Uppskeruhátíð og foreldrafundur í Grafarholti !!!

Uppskeruhátíð barna og unglingastarfs Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldin í golfskálanum í Grafarholti laugardaginn 27. september næstkomandi. Þar verða þeim leikmönnum veitt verðlaun sem þjálfarar telja hafa staðið sig hvað best á liðnu keppnistímabili fyrir hönd klúbbssins. Mæting er kl. 14:30 og mun uppskeruhátiðinni ljúka um 16:30. Pizzur og gos verða í boði fyrir alla. Einnig verða veitt verðlaun fyrir ProGolf mótaröð sumarsins.

Foreldrafundur
Foreldrafundur verður einnig haldinn sama dag og hefst kl.10:00 í golfskálanum í Grafarholti. Á fundinum verður farið yfir vetrarstarfið og ábendingar foreldra um starfið teknar fyrir.

Við hvetjum ykkur öll til að mæta.

Með kveðju
Unglinganefnd og kennarar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband