Progolf mót 1

Fyrsta mótið í Progolf mótaröðinni verður haldið næstkomandi miðvikudag 20. júní. Mæting er á efri hæð korpúlfsstaða kl. 8.15. Leikið verður á Litla vellinum.

Þetta mót er eingöngu ætlað þeim sem taka þátt í almennu starfi klúbbsins. Afrekshópar mæta ekki í þetta mót. 

Allar almennar æfingar falla niður þennann dag en ætlast er til að þið mætið í mótið. Við viljum hvetja ykkur öll til að mæta hvort sem þið hafið mikla reynslu eða litla á þátttöku í golfmótum. Það eitt að taka þátt er mjög góð og mikilvæg reynsla fyrir ykkur Happy.

Við værum líka mjög þakklátir fyrir aðstoð foreldra í mótshaldinu. Sú aðstoð fælist að mestu í því að vera til staðar og fylgjast með.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest Grin.

Mbk, Þjálfarar.


Unglingalandsmót UMFÍ, upplýsingar

Til upplýsingar:
Um næstu Verslunarmannahelgi fer fram á Selfossi Unglingalandsmót UMFÍ þar sem búist er við allt að 2.500 keppendum á aldrinum 11 – 18 ára í 14 keppnisgreinum ásamt afþreyingu, skemmtunum og þjónustu fyrir keppendur og fjölskyldur þeirra.
 
Á Selfossi eru mjög glæsileg íþróttamannvirki og á sveitarfélagið og forystumenn þess heiður skilinn fyrir glæsilega uppbyggingu.   Nýir keppnisvellir og áhorfendaaðstaða til viðbótar við góðan gervigrasvöll og æfingasvæði og nálægðin við íþróttahúsin Iðu og Vallaskóla, með sundlaugina og skólamannvirkin í seilingarfjarlægð, skapar einstaka möguleika til að halda heildstætt mót bæði innan húss og utan. Keppnisvöllur í hestaíþróttum og reiðhöll eru í göngufjarlægð og síðan verður golfkeppni og mótorkross á sínum stað. Tjaldsvæðið er í göngufæri við aðalkeppnissvæðið.  Þessi aðstaða sem búin er mótshaldinu, jákvætt viðhorf og áhugi bæjarstjórnar og starfsfólks sveitarfélagsins skapar einstæða möguleika á að mótið takist vel.
Allar nánari upplýsingar á heimasíðu mótsins:
http://umfi.is/umfi09/unglingalandsmot/um_motid/
 

Muna að skrá sig á rástíma fyrir þriðjudagsmorgun

Hæ krakkar,

Á þriðjudag byrja rástímarnir okkar í Grafarholtinu. Við eigum rástíma frá 08:00-08:50 og það verður sett upp skráningarblað í afgreiðslu Bása á morgun og allir sem ætla að spila verða að skrá sig..... 

Hlökkum til að sjá sem flest ykkar spila og munið að þetta eru rástímar fyrir alla í unglingastarfinu ekki bara afrekshópa......:-)

Munið svo að æfa eins og þið getið í vikunnu og spilið Korpuna eins oft og hægt er því næsta mót á Aron mótaröðinni er spilað á Korpunni. Þar ætlum við að eiga gott mót og skila fullt af dollum í hús.......;-)

Mbk, þjálfarar 


Einkatímar hjá Árna Páli í sumar

Hér koma einkatímarnir hjá Árna Páli í sumar. Ef einhverjir vilja skipta sín á milli um tíma þá er það í góðu mín vegna.....:-) Þriðjudagar: 11:00-11:30 Gerður 11:30-12:00 Eva 12:00-12:30 Saga 12:30-13:00 Karen 13:00-13:30 Sindri 13:30-14:00 Eggert...

Progolf mótaröðin í sumar

Eins og undanfarin ár munum við spila Progolf mótaröðina í sumar. Leikin verða þrjú mót, eitt í hverjum mánuði. Progolf mótin eru hugsuð til að fá kylfinga í almenna starfi klúbbsins til að taka þátt í mótum og öðlast reynslu í mótaþátttöku. Það þýðir að...

Sumartöflurnar byrja á mánudaginn......:-)

Á mánudaginn næstkomandi, 4.júní, hefjast æfingar samkvæmt sumarstundatöflum.......:-) Þau ykkar sem eruð ekki búin að skrá ykkur og greiða æfingagjaldið þurfið að setja ykkur í samband við Hörpu á skrifstofu GR. Í sumar verðum við með rástíma á...

Frí á morgun annan í Hvítasunnu

Hæ krakkar, á morgun mánudag verður frí á æfingum..... Ekki verður farið í skipulagða æfingaferð á Hellishóla þar sem stór hluti af hópnum er enn í skólanum og prófum. Við mælu samt með því að allir reyni að skella sér í æfingahring á eigin tíma til að...

Rútan fer kl 09:00 á morgun

Rútan á Akranes fer kl 09:00 á slaginu frá Básum, því verðið þið að vera mætt vel í tíma.....rútan bíður ekki eftir neinum........! það kostar 1.000 í rútuna og við reiknum með að koma í bæinn milli 15-16:00. Vera viðbúin í öll veður og hafið með ykkur...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband