GR krakkar á unglingamót í Þýskalandi

7265_125_previewÍ vikunni tilkynnti ProGolf að fyrirtækið ætlaði að bjóða nokkrum efnilegum krökkum að taka þátt í golfmóti í Þýskalandi. Um er að ræða mótið Harder German Junior Masters sem nú er haldið í sjötta sinn. Verið er að undirbúa mótaröð fyrir afreksunglinga 19 ára og yngri, World Junior Ranking Series, en mótið sem krakkarnir taka þátt í núna verður líklega fyrsta mótið á þeirri mótaröð. Mótið er 54 holu höggleikur og fer fram dagana 5.-7. ágúst. Spilað verður á vellinum GC Heddesheim sunnan við Frankfurt. Í framtíðinni stefnir ProGolf á að halda árlega hér á landi eitt mót á þessari nýju mótaröð.

Þetta framtak ProGolf er frábært í alla staði en eitt af lykilatriðum fyrir unglinga til að bæta sig er einmitt að keppa við sterka jafnaldra erlendis. Við þökkum ProGolf fyrir að gefa krökkunum þetta tækifæri og við óskum þeim sem valdir voru til fararinnar innilega til hamingju og góðs gengis í Þýskalandi. Þeir kylfingar sem valdir voru að þessu sinni eru allir í GR og eru eftirfarandi:

Arnór Ingi Finnbjörnsson
Berglind Björnsdóttir
Haraldur Franklín Magnús
Helgi Ingimundarson
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband