21.10.2009 | 22:31
Af hverju er Tiger bestur ?
Tiger Woods hefur sigrað á tvöfalt fleiri mótum en næsti mótspilarinn hans og fimm sinnum fleiri risatitla. Hann er ekki efstur á töfræðilistanum yfir lengstu teighögg, flestar flatir eða brautir hittar eða með fæst pútt. En af hverju vinnur hann fleiri mót en allir aðrir?
Sérfræðingar golf.com tóku saman þau rúmlega 30.000 högg sem Tiger hefur slegið og báru þau saman við milljónir högga mótaspilara hans og komust að því að yfirburðir Tigers eru sérstaklega á fimm stigum sem verða útskýrð hér að neðan.
1. Tiger hittir flatirnar þó að hann hittir ekki brautir af teig
Tiger er um miðjan lista yfir brautir hittar en samt hefur hann verið með þeim bestu að hitta flatirnar þau ár sem hann hefur verið á mótaröðinni. Það er 16% líklegra að Tiger hittir flatirnar þegar hann er fyrir utan braut en meðal spilarinn á mótaröðinni. Jason Gore hefur spilað marga æfingahringi með Tiger og segir hann að Tiger sé alltaf að hugsa og ef hann hittir ekki brautina á hann samt möguleika á því að koma sér inn á flöt í næsta höggi. Hann veit hvert lélegu höggin eiga að fara. Tiger er helmingi líklegri að fá fugl úr karganum heldur en meðal PGA atvinnumaður.
2. Tiger klínir stuttu höggin við pinna
Tiger slær boltann 1,5 metrum nær holu af 100 metra færi en meðal atvinnumaður á mótaröðinni. 1,5 metri hljómar kannski ekki mikið en þegar litið er á líkurnar á því að setja næsta pútt ofan í holuna eru um 10%. Þegar litið er á skor Tigers gagnvart pari og hinna spilaranna þá er Tiger einu höggi betri á hverjum fimm skiptum sem þeir slá af 100 metra færi.
Tiger slær boltann 27,9% nær en hinir á mótaröðinni af 100 metra færi.
3. Tiger fær sjaldan skolla eftir léleg innáhögg
Það þarf ekki alltaf fugla til að spila vel heldur fáa skolla og skramba. Tiger er ekki ofurmenni. Hann slær léleg högg eins og við hinir en það sem gerir hann góðan er að hann fær ekki eins oft skolla eins og hinir. Frá 2002 hefur Tiger fengið um 1000 skolla sem gerir um átta skolla að meðaltali í hverju móti sem er sjö skollum færra á hverju móti en meðal atvinnumaður á mótaröðinni. Sú hæfni að fá ekki slæm skor á skorkortið gerir Tiger alltaf kleift að vera í baráttunni í hverju móti þannig að hann eigi möguleika á sunnudag þegar mótið endar.
Tiger vippar boltanum 30 sentimetrum nær holunni að meðaltali en meðal atvinnumaður á mótaröðinni.
4. Tiger setur niður stuttu púttin og lengri pútt
PGA mótaröðin tekur saman samanlagða lengd pútta sem kylfingar setja ofan í hverjum hring. Tiger púttar ofan í holuna tveimur metrum lengra frá en meðal kylfingur á mótaröðinni. Annað sem er heillandi varðandi pútttölfræði Tigers er að frá 2002 hefur Tiger sett niður 2691 af 2700 púttum af eins meters færi eða nær. Með þessum stöðugleika þá hefur hann komist alltaf í gegnum niðurskurðinn fyrir utan fimm mót á ferlinum.
5. Tiger slátrar léttu holunum
Tiger er frábær í því að slá á lengdir á stuttu holunum sem hann veit hvernig á að slá. Einnig er hann mjög öflugur á par fimm holunum. Þegar Tiger er meira en 180 metra frá holunni þá slær Tiger boltann 20% nær en meðalkylfingurinn á mótaröðinni. Einnig spilar Tiger par fimm holurnar fjórðungi af höggi betra en spilararnir sem hann spilar á móti.
Þessir fimm punktar eru það sem Tiger Woods ber af miðað við hina spilaranna á PGA mótaröðinni og eru þetta allt punktar sem hægt er að æfa og verða betri í.
Sérfræðingar golf.com tóku saman þau rúmlega 30.000 högg sem Tiger hefur slegið og báru þau saman við milljónir högga mótaspilara hans og komust að því að yfirburðir Tigers eru sérstaklega á fimm stigum sem verða útskýrð hér að neðan.
1. Tiger hittir flatirnar þó að hann hittir ekki brautir af teig
Tiger er um miðjan lista yfir brautir hittar en samt hefur hann verið með þeim bestu að hitta flatirnar þau ár sem hann hefur verið á mótaröðinni. Það er 16% líklegra að Tiger hittir flatirnar þegar hann er fyrir utan braut en meðal spilarinn á mótaröðinni. Jason Gore hefur spilað marga æfingahringi með Tiger og segir hann að Tiger sé alltaf að hugsa og ef hann hittir ekki brautina á hann samt möguleika á því að koma sér inn á flöt í næsta höggi. Hann veit hvert lélegu höggin eiga að fara. Tiger er helmingi líklegri að fá fugl úr karganum heldur en meðal PGA atvinnumaður.
2. Tiger klínir stuttu höggin við pinna
Tiger slær boltann 1,5 metrum nær holu af 100 metra færi en meðal atvinnumaður á mótaröðinni. 1,5 metri hljómar kannski ekki mikið en þegar litið er á líkurnar á því að setja næsta pútt ofan í holuna eru um 10%. Þegar litið er á skor Tigers gagnvart pari og hinna spilaranna þá er Tiger einu höggi betri á hverjum fimm skiptum sem þeir slá af 100 metra færi.
Tiger slær boltann 27,9% nær en hinir á mótaröðinni af 100 metra færi.
3. Tiger fær sjaldan skolla eftir léleg innáhögg
Það þarf ekki alltaf fugla til að spila vel heldur fáa skolla og skramba. Tiger er ekki ofurmenni. Hann slær léleg högg eins og við hinir en það sem gerir hann góðan er að hann fær ekki eins oft skolla eins og hinir. Frá 2002 hefur Tiger fengið um 1000 skolla sem gerir um átta skolla að meðaltali í hverju móti sem er sjö skollum færra á hverju móti en meðal atvinnumaður á mótaröðinni. Sú hæfni að fá ekki slæm skor á skorkortið gerir Tiger alltaf kleift að vera í baráttunni í hverju móti þannig að hann eigi möguleika á sunnudag þegar mótið endar.
Tiger vippar boltanum 30 sentimetrum nær holunni að meðaltali en meðal atvinnumaður á mótaröðinni.
4. Tiger setur niður stuttu púttin og lengri pútt
PGA mótaröðin tekur saman samanlagða lengd pútta sem kylfingar setja ofan í hverjum hring. Tiger púttar ofan í holuna tveimur metrum lengra frá en meðal kylfingur á mótaröðinni. Annað sem er heillandi varðandi pútttölfræði Tigers er að frá 2002 hefur Tiger sett niður 2691 af 2700 púttum af eins meters færi eða nær. Með þessum stöðugleika þá hefur hann komist alltaf í gegnum niðurskurðinn fyrir utan fimm mót á ferlinum.
5. Tiger slátrar léttu holunum
Tiger er frábær í því að slá á lengdir á stuttu holunum sem hann veit hvernig á að slá. Einnig er hann mjög öflugur á par fimm holunum. Þegar Tiger er meira en 180 metra frá holunni þá slær Tiger boltann 20% nær en meðalkylfingurinn á mótaröðinni. Einnig spilar Tiger par fimm holurnar fjórðungi af höggi betra en spilararnir sem hann spilar á móti.
Þessir fimm punktar eru það sem Tiger Woods ber af miðað við hina spilaranna á PGA mótaröðinni og eru þetta allt punktar sem hægt er að æfa og verða betri í.

Flokkur: Afrekshópur | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Ert þú vinur GR unglinga á FACEBOOK?
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.