26.6.2008 | 18:49
GR krakkar á unglingamót í Þýskalandi
Í vikunni tilkynnti ProGolf að fyrirtækið ætlaði að bjóða nokkrum efnilegum krökkum að taka þátt í golfmóti í Þýskalandi. Um er að ræða mótið Harder German Junior Masters sem nú er haldið í sjötta sinn. Verið er að undirbúa mótaröð fyrir afreksunglinga 19 ára og yngri, World Junior Ranking Series, en mótið sem krakkarnir taka þátt í núna verður líklega fyrsta mótið á þeirri mótaröð. Mótið er 54 holu höggleikur og fer fram dagana 5.-7. ágúst. Spilað verður á vellinum GC Heddesheim sunnan við Frankfurt. Í framtíðinni stefnir ProGolf á að halda árlega hér á landi eitt mót á þessari nýju mótaröð.
Þetta framtak ProGolf er frábært í alla staði en eitt af lykilatriðum fyrir unglinga til að bæta sig er einmitt að keppa við sterka jafnaldra erlendis. Við þökkum ProGolf fyrir að gefa krökkunum þetta tækifæri og við óskum þeim sem valdir voru til fararinnar innilega til hamingju og góðs gengis í Þýskalandi. Þeir kylfingar sem valdir voru að þessu sinni eru allir í GR og eru eftirfarandi:
Arnór Ingi Finnbjörnsson
Berglind Björnsdóttir
Haraldur Franklín Magnús
Helgi Ingimundarson
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782