Fjáröflun vegna æfingaferðar afrekshópa


Hópur afrekskylfinga hjá GR fer æfingaferð til Spánar um páskana.  Ferðin er vel styrkt af klúbbnum, en þó þurfa þeir sem fara að standa undir nokkrum kostnaði.  Unglinganefnd hefur farið af stað með fjáröflun og býðst þátttakendum tækifæri á að selja salernis- og eldhúspappír til þess að minnka eigin kostnað eins og hver vill.

Farið var inn á púttkvöld kvenna og karla hjá GR síðustu tvö miðviku- og fimmtudagskvöld þar sem
ofangreindur varningur var boðinn til sölu.

Í næstu viku verða krakkarnir með vöfflusölu á púttkvöldunum þar sem boðið verður upp á nýbakaðar vöfflur með rjóma og kaffi eða kakó fyrir 500 krónur.

GR-ingum stendur til boða að panta eldhúsrúllur eða salernispappír og fá senda heim pakkningu og verður þetta í boði næstu vikuna.

Salernispappírinn er mjög góður þriggja laga pappír og eru seldar 30 rúllur í pakkningu með heimsendingu á 2.500 krónur.  Eldhúsrúllurnar eru á 2.200 krónur.

Hægt er að panta í tölvupósti á atli@ust.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband