ProGolf mótaröðin

Fyrsta barna og unglingamót sumarsins var haldið í dag á Korpúlfsstaðavelli. Um 30 keppendur mættu til leiks og er greinilegt að krakkarnir koma vel undan vetri. Hvöss austanátt gerði völlinn erfiðan og töluðu menn um að flatirnar hafi verið erfiðar í þessum vindi.

Þeir krakkar í flokki 12 ára og yngri sem ekki eru komnir með forgjöf gengust undir próf. Prófað var í helstu þáttum sem við koma golfíþróttinni svo sem samhæfing, úthald , pútt og vipp. Að lokum léku þau svo 6 holur sem allar voru af 125 metra færi og var markmiðið að spila þær á 48 höggum eða betur. Öll náðu þau markmiðinu og kláruðu svokallað silfurstig sem er annað stig af fimm. Þessi fimm stig kallast brons, silfur, gull, platinum og demants. Þetta er nýtt fyrirkomulag sem á að leiða krakkana stig frá stigi og að lokum útskrifast þau með löglega EGA forgjöf.

Semsagt frábær dagur og allir skemmtu sér hið besta og fórum heim reynslunni ríkari eftir daginn. Við viljum hvetja krakkana okkar að æfa nú vel fram að næsta móti og skoða örlítið eigið spil hvað fór úrskeiðis og æfa það sérstaklega vel fyrir næsta mót sem er miðvikudaginn 18. júní næstkomandi.

Smella á skjalið hér fyrir neðan til þess að sjá úrslitin úr mótinu.

Með bestu kveðju,
Unglinganefnd og kennarar


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband