Færsluflokkur: Afrekshópur
14.12.2010 | 19:00
Jólapúttmót og jólafrí
Hæ öll
Viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábæra bíóferð og um leið þakka Laugarásbíó kærlega fyrir okkur.
Núna er seinasta vikan fyrir jólafrí runnin upp og stendur jólafríið frá 20. desember til 5. janúar.
Mánudaginn 20. des verður haldið hið árlega JÓLAPÚTTMÓT GR-unglinga. Mótið hefst á Korpu kl 16:00 og er hægt að spila til 18:00.
Veitt verða verðlaun fyrir efstu sæti.
Allir að mæta hvort sem þeir eru í almennu eða afreksstarfi!!
Sjáumst Hress
Kv. Jólasveinarnir
10.12.2010 | 11:44
BÍÓFERÐ MÁNUDAGINN 13. DESEMBER
Jæja þá er komið að árlegri bíóferð GR-unglinga í Laugarásbíó sem verður nk mánudag 13 des
Krakkarnir koma sér sjálf á staðinn.
3 sýningar verða í boði og eru þær eftirfarandi:
Kl: 18:00 - Niko og leiðin til stjarnanna http://laugarasbio.is/?p=movie&id=96
Kl: 18:00 - Artúr 3: Tveggja heima stríðið http://laugarasbio.is/?p=movie&id=76
Kl: 19:00 - Narnia: The Voyage of the Dawn Treader 3D http://laugarasbio.is/?p=movie&id=70
Hægt er að kynna sér myndirnar og sjá sýnishorn með því að fara á linkana fyrir aftan. ATH Narnia er löng mynd sem er búin í kringum 10.
Krakkarnir fá frítt inn á myndirnar og verða þjálfarar í hurðinni sem afhenda miðana. Ef krakkarnir ætla að kaupa eitthvað í sjoppunni þurfa þau að koma með pening fyrir því.
Leifilegt er að taka með sér einn gest hvort sem það er fjölskyldumeðlimur eða vinur.
Vonumst til að sjá ykkur öll
Kveðja Strákarnir
Æfingar falla niður þennan dag.
Afrekshópur | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2010 | 23:45
Tilkynning vegna skilmála í Spánarferð
Því miður þá varð innsláttarvilla í fréttinni hér að framan varðandi Spánarferð unglinga vorið 2011.
Í "SKILMÁLA UM SKRÁNINGU OG STAÐFESTINGARGJALD" hlutanum - lið b., stóða að "yngri en 14 ára séu í fylgd og ábyrgð foreldra", en þar átti að standa "14 ára og yngri".
S.s. þeir sem eru fæddir 1997 og síðar þurfa fylgd.
Við biðjumst velvirðingar á þessu.
Mbk, nefndin
7.12.2010 | 22:35
Tilkynning, Spánarferð 2-9 apríl 2011
Æfingaferð unglinga- og afreksstarfs GR
Costa Ballena, Spáni 2.-9. apríl 2011
Ferðatilhögun:
02. apríl: Flug FI1522 Kef Sevilla kl. 8:00 14:20
09. apríl: Flug FI1523 Sev Kef kl. 15:00 17:20
VERÐ OG SKILMÁLAR
Fyrir unglingana
Kr. 150.500 í tvíbýli per mann.
Kr. 144.500 í þríbýli per mann.
Innifalið er flug, flugvallarskattar, flutningur golfsetta, rútur til og frá flugvelli, ótakmarkað golf, æfingaboltar, golfkerrur og fullt fæði með drykkjum í hádeginu sbr. djús og vatn.
Fyrir foreldra
149.000 í tvíbýli per mann.
Aukagjald fyrir golfskóla er kr. 25.000 kr.
Innifalið er það sama og hjá unglingunum fyrir utan hádegismatinn.
Verð án golfs er 120.000. í tvíbýli per mann.
Skilmálar um skráningu og staðfestingargjald:
A. Markmið ferðarinnar er að undirbúa keppnisfólkið okkar fyrir mót sumarsins. Þrír þjálfarar fara með í ferðina og takmarkast fjöldi unglinga í ferðinni við afkastagetu þeirra. Þeim sem stendur til boða að skrá sig í ferðina eru allir unglingar í afreksstarfi og mfl. kvenna, alls 38 kylfingar.
B. Unglingar í almennu starfi sem stefna á þátttöku á unglingamótaröðinni næsta sumar og áhuga hafa á að fara í æfingaferðina geta einnig skráð sig. Ekki er unnt að tryggja að unglingar úr almennu starfi komist í æfingaferðina og verða aðstæður metnar eftir fjölda þeirra sem skrá sig.
C. Fjöldi sæta sem okkur stendur til boða er takmarkaður og því er nauðsynlegt að setja upp forgangsröðun ef eftirspurn verður umfram framboð.
D. Staðfesta þarf þáttöku í síðasta lagi 12. desember.
E. Greiða þarf staðfestingargjald kr. 30.000 fyrir 17. desember. Mælt er með að staðfestingargjald verði greitt með kredidkorti vegna trygginga.
F. Búið skal að greiða fyrir 15. janúar a.m.k. 120.000 kr í ferðinni per mann!
G. Foreldrar og aðrir aðstandendur:
a. Foreldrar þurfa að skrá sig á sama tíma og unglingarnir eða fyrir 12. desember.
b. Skilyrði er að þeir sem eru 14 ára og yngri séu í fylgd og á ábyrgð foreldris eða annars ábyrgðarmanns. Þessir foreldrar hafa forgang umfram foreldra eldri unglinga.
c. Foreldrar hafa forgang fram yfir systkini og aðra aðstandendur.
d. Ef ekki fást sæti fyrir alla foreldra sem skrá sig gæti þurft að skera niður þannig að miðað verði við 1 foreldri pr. ungling.
E. Mikilvægt:
a) Ofangreindir skráningartímar gilda alfarið um forgangsröð í ferðina.
b) Þeir sem skrá sig eftir 12. desember fara aftast í röðina án tillits til þess hvort um ungling eða foreldri er að ræða
c) Þeir sem skrá sig og greiða ekki staðfestingargjaldið á réttum tíma fara aftur fyrir röðina og tekið verður inn af biðlista ef hann er til staðar. Unglingarnir hafa forgang af biðlista.
d) Ef sæti eru laus eftir 17. desember gildir reglan um að fyrstur kemur fyrstur fær. Gildir í þessu sambandi einu hvort um ungling eða foreldri er að ræða.
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á ragnar@pacta.is
Vinsamlega tilgreinið eftirfarandi upplýsingar við skráningu:
Nafn
Kennitölu
Heimilisfang
Síma
Netfang
Kveðja
Íþróttastjóri, þjálfarar, unglinga- og afreksnefnd
Afrekshópur | Breytt 9.12.2010 kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2010 | 10:36
Upplýsingafundur í golfskála GR í Grafarholti í kvöld kl 19:00
Minnum á UPPLÝSINGAFUND fyrir foreldra, forráðamenn og krakka sem stunda æfingar í almennu eða afreksstarfi barna og unglinga GR.
Fundurinn fer fram í golfskála GR í Grafarholti og hefst kl 19:00.
Æfingar í Básum hjá almennum hópum falla niður í kvöld eftir kl 19:00, aðrar æfingar standast samkvæmt töflu.
Æfingar i Korpu hjá afrekshópum DRENGJA A-B og hjá STÚLKUM A falla niður, aðrar æfingar standast samkvæmt töflu.
Hlökkum til að sjá sem flest ykkar á fundinum,
Mbk, þjálfarar
30.11.2010 | 16:00
ATH BREYTT TÍMASETNING Á UPPLÝSINGAFUNDI!!
Vegna ófyrirsjáanlegra ástæðna þurfum við að færa fundin sem átti að halda í Grafarholti þangað til á Þriðjudaginn 7. desember.
Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Bestu kveðjur
Þjálfarar
29.11.2010 | 21:51
Upplýsingafundur miðvikudaginn 1. des
Á miðvikudaginn nk., 1.desember verður haldinn árlegur upplýsingarfundur fyrir þáttakendur, foreldra og forráðamenn þeirra sem eru skráðir á almennar- eða afreks- golfæfingar á vegum Barna og Unglingastarfs GR fyrir veturinn 2010-2011.
Fundurinn verður í golfskálanum Grafarholti og hefst hann kl 19:00.
Mbk, þjálfarar
27.11.2010 | 22:44
Upplýsingarfundur í næstu viku
Í næstu viku verður haldinn árlegur upplýsingarfundur fyrir þáttakendur, foreldra og forráðamenn þeirra sem eru skráðir á almennar- eða afreks- golfæfingar á vegum Barna og Unglingastarfs GR fyrir veturinn 2010-2011.
Nánari upplýsingar um tímasetningu fundarins og staðsetningu verða birtar hér og á Facebook síðu starfsins næstkomandi mánudag.
Mbk, þjálfarar
21.11.2010 | 17:47
Vinsamlegast skila fötum á skrifstofu GR
Allir þeir krakkar sem fengu fatnað fyrir Sveitakeppni unglinga síðasta sumar þurfa að skila þeim á skrifstofu GR.
Mbk
Þjálfarar
9.11.2010 | 14:29
Einkatímar hjá afrekshóp E & F
Einkatímar hjá afrekshóp E & F á þriðjudögum eru eftirfarandi.
F- Hópur
15:00-15:30 Oddur Bjarki Hafstein og Friðrik Jens Guðmundsson
15:30-16:00 Oddur Þórðarson og Kristófer Daði Ágústsson
E- Hópur
20:00-20:30 Jón Valur Jónsson og Jóhannes Guðmundsson
20:30-21:00 Theodór Ingi Gíslason og Óttar Magnús Karlsson
Kv.
Siggi
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782