Góður árangur um helgina

Um síðustu helgi voru haldin tvö barna- og unglingamót,  Kaupþingsmótaröð unglinga sem haldin var í Hafnarfirði hjá golfklúbbnum Keili og Áskorendamótaröð unglinga sem haldin var hjá golfklúbbnum Oddi.

Á Áskorendamótaröðinni náðist glæsilegur árangur hjá okkar krökkum og sigruðu GR krakkarnir í öllum flokkum. Í stelpuflokki 14 ára og yngri sigraði Ragnhildur Kristinsdóttir á 99 höggum.Í strákaflokki 14 ára og yngri sigraði Kristinn Reyr Sigurðsson á 89 höggum. Í flokki drengja 15 -16 ára sigraði Arnar Óli Björnsson á 84 höggum.

Í Hafnarfirði náðist ágætis árangur og voru krakkarnir okkar flest ofarlega í öllum flokkum. Í telpnaflokki 15 -16 ára sigraði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og lék hringina tvo samtals á 167 höggum. Veður setti svip sinn á mótið og seinni daginn  þurfti að aflýsa mótinu þegar  leið á daginn en þá voru ekki allir keppendur  komnir í hús, var þá skor gærdagsins látið gilda.

Þjálfarar hvetja alla til þess að æfa vel næstu daga og  fram að næsta móti sem haldið verður í Vestmannaeyjum helgina 14. -15. júní.

Myndirnar hans Dalla frá mótinu í Hafnarfirði

Með kveðju,
unglinganefnd og kennarar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband