Ábending varðandi forgjafarmál

Ég hef lengi velt því fyrir mér að velta umræðunni um forgjafarmál af stað og nú er komið að því að klúbbarnir og GSÍ taki þessi mál markvisst fyrir hver fyrir sig. Ég tel að það þurfi að upplýsa kylfinga betur um hvernig skal haldið utan um forgjöfina og að sjálfsögðu þarf að vera virkt eftirlit af hálfu klúbba og Golfsambands Íslands í þessum efnum.

Það að leikmenn séu með skakka forgjöf af þeim ástæðum að þeir skili bara inn "góðum hringjum" og aldrei þeim slæmu nema þegar þeir keppa í móti og hafa í framhaldinu ekkert að segja um það hvort hringurinn sé færður til bókar eða ekki er afar slæmt. Það að leikmenn séu með of lága forgjöf miðað við getu skekkir margar myndir t.d. leiðréttingu á mótum hjá Golfsambandinu - val í afrekshópa klúbbanna og einfaldlega úrslit allt of margra opinna móta þar sem forgjöf er tekin til útreikninga.

Ég bendi á þetta mál einfaldlega til þess að fá skýrari mynd á alla þessa hluti. Einnig hefur það viðgengist að margir lágforgjafarkylfingar hafa fært inn æfingarhringi og ekki viðurkennd mót sem ekki er leyfilegt í forgjafarflokki 1. Ég skora á forgjafarnefndir að taka á þessu máli hver í sínum klúbbi og ekki síður GSÍ þar sem þeir stjórna landsforgjöf leikmanna, einnig þurfa leikmenn að líta í eigin barm í þessum málum. Ég ætla að taka þessi mál fyrir í mínum klúbbi með aðstoð forgjafarnefndar GR.

Einhverntíma las ég í handbook um EGA forgjafarkerfið að forgjafarnefndir ættu að fara yfir einhver ákveðin prósent klúbbmeðlima á hverju vori og leiðrétta þær forgjafir sem ekki standast. Ég held að ég sé að skrifa það sem margir hafa hugsað lengi og þá sérstaklega þeir sem ólust upp við gamla kerfið sem féll úr gildi árið 2000 ca. Þar voru okkar allra bestu leikmenn með forgjöf í kringum 0 og á landsvísu í gamla forgjafarkefinu leyfi ég mér að segja að þeir leikmenn sem voru með undir 4,4 voru ekki fleiri en 60 talsins. Í dag eru tæplega 350 kylfingar með lægri forgjöf en 4,4 og er þessi aukning ótrúleg að mínu mati miðað við það skor sem maður sér hjá okkar kylfingum á mótaröð þeirra bestu hér heima. Vandamálið er einfaldlega það að kylfingar færa einungis inn góðu hringina en ekki þá slæmu og því er þetta vandamál tilkomið.

Skráning á skori

Hver kylfingur ber ábyrgð á að forgjöf sín sé rétt skráð. Leikmenn í forgjafarflokki 2 til 5 mega nota æfingaskor til forgjafarútreiknings svo fremi að golfreglum sé fylgt að öllu leyti. Ekki er þörf fyrir leikmenn í þessum forgjafarflokkum að taka sérstaklega þátt í móti eða tilkynna sérstaklega ætli leikmaður að spila til forgjafar. Leikmenn í 1. forgjafarflokki mega hins vegar ekki nota æfingaskor til forgjafarútreiknings.

Munið að forgjöf er alvarlegt mál sem ber að virða og halda í heiðri eins vel og hverjum er mögulegt. Leikmaður ber sjálfur ábyrgð á að forgjöf sé samkvæmt getu hverju sinni. Golf er byggt á heiðri hvers og eins þar sem hver leikmaður er sífellt að keppa við sjálfan sig um betri árangur. Röng forgjöf gefur ekki rétta mynd af getu þinni og er því óheiðarlegt að halda henni ekki rétt við samviskusamlega bæði gagnvart sjálfum þér og ekki síður gagnvart meðspilurum þínum.

ÁBENDING UM VIÐHALD FORGJAFAR.

EGA forgjafarkerfið var fyrir nokkrum árum innleitt á Íslandi. Í reglum þess segir m.a.:

  • Tilgangur kerfisins er að sjá kylfingum fyrir réttlátri forgjöf sem leiðrétt sé í samræmi við hve erfiður leikinn völlur sé, og að ná jöfnuði og samræmi í forgjafarreikningi um alla Evrópu í framtíðinni.
  • EGA forgjafarkerfið byggist á þeirri ætlan að sérhver leikmaður reyni að skora sem best á sérhverri holu í sérhverri umferð sem hann leikur og að hann muni skila eins mörgum gildum skorum og hann getur á hverju almanaksári.

• Það að skila ekki inn minnst fjórum gildum skorum á tímabilinu milli árlegrar endurskoðunar forgjafar getur varðað úreldingu EGA grunnforgjafar í samræmi við fyrirmæli golfsambandsins.

Bendi á slóð inn á vef GSÍ þar sem fjallað er um forgjafarmál

Þessi pistill er skrifaður með það í huga að bæta þessa hluti og til þess að við fáum rétta mynd af getu okkar kylfinga miðað við aðrar þjóðir sem beita sama kerfi og við til forgjafarútreiknins.

Með virðingu og vinsemd

Brynjar Eldon Geirsson
Íþróttastjóri GR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband