Æfingahringur fyrir Íslandsmót í holukeppni unglinga (GS)

Sameiginlegur æfingahringur fyrir börn og unglinga GR verður farinn fimmtudaginn 17.júlí og verður farið með rútu frá Básum kl. 12:00 og því tilvalið að mæta tímanlega og hita vel upp í Básum áður en haldið er á Suðurnes. Munið að taka hollt og gott nesti með ykkur í pokann og góðan klæðnað. Við ætlum okkur stóra hluti í þessu móti og við hvetjum ykkur því að leggja hart að ykkur í vikunni og æfa vel og skipulega.

Hér er lýsing á mótinu tekin af www.golf.is

Íslandsmót unglinga í holukeppni

Skráning stendur yfir á golf.is í Íslandsmót unglinga í holukeppni. Holukeppnin verður haldin á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Mótið hefst á föstudaginn næsta þann 18. júlí en skráningu lýkur núna á mánudaginn klukkan 20. Á föstudeginum verður leikin 18 holu forkeppni í höggleik. Úr forkeppninni fara áfram þeir 16 keppendur sem hafa lægst skor. Á laugardeginum verður fyrst 16 manna holukeppni og síðan 8 manna holukeppni þeirra sem áfram komast. Á sunnudeginum verður leikið 4 manna holukeppni þeirra sem áfram komust og síðan verður leikið til úrslita , bæði um 3. sætið og um 1. sætið.

Áskorendamótaröð unglinga verður á Kirkjubólsvelli hjá Golfklúbbi Sandgerðis á laugardeginum 19. júlí og stendur skráning yfir á golf.is. Einnig verður Áskorendamótaröðin á Ekjufellsvelli hjá Golfklúbbi Fljótsdalshéraðs.

Ath: 31. Júlí verður tilkynnt val á öllum unglingasveitum golfklúbbs Reykjavíkur á heimasíðu klúbbsins og í framhaldi verður boðað til fundar með öllum þátttakendum og foreldrum og farið yfir málin.

Með kveðju,
Brynjar Eldon Geirsson,
Íþróttastjóri GR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband