12.5.2008 | 12:01
Nokkur orð um forgjafarmál
Það hefur borið á því að fólk hefur ekki áttað sig almennilega á EGA forgjafarkerfinu og hvernig það á að virka. Það er mikilvægt að farið sé eftir því kerfi alveg eins og farið er eftir golfreglunum. Enginn vill vísvitandi vera með of háa eða of lága forgjöf. Það er því mikilvægt að menn reyni að lesa sig í gegnum forgjafarkerfið til þess að hafa það á hreinu hvað er leyfilegt og hvað ekki. Þó svo að hringir séu skráðir inn í skráningarkerfið á GOLF.IS þýðir það ekki endilega að forgjöfin sem þar er skráð sé rétt. Í EGA kerfinu ber kylfingur ábyrgð á því að forgjöf hans sé rétt skráð. Ef kylfingur veit að forgjöfin hans sem skráð er á GOLF.IS er röng þá á hann að sjá til þess að hún verði lagfærð.
Afrekskylfingar okkar eru margir hverjir að nálgast forgjafarflokk 1, sem er forgjöf 4,4 og lægra, eða hafa nú þegar komist í þann flokk. Sérstakar reglur gilda um þennan flokk og eru þær aðeins frábrugðnar reglunum um forgjafarflokka 2-5. Þessar reglur gilda um forgjafarflokk 1:
- Ekki má nota æfingahringi (æfingaskor) til þess að breyta forgjöf úr forgjafarflokki 2 niður í forgjafarflokk 1 (Regla 18.8 í EGA forgjafarkerfinu).
- Kylfingur í forgjafarflokki 1 má ekki nota æfingaskor til breytingar á forgjöf sinni (Regla 18.4).
Þar sem keppnistímabilið er nú að hefjast þá er mikilvægt að afrekskylfingar okkar byrji tímabilið með réttri forgjöf. Þurfi kylfingur að leiðrétta forgjöf sína þá getur hann haft samband við skrifstofu GR og beðið starfsmenn klúbbsins um að lagfæra hana. Við leggjum til að allir okkar kylfingar fari yfir þessi mál sem fyrst.
Á næstunni munum við reyna að útskýra betur helstu atriði forgjafarkerfisins.
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.