Æfingaferð afreksunglinga GR til Spánar


Á páskadag heldur hópur afrekskylfinga frá GR til Spánar í æfingaferð.  Hópurinn samanstendur af 14 leikmönnumog 2 þjálfurum og síðan höfðu foreldrar  kost á því að taka þau lausu sæti sem eftir voru.

Þjálfarar í ferðinni eru þeir Ólafur Már Sigurðsson og Gunnlaugur Elsuson og munu þeir sjá um hópinn í ferðinni með aðstoð unglinganefndarmanna og annara foreldra sem verða á svæðinu. Einungis leikmenn úr afrekshópum GR 14 ára og eldri var boðið í ferðina. Þau sem fara eru eftirtalin:

Andri Þór Björnsson

Arnar Óli Björnsson

Daníel Atlason

Gísli Þór Þórðarson

Guðmundur Ágúst Kristjánsson

Guðni Fannar Carrico

Halla Björk Ragnarsdóttir

Halldór Atlason

Haraldur Franklín Magnús

Helgi Ingimundarson

Íris Katla Guðmundsdóttir

Magnús Björn Sigurðsson

Sunna Víðisdóttir

Sveinn Gunnar Björnsson

Farið verður á Novo Sancti Petri golfsvæðið, sem er í Andalúsíu á Spáni við strönd Atlantshafsins. Golfsvæðið er draumur hvers kylfings því það samanstendur af snilldarlega hönnuðu golfsvæði með 36 holu keppnisvelli, stuttum æfingaholum og fullkomnu æfingasvæði, hóteli, líkamsrækt og strönd, allt á sama stað. 

Golf Novo Sancti Petri völlurinn býður upp á mikla fjölbreytni.  Um er að ræða 36 holu golfvöll sem skiptist í strandholur, hefðbundnar skógarholur, vatnaholur og holur sem bjóða upp á fallegt útsýni yfir Atlantshafið. Æfingasvæðið er mjög gott og þar er mikið pláss sem býður upp á bæði gras og mottur.  Á æfingasvæðinu eru minni svæði fyrir löng og stutt vipp, sandgryfjuhögg og einnig er þar gott púttsvæði.  Stuttar æfingaholur eru einnig á svæðinu. 

Markmiðið með þessari ferð er að gera unglingum í afrekshópum kleyft að komast í góða æfingu fyrir sumarið og búa þau betur undir keppnistímabilið.  Tíminn verður nýttur vel, æfingar hefjast snemma á morgnana.  Reikna má að dagurinn fari í tækniæfingar hálfan daginn og  síðan verði leiknar 18 holur hinn hluta dagsins.

Þetta verða átta æfingadagar, en farið verður út á páskadag, 23. mars og komið heim þriðjudaginn 1. apríl.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband