson úr GR voru einnig að leika ágætlega og börðust um sigurinn. Haraldur fékk hins vegar frábæran fugla á 18. holunni og tryggði sér þar með sinn fyrsta sigur á mótaröðinni.
Hlynur Geir Hjartarson úr Keili tryggði sér stigameistaratitilinn með því að ná fjórða sætinu um helgina en hann lék samtals á pari í mótinu eftir að hafa leikið á tveimur höggum undir pari í dag.
Nánar verður greint frá mótinu síðar
Lokastaðan í karlaflokki
29.8.2010 | 14:38
Sunna sigraði á Hellu, glæsilegt
Sunna sigraði á Hellu aðeins 15 ára gömul!
Sunna Víðisdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur gerði sér lítið fyrir og sigraði í kvennaflokki á Egils Gull mótinu sem fram fer á Strandavelli á Hellu á Eimskipsmótaröðinni. Sunna lék samtals á níu höggum yfir pari og varð tveimur höggum betri en Nína Björk Geirsdóttir úr GKj og Berglind Björnsdóttir úr GR sem deildu öðru sæti.
Sunna er 15 ára gömul og verður 16 ára núna í október. Sigur hennar í mótinu er því frækinn en hún leikur á Arion-banka unglingamótaröðinni og keppir þar í telpnaflokki. Sunna er þar með komin í hóp yngstu sigurvegara á mótaröðinni.
Nína Björk sótti að Sunnu í dag og lék besta allra í dag á 72 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Hún fékk frábæran örn á 10. holu þegar hún sló inn á flöt í upphafshögginu. Sunna stóðst hins vegar pressuna og sýndi að hún er ein af okkar efnilegustu kylfingum. Hún hóf að leika golf fyrir örfáum árum og hefur ná ótrúlegum tökum á íþróttinni á skömmum tíma.
Lokastaðan í kvennaflokki:
26.8.2010 | 20:51
Æfingarhringur fyrir stigamótið í Keili
Já sælt veri fólkið........!
Hugmyndin er að fara æfingarhring á miðvikudaginn í næstu viku fyrir síðasta stigamót ársins sem fram fer í Keili helgina 4-5. ágúst. Við ætlum að reyna að fá rástíma á milli 3-4 og komum til með að staðfesta það hér á blogginu á næstu dögum. Það verða ekki skipulagðar ferðir á vegum GR í æfingahringinn en það er von okkar að þau ykkar sem ætlið að mæta getið komið ykkur saman um far fram og til baka.
Kv, strákarnir
23.8.2010 | 08:42
Afreksæfingar falla niður í dag mánudag
í dag, 23. ágúst, falla æfingar niður í afrekshópum en byrja á morgun þriðjudag eftir auglýstu plani sem má sjá hér neðar á síðunni.
Kv, Árni Páll
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782