GR krakkar á Alþjóðaleika ungmenna

Dagana 10. - 15. júlí  í sumar verða Alþjóðaleikar ungmenna haldnir í San Francisco. Þetta er í fertugasta og annað sinn sem leikarnir eru haldnir. Á leikunum er keppt í fjölmörgum íþróttagreinum þar á meðal í golfi og eru keppendur 15 ára og yngri. Í fyrra voru leikarnir haldnir í Reykjavík og var golfið spilað á Korpuvelli. Búið er að velja keppendur fyrir hönd Reykjavíkur og voru eftirtaldir krakkar valdir til fararinnar:

Ástrós Arnarsdóttir
Sunna Víðisdóttir
Guðni Fannar Carrico
Magnús Björn Sigurðsson

Við óskum þeim öllum til hamingju með valið og vonum að þau skemmti sér vel og óskum þeim jafnframt góðs gengis í keppninni. Nánari upplýsingar um leikana er að finna hér:

Slóð á vef alþjóðaleikanna

Samkvæmt því sem við vitum best þá verður spilað á Harding Park vellinum í San Francisco en þar verður einnig spilað í Presidents Cup árið 2009 þannig að þetta er enginn smá völlur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband