Hugarfar


 
 
Hugarþjálfun



Hugarþjálfun er stórt hugtak og margt sem spilar inn í þegar hugsað er til þess hvað það er sem getur aukið einbeitingu, jákvæðni, andlegt úthald og styrk undir álagi eða þegar hlutirnir virðast ekki ganga upp hjá manni á vellinum. Tiger Woods nefnir þrennt þegar hann er spurður um hvað hann leggur áherslu á í sambandi við andlega hluta leiksins. Hann nefnir þolinmæði gagnvart sjálfum sér, að leggja sig alltaf allan fram og að hafa gaman af leiknum!

Golfíþróttin er samansett af nokkrum hlutum sem verða að vera í lagi svo dæmið gangi upp. Það er alveg ljóst að enginn verður frábær kylfingur á þvi að vera aðeins með hluta af því sem skiptir máli í lagi en vantar upp á annarsstaðar.

LEIKSKIPULAG - 25%
  • Hversu vel skipuleggur þú hringinn og fylgir því eftir?
  • Leikurðu skynsamlega?
  • Þú hefur takmörk, þekkirðu þau?
  • Ekki reyna eitthvað á vellinum sem þú veist að þú ræður ekki við

AÐ SLÁ GOLFBOLTANN (golfsveiflan) - 25%

  • Hér kemur golfkennsla og líkamlegt form mikið við sögu
  • Þú getur stórbætt leik þinn með réttri kennslu og leiðbeiningum
  • Mjög mikilvægt ef þú ert byrjandi í golfi

STUTTA SPILIÐ - 25% / Vipp - Pitch - Pútt

og önnur stutt högg

  • Þetta er sá hluti þar sem kylfingar geta auðveldlega bætt skorið sitt
  • Æfingar ekki þær skemmtilegustu en geta haft mikið vægi
  • Kylfingar þurfa flestir að leggja meiri áherslu á þennan hluta


HUGARÞJÁLFUN - 25%

- AÐ EIGA VIÐ TILFINNINGARNAR

  • Hvernig höndlar þú andlegt álag þegar þér gengur vel/illa
  • Ertu annars hugar þegar þú leikur golf eða vel innstillt/ur
  • Hvað hugsarðu á milli högga, ertu einbeitt/ur eða fer hugurinn annað




ÞJÁLFUNARÆFINGAR/GÓÐ RÁÐ FYRIR GOLFARA

Það sem mun hjálpa þér hvað mest á vellinum er tilfinningin sem þú hefur fyrir eigin getu. Það er ekkert betra en að finna að það eru framfarir að eiga sér stað og að finna að líkamlegur styrkur, hreyfanleiki eða einfaldlega meiri geta er til staðar hjá þér veitir þér aukið sjálfsöryggi og það veldur gleði og öryggi í leiknum hjá þér. Stundaðu styrktarþjálfun, teygjuþjálfun og farðu reglulega í golfkennslu.



Slökunaræfingar gera kraftaverk fyrir golfara, líkamlega sem andlega. Það að slaka á líkamanum, meðvitað og fara í gegnum hringinn í huganum og sjá höggin fyrir sér er gott og muna að einblína á flaggið sem lokapunktinn. Hugsaðu um endamarkmiðið en ekki hvað gerist fram að þeim punkti. Sjáðu þig ganga vel og fáðu fram tilfinnginguna sem kemur þegar þú smellhittir og þú finnur að höggið er gott. Tilfinningin er einstök og þú þarft að "finna" hana.


Hreinsaðu hugann af öðrum umhugsunarefnum. Það að sökkva sér í einhverjar hugleiðingar eða mál sem valda þér hugarangri er næsta víst að þetta verður ekki dagurinn þinn á vellinum. Þú verður að einbeita þér að leiknum og skipulaginu þínu. Það er næsta víst að þú leysir ekki málið þegar þú ert að spila og þú hefur ákveðið að taka þér tíma á vellinum svo þú skalt njóta hans en ekki vera með hugann annars staðar.


Leikgleðin skiptir sköpum og þegar þér gengur ekki sem best er gott að veita öðru athygli. Frábær félagsskapur, fallegt veður, finndu hvað fríska loftið gerir þér gott, njóttu dagsins og þess að spila hvort sem gengur vel eða illa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband