Frestur á fjáröflun

Fjáröflun - FRESTUR !
Athugið að frestur til að senda inn pantanir hefur verið framlengdur til og með þriðjudeginum 18. des.. Vonandi ná þá fleiri að nýta sér þetta tækifæri. Afhending verður svo fimmtudaginn 20. des kl. 17:00 við Kjötvinnsluna Esju, Bitruhálsi 2.
Eins og áður tekur Þórður við pöntunum og gefur allar upplýsingar, en netfangið er torduro@simnet.is.

V. skráningar í Spánarferð í vor.

V. Skráningar í Spánarferð unglinga

Æfingaferð um páska:

1) Skráning í ferðina fer fram í gegnum bókunarvef VITA og nauðsynlegt er að fylgja leiðbeiningunum í krækjunni/link hér að neðan.
https://docs.google.com/open?id=163iHv_cO_4XKwdRB0CCdtDRC1jYfSM9WrLYpZlrO-fQ-bPWKp_Ekkkvl9t6l

2) Einnig er nauðsynlegt að skrá þátttakendur í eftirfarandi skjal:
https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0AjT-CnKoizeZdDdUTVpfaXl2c2xJWkE4WEo0TGFGQlE#gid=0

3) Skráningu og greiðslu á staðfestingargjaldi skal vera lokið fyrir 1.jan 2013.


Spánarferð um páska.

Æfingaferð um páska

 

Hefðbundin æfingaferð verður farin um páskana eins og undanfarin ár.  Að þessu sinni verður farið til Matalascanas á Spáni.  Gist verður á íbúðahóteli.

 

Flug: Flogið verður til Faro í Portúgal með Icelandair.

Tími: Brottför 31. mars. kl. 7:30 lent kl. 12:45.  Komið á hótel um kl. 17.  Heim:  7. apríl kl. 13:45 lent í Keflavík kl. 17:00.

Verð: Fyrir 3-4 í tveggja svefnherbergja íbúð kr. 139.900 á mann

      Fyrir 2 í studio íbúð kr. 149.900 á mann

      Fyrir 1 í studio íbúð kr. 165.000

      Ekki er hægt að greiða með vildarpunktum

Innifalið:

      Flug og flugvallarskattar

      Flutningur golfsetts(max. 15. kg.)

      Rútuferðir til og frá flugvelli

      Gisting á Dunas de Donana

      Morgun- og kvöldmatur

      Léttur hádegisverður fyrir þjálfara og leikmenn

      Ótakmarkað golf með kerru

Um hótelið: Dunas de Donana er 50 metra frá klúbbhúsinu.  Byggt 2004. 

Skilyrði: Leikmenn sem eru 14 ára og yngri þurfa að vera með ábyrgðarmann með sér.

Almennt:  Foreldrum og aðstandendum er velkomið að koma með í ferðina.  Ferðirnar hafa undanfarin ár verið sérstaklega ánægjulegar og skilað mikilli og góðri samstöðu leikmanna og foreldra.  Ferðirnar hafa undir það síðasta reynst kjörinn vettvangur til að fara holu í höggi og er vonast til að svo verði áfram.

Skráning:  Guðmundur Jóhannesson tekur við skráningum í ferðina í netfangið gudmundur.johannesson@gmail.com

 

Lok skráningarfrests eru áætluð 21. desember.  Nánari upplýsingar um greiðslur o.fl. síðar.

ATH, Varðandi fjáröflun

Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í fjáröflun sem kynnt var á fundinum í Grafarholti er bent á að hafa samband við Þórð sem fyrst. Netfangið er torduro@simnet.is , en Þórður veitir nánari upplýsingar um fjáröflunina. Ætlunin er að allar pantanir verði...

Fjáröflun fyrir Spánarferð

Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í fjáröflun fyrir Spánarferð í vor vinsamlegast hafið samband við Þórð Oddsson torduro@simnet.is hægt verður að skila in pöntunum til 12 des vöruafhending fer fram 14 des í Kjötvinnslunni Esju Bitruhálsi 1 kv...

Afreksstefna GSÍ

Kynnið ykkur hvað þarf til þess að komast í Landsliðshópa íslands í golfi og hvaða viðmið og skilirði þið sem leikmenn þurfið að uppfylla. kv Brynjar Eldon Geirsson

Starfið yfir hátíðarnar

21. des verða síðustu æfingar ársins 2012 hjá öllum hópum starfsins og munum við síðan hefja æfingar að nýju þann 3. jan 2013. kv Þjálfarar

Fundur um barna og unglingastarf !

Þann 30. nóvember næstkomandi verður haldinn upplýsingafundur fyrir foreldra og iðkendur barna og unglingastarfs Reykjavíkur í golfskálanum í Grafarholti kl 17:00. dagskrá fundar: 1. Vetraræfingar og dagskrá 2. Æfingaferð til Spánar í vor, dagsetningar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband