Áskorendamótaröðin í Hveragerði

Í dag var keppt á Áskorendamótaröð GSÍ og var spilað í Hveragerði. 13 krakkar frá GR tóku þátt í mótinu og stóðu sig vel. Í flokki Stelpna 14 ára og yngri höfnuðu í 1. og 2. sæti GR stelpurnar Ragnhildur Kristinsdóttir á 99 höggum og Sólrún Arnarsdóttir á 109 höggum. Þá hafnaði Karen Ósk Kristjánsdóttir í 6. sæti á 118 höggum.

Í flokki 13-14 ára stráka hafnaði Ernir Sigmundsson í 6. sæti á 88 höggum og Ingi Steinn Guðmundsson í 10. sæti á 95 höggum.

Í flokki 15-16 ára drengja hafnaði Egill Sölvi Harðarson í 3. sæti á 101 höggi.

Við óskum ykkur til hamingju með árangurinn krakkar og hvetjum ykkur til að vera dugleg að æfa.


heimild: golf.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband