24.2.2008 | 12:43
Æfingaferð afreksunglinga GR til Spánar
Á páskadag heldur hópur afrekskylfinga frá GR til Spánar í æfingaferð. Hópurinn samanstendur af 14 leikmönnumog 2 þjálfurum og síðan höfðu foreldrar kost á því að taka þau lausu sæti sem eftir voru.
Þjálfarar í ferðinni eru þeir Ólafur Már Sigurðsson og Gunnlaugur Elsuson og munu þeir sjá um hópinn í ferðinni með aðstoð unglinganefndarmanna og annara foreldra sem verða á svæðinu. Einungis leikmenn úr afrekshópum GR 14 ára og eldri var boðið í ferðina. Þau sem fara eru eftirtalin:
Andri Þór Björnsson |
Arnar Óli Björnsson |
Daníel Atlason |
Gísli Þór Þórðarson |
Guðmundur Ágúst Kristjánsson |
Guðni Fannar Carrico |
Halla Björk Ragnarsdóttir |
Halldór Atlason |
Haraldur Franklín Magnús |
Helgi Ingimundarson |
Íris Katla Guðmundsdóttir |
Magnús Björn Sigurðsson |
Sunna Víðisdóttir |
Sveinn Gunnar Björnsson |
Farið verður á Novo Sancti Petri golfsvæðið, sem er í Andalúsíu á Spáni við strönd Atlantshafsins. Golfsvæðið er draumur hvers kylfings því það samanstendur af snilldarlega hönnuðu golfsvæði með 36 holu keppnisvelli, stuttum æfingaholum og fullkomnu æfingasvæði, hóteli, líkamsrækt og strönd, allt á sama stað.
Golf Novo Sancti Petri völlurinn býður upp á mikla fjölbreytni. Um er að ræða 36 holu golfvöll sem skiptist í strandholur, hefðbundnar skógarholur, vatnaholur og holur sem bjóða upp á fallegt útsýni yfir Atlantshafið. Æfingasvæðið er mjög gott og þar er mikið pláss sem býður upp á bæði gras og mottur. Á æfingasvæðinu eru minni svæði fyrir löng og stutt vipp, sandgryfjuhögg og einnig er þar gott púttsvæði. Stuttar æfingaholur eru einnig á svæðinu.
Markmiðið með þessari ferð er að gera unglingum í afrekshópum kleyft að komast í góða æfingu fyrir sumarið og búa þau betur undir keppnistímabilið. Tíminn verður nýttur vel, æfingar hefjast snemma á morgnana. Reikna má að dagurinn fari í tækniæfingar hálfan daginn og síðan verði leiknar 18 holur hinn hluta dagsins.
Þetta verða átta æfingadagar, en farið verður út á páskadag, 23. mars og komið heim þriðjudaginn 1. apríl.Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782