8.5.2008 | 23:40
Fréttir af foreldrafundinum
Fimmtudaginn 8. maí var haldinn foreldrafundur í golfskálanum í Grafarholti. Brynjar íþróttastjóri og Jóhann unglingaleiðtogi sáu um að kynna starfið fram undan ásamt því að fara yfir hvernig starfið gekk s.l. vetur. Fín mæting var á fundinn og voru foreldrar duglegir að koma með ábendingar um hvað betur mætti fara í starfinu. Brynjar og Jóhann lofuðu að skoða þau mál og bæta úr því sem fór úrskeiðis í vetur.
Nokkur atriði sem rætt var um:
- Reglufundur í byrjun júní. Mikilvægt er að kylfingar þekki golfreglurnar og forgjafarreglurnar og sýni alltaf heiðarleika og kurteisi. Hinrik G Hilmarsson ætlar að sjá um að fræða krakkana en Hinrik er þekktur dómari og reglusérfræðingur
- Æfingaferð verður farin þann 24. maí á Skagann og/eða Þorlákshöfn þar sem eldri krakkarnir spila 36 holur en þeir yngri eitthvað minna.
- Afrekskrakkarnir eiga að taka próf á þriggja mánaða fresti þar sem metið verður hvort þeir eru að standa sig.
- Ný og betri ProGolf mótaröð veður haldin í sumar. Fyrsta mótið er áætlað 4. júní en þá eru reyndar grunnskólarnir enn starfandi þ.a. óljóst er hvernig það muni ganga. Vonum það besta.
Æfingahringur verður farinn fyrir öll stigamótin í sumar á fimmtudegi og verður GR með rútuferð og fararstjóra í æfingaferðina. Það verður hins vegar ekki skipulögð hópferð á mótin sjálf. Foreldrum er bent á að reyna að sameinast um ferðir á mótin ef það hentar.
Sameiginleg ferð verður farin í sveitakeppni unglinganna en þar verður GR væntanlega með 6 sveitir.
Áætluð dagskrá sumarsins er komin í skjalasafnið.
Kennarar og unglinganefnd
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.