19.5.2009 | 08:45
Ávarp íþróttastjóra
Gleðilegt golfsumar góðir félagsmenn Golfklúbbs Reykjavíkur og til hamingju með 75 ára afmæli klúbbsins á árinu. Ég vil í stuttu máli fjalla um Íþróttastarf klúbbsins líðandi vetrar og hvað framundan er hjá börnum,unglingum og öðru keppnisfólki klúbbsins á komandi sumri. Í vetur hafa allir iðkendur Íþróttastarfsins æft vel frá því í byrjun nóvember 2008 og undirbúið sig að krafti fyrir keppnistímabilið 2009. Stórir viðburðir eru nú á heimavelli í sumar hjá meistaraflokkum GR td. Landsmótið í Golfi og bind ég vonir við góðan árangur okkar fólks í þessu móti sem og öðrum stórum mótum. Unglingarnir okkar hafa staðið sig frábærlega síðustu ár og aldrei betur en á síðasta tímabili og nú er stefnan tekin á að gera enn betur en í fyrra. Ég vil nota hér tækifærið og hvetja félagsmenn GR og alla áhugamenn um keppnisgolf að mæta á völlinn og styðja við og fylgjast með okkar fólki í sumar í mótum sumarsins og um leið er hægt að læra mikið af þeim bestu til þess að bæta eigin leik.Lítil hefð er fyrir því að fólk fylgist með Íslenskum golfmótum en því má breyta og er þetta skemmtun sem kostar ekkert.
Hvað hinn almenna kylfing GR varðar vil ég benda fólki á að ganga vel um vellina í sumar laga torfu og boltaför við leik og halda uppi góðum leikhraða, því að fátt er leiðinlegra en að bíða við hvert högg og leika hring sem er yfir 5 klst. Einnig vil ég hvetja sem flesta að taka þátt í félagsstarfi klúbbsins sem býður reglulega uppá hinar ýmsu uppákomur fyrir félagsmenn allt árið í kring. Kennarar klúbbsins hjá golfskóla ProGolf í Básum eru með í boði námskeið og einkakennslu fyrir allt árið í kring fyrir og þarf því enginn að koma illa undirbúinn til leiks í sumar eða leika illa á sumarmánuðum.Kennarar Golfskólans eru þeir Brynjar Eldon Geirsson, Ólafur Már Sigurðsson, Árni Páll Hansson og Jóhann K. Hjaltason.
Allar upplýsingar um unglinga og afrekstarf klúbbsins og aðra golfkennslu er hægt að nálgast yfir heimasíðu klúbbsins http://www.grgolf.is/
Annars óska ég samstarfsmönnum mínum hjá Golfklúbbi Reykjavíkur alls hins besta í sýnu hlutverki í ár og ykkur félagsmenn góðir gleðilegs sumars og hvað sjálfan mig varðar er ég stoltur af því að vinna fyrir þennan elsta og stærsta klúbb landsins.
Áfram GR
Brynjar Eldon Geirsson Íþróttastjóri GR
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.