Nokkur orð um forgjafarmál

Það hefur borið á því að fólk hefur ekki áttað sig almennilega á EGA forgjafarkerfinu og hvernig það á að virka. Það er mikilvægt að farið sé eftir því kerfi alveg eins og farið er eftir golfreglunum. Enginn vill vísvitandi vera með of háa eða of lága forgjöf. Það er því mikilvægt að menn reyni að lesa sig í gegnum forgjafarkerfið til þess að hafa það á hreinu hvað er leyfilegt og hvað ekki. Þó svo að hringir séu skráðir inn í skráningarkerfið á GOLF.IS þýðir það ekki endilega að forgjöfin sem þar er skráð sé rétt. Í EGA kerfinu ber kylfingur ábyrgð á því að forgjöf hans sé rétt skráð. Ef kylfingur veit að forgjöfin hans sem skráð er á GOLF.IS er röng þá á hann að sjá til þess að hún verði lagfærð.

Afrekskylfingar okkar eru margir hverjir að nálgast forgjafarflokk 1, sem er forgjöf 4,4 og lægra, eða hafa nú þegar komist í þann flokk. Sérstakar reglur gilda um þennan flokk og eru þær aðeins frábrugðnar  reglunum um forgjafarflokka 2-5. Þessar reglur gilda um forgjafarflokk 1:

  1. Ekki má nota æfingahringi (æfingaskor) til þess að breyta forgjöf úr forgjafarflokki 2 niður í forgjafarflokk 1 (Regla 18.8 í EGA forgjafarkerfinu).
     
  2. Kylfingur í forgjafarflokki 1 má ekki nota æfingaskor til breytingar á forgjöf sinni (Regla 18.4).

Þar sem keppnistímabilið er nú að hefjast þá er mikilvægt að afrekskylfingar okkar byrji tímabilið með réttri forgjöf. Þurfi kylfingur að leiðrétta forgjöf sína þá getur hann haft samband við skrifstofu GR og beðið starfsmenn klúbbsins um að lagfæra hana. Við leggjum til að allir okkar kylfingar fari yfir þessi mál sem fyrst.

Á næstunni munum við reyna að útskýra betur helstu atriði forgjafarkerfisins.

Slóð í EGA forgjafarkerfið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband