Fréttir af foreldrafundinum

Fimmtudaginn 8. maí var haldinn foreldrafundur í golfskálanum í Grafarholti. Brynjar íþróttastjóri og Jóhann unglingaleiðtogi sáu um að kynna starfið fram undan ásamt því að fara yfir hvernig starfið gekk s.l. vetur. Fín mæting var á fundinn og voru foreldrar duglegir að koma með ábendingar um hvað betur mætti fara í starfinu. Brynjar og Jóhann lofuðu að skoða þau mál og bæta úr því sem fór úrskeiðis í vetur.

Nokkur atriði sem rætt var um:

  1. Reglufundur í byrjun júní. Mikilvægt er að kylfingar þekki golfreglurnar og forgjafarreglurnar og sýni alltaf heiðarleika og kurteisi. Hinrik G Hilmarsson ætlar að sjá um að fræða krakkana en Hinrik er þekktur dómari og reglusérfræðingur
  2. Æfingaferð verður farin þann 24. maí á Skagann og/eða Þorlákshöfn þar sem eldri krakkarnir spila 36 holur en þeir yngri eitthvað minna.
  3. Afrekskrakkarnir eiga að taka próf á þriggja mánaða fresti þar sem metið verður hvort þeir eru að standa sig.
  4. Ný og betri ProGolf mótaröð veður haldin í sumar. Fyrsta mótið er áætlað 4. júní en þá eru reyndar grunnskólarnir enn starfandi þ.a. óljóst er hvernig það muni ganga. Vonum það besta.
  5. Æfingahringur verður farinn fyrir öll stigamótin í sumar á fimmtudegi og verður GR með rútuferð og fararstjóra í æfingaferðina. Það verður hins vegar ekki skipulögð hópferð á mótin sjálf. Foreldrum er bent á að reyna að sameinast um ferðir á mótin ef það hentar.

  6. Sameiginleg ferð verður farin í sveitakeppni unglinganna en þar verður GR væntanlega með 6 sveitir.

Áætluð dagskrá sumarsins er komin í skjalasafnið.
Kennarar og unglinganefnd


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband