2.4.2008 | 18:17
Golfferð afrekshópa unglinga til Spánar

Á laugardeginum voru síðan spilaðar 36 holur, á sunnudegi æft fyrir hádegi en síðan gefið frí eftir hádegi á sunnudag. Mánudaginn 31. mars sem var síðasti spiladagur ferðarinnar voru leiknar 36 holur og var um mót að ræða. Sigurvegarar voru Helgi Ingimundarson (76-81) og Guðmundur Á. Kristjánsson (77-80), báðir á 157 höggum. Í þriðja sæti var síðan Haraldur Franklín á 160 höggum.
Krakkarnir hafa verið geysilega áhugasöm og stundum tekið auka 9 holur seinnipartinn ef tími hefur gefist til. Vellirnir reyna mikið á leikskipulag, a.m.k. sumar brautirnir, þar sem tré og vötn hafa mikil áhrif. Þetta eru aðstæður sem þau þekkja ekki mikið heima á Íslandi en þau læra mikið af því að leika við þessar aðstæðar.
Skor leikmanna hefur almennt farið batnandi eftir því sem liðið hefur á ferðina. Bæði kynnast leikmenn völlunum betur og síðan komast þau í betri leikæfingu. Hitastig hefur verið á bilinu 17-20 gráður, þægilegur hiti og sól flesta dag. Hitinn hefur heldur verið að aukast og margir þurft að passa sig á að sólbrenna ekki, svo það trufli ekki leik næsta dag. Sólarvörnin og aftersun eru því óspart notuð til þess að forðast sólbruna.
Vellirnir eru mjög flottir, sérstaklega A og B vellirnir. Eins og áður sagði eru bæði tré og vötn sem hafa áhrif á leik, sumar brautirnar eru þröngur rennur með skóg á báða bóga og oft eru tré inni á brautum þannig að það skiptir máli hvoru megin á brautinni boltinn lendir, svo hægt sé að slá óhindrað inn á flöt.
Þó svo að dagskráin hafin verið ströng þá hefur samt gefist tími til þess að skemmta sér með öðrum hætti en að leika golf. Beint fyrir neðan hótelið er flott stönd og krakkarnir öll skellt sér í sjóinn og leikið sér í briminu. Á hótelinu er fín upphituð innilaug, en útilaugarnar eru ansi kaldar á þessum árstíma. Þau hafa nú samt látið sig hafa það að skella sér í sund úti, en laugarnar úti eru heldur kaldari en sjórinn.
Einhverjir hafa reynt að ná sér í lit og legið aðeins í sólbaði, aðrir hafa skellt sér í tennis, en það eru fínir tennisvellir rétt við hótelið.
En lífið hefur samt að lang mestu leyti snúist um golf, eins og dagskráin ber með sér og í raun ekki tími til þess að gera margt annað.
Hópurinn hélt síðan heim til Íslands þriðjudaginn 1. apríl og þar með lauk skemmtilegri og velheppnaðri æfingaferð sem var vasklega stjórnað að Brynjari Geirssyni og Gunnlaugi Elsusyni. Krakkarnir komu heim reynslunni ríkari og örugglega betur í stakk búin til þess að takast á við golfsumarið.
Inn á myndasafn unglingasíðunnar verða settar myndir úr ferðinni, en þær koma inn síðar í vikunni.
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782