Frábær árangur í sveitakeppni unglinga

Sveitir 15-16 ára ásamt liðsstjórum

Ávarp Íþróttastjóra

Af tilefni glæsilegs árangurs unglingasveita Golfsklúbbs Reykjavíkur í sveitakeppni GSÍ 2008 vil ég rita hér nokkur orð til þeirra fjölmörgu aðila sem eiga hlut að þessum glæsta árangri. Við ákváðum að senda sjö keppnissveitir í ár til leiks og erum mjög stolt af því að eiga svo margar glæsilegar keppnissveitir og markmiðið er að koma að ári með átta sveitir til leiks. En eins og allir vita er árangur uppskera mikillar vinnu, og leikmenn þessara sveita eiga heiður skilið fyrir sitt framlag í þessu móti. Leikmenn GR voru sínum klúbbi til mikils sóma í þessu móti, með góðum árangri og heiðarlegri framkomu sem er ekki síður mikilvæg í íþróttum. Ég vil einnig þakka þeim fjölmörgu liðstjórum þessara sveita sem leggja sinn tíma að mörkum fyrir unglingana okkar. Unglinganefnd á stóran þátt í þeirri góðu umgjörð sem er að myndast í kringum starfið og stóðu þeir sig mjög vel í að skipuleggja umgjörðina og eru að vinna gott starf fyrir klúbbinn og eru stór hlekkur í árangri sem þessum. Þjálfararar og unglingaleiðtoginn eru að standa sig gríðarlega vel og við erum að leggja okkur af lífi og sál í að gera starfið sem allra best til framtíðar. Stjórn, formaður og framkvæmdarstjóri sýndu okkur í þessu móti gríðarlega góðan stuðning og fylgdu krökkunum okkar á völlunum um liðna helgi og það gefur leikmönnum mjög mikið að sjá þessa mætu menn á staðnum. Eins og þið sjáið er árangurinn leikmönnum og góðu baklandi af frábæru fólki að þakka og um leið vil ég óska öllum góðs árangurs í Landsmótinu í höggleik sem hefst á GO næstu helgi og þar ætlum við öll að standa okkur og sækja titla fyrir Golfklúbb Reykjavíkur.

Áfram GR
Með bestu kveðjum
Brynjar Eldon Geirsson Íþróttastjóri GR 

Jóhann K. Hjaltason unglingaleiðtogi mundi eftir myndavélinni og tók nokkrar góðar myndir á Flúðum.

Smellið hér til að skoða myndirnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband