Undirbúningur fyrir háskólanám í USA
Þórður Rafn Gissurarson stundar nú nám við St. Andrews Presbyterian College í North Carolina í USA. Þórður hefur verið meðlimur í GR frá unga aldri og hann er margfaldur Íslandsmeistari í unglingaflokkum. Hann tók saman fyrir okkur upplýsingar um hvað þarf að hafa í huga þegar menn hyggja á nám í USA og jafnframt reyna að komast í háskólalið viðkomandi skóla. Við þökkum Þórði fyrir að gefa sér tíma til að senda okkur þessar leiðbeiningar.
-----------
Að komast í háskóla er langt og strembið ferli. Til þess að vera alveg öruggur að gera allt sem þarf að gera þarf að minnsta kosti byrja ca. einu ári áður en maður myndi byrja sína fyrstu önn í Bandaríkjunum.
Að mörgu þarf að huga þegar verið er að sækja um í skóla. Fyrst og fremst þarf að taka tvö próf sem eru einskonar inntökupróf inn í háskólana. Fyrst þarf að nefna SAT, sem er próf sem sýnir ensku- og stærðfræðikunnáttu. Er stigagjöf veitt og er hún frá 0 upp í 1600 stig. 1000 stig og upp úr er góð einkum. Hitt prófið sem þarf að taka er TOEFL (Test of english as foreign language) þar sem einungis er verið að prófa enskukunnáttu. SAT prófið vegur þyngra þegar kemur að því þegar skólarnir skoða einkunnir en TOEFL er samt mikilvægt. TOEFL er hægt að taka á Íslandi en til að taka SAT prófið þarf að fara til Danmerkur eða til Englands.
Þúsundir háskóla eru í Bandaríkjunum af öllum stærðum og gerðum. Flestir skólar eru með íþróttir á sínu bandi. Skólar eru í þremur mismunandi deildum, Division I, II og III. Division I skólar eru skólar sem eru mjög íþróttasinnaðir og ekki er eins mikið lagt upp úr því að krakkar sem spila íþróttir fyrir skólana leggi mikinn metnað í námið (er mismunandi samt). Division II skólar leggja meira upp úr náminu en Division 1 og síðast en ekki síst eru það Division III skólarnir þar sem íþróttirnar eru nokkurs áhugamál og námið vegur meira.
Ef viðkomandi vill spila golf allt árið, þá er gott að draga línu frá Norður Karólínu og þvert yfir Bandaríkin. Frá þeirri línu og niður er hægt að spila allt árið.
Til að skoða skóla sem eru með golf á sínum snærum, þá er hægt að fara á http://www.collegegolf.com/. Þessi síða er með alla Div I, II og III skóla í Bandaríkjunum, hvað þeir kosta, email hjá þjálfurunum o.fl. Til að sjá hvernig hvaða skólar standa í sinni deild er hægt að fara á http://www.golfstat.com/ er þar er að finna öll háskólamót sem eiga sér stað sem og stöðu hvers skóla fyrir sig.
Skólar eru misdýrir. Þumalputtareglan er sú að því neðar sem þú ferð, því dýrari verða skólarnir. Dýrustu skólarnir eru flestir í Florida. Einnig spilar inn í hvort skólarnir séu einkaskólar eða ríkisreknir.
Síðast en ekki síst er að tala við þjálfarana. Mikilvægt er að senda inn mjög ítarlega umsókn þar sem eru myndir af viðkomandi, einkunnir, meðalskor, meðalhögglengd með hverri kylfu, hæð, fyrir mynd í golfi... o.s.frv. Setja eins mikið af upplýsingum og mögulega er hægt. Það má alveg búast við því að fá margar hafnanir. Sumir þjálfarar vilja einungis hafa bandaríska kylfinga í sínu liði.
Mikilvægt er að fara og heimsækja skólana sem vilja fá þig. Það hjálpaði mér gríðarlega að fara að skoða skólana því það gaf mér hugmynd hvernig það myndi að vera þarna. Ekki er síður mikilvægt að hitta þjálfarann. Spyrja hann út í golfið hjá skólanum, golfmenntun hans, hvar metnaður hans liggur og fleira. Margir af þessum þjálfurum eru svokallaðir "rútubílstjórar" þ.e. menn sem hafa ekkert vit á golfi og það eina sem þeir gera er að aka liðinu á golfmót og til baka. Í mínu tilviki þá hætti ég við að fara til tveggja skóla þar sem þjálfararnir í þeim skólum voru "rútubílstjórar".
-----------
Hér koma svo tenglar í vefi sem fjalla um háskólagolf (Cellege golf):
Umfjöllun Golf Digest um háskólagolf
Flokkur: Bloggar | 28.3.2008 | 22:18 (breytt kl. 22:54) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782