Íslandsmót

Kæru félagar

Í næstu viku stendur Golfklúbbur Reykjavíkur fyrir stærsta golfviðburði ársins hér á landi. Íslandsmótið í höggleik hefst fimmtudaginn 25. júlí og stendur í fjóra daga.

Mótið fer fram á Korpúlfsstaðavelli og verður leikið á Sjónum og Ánni. Golfklúbbur Reykjavíkur ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til að mótið verði í alla staði hið glæsilegasta. Meðal annars verða settar upp stúkur við 18. flöt, risaskjár verður einnig við 18. flöt, veitingatjöld og snyrtingar á vellinum.

Þegar mikið stendur til þurfa félagsmenn að hjálpast að við að leysa verkefnið. Eins og ég hef ítrekað á fundum okkar síðast liðið ár er gert ráð fyrir að þeir unglingar í starfinu sem ekki spila í mótinu starfi við mótið. Það er ákaflega mikilvægt fyrir okkur í unglingastarfinu að sýna að við erum til staðar fyrir klúbbinn okkar þegar hann þarf á okkur að halda. Við erum að fá gríðarlega mikið frá klúbbnum árið um kring og nú er tækifæri til að gefa til baka.

Þau verkefni sem við höfum tekið að okkur eru að taka niður skor á þriggja holu fresti, færa inn í ipad og koma á internetið. Útvegaðir verða bílar sem staðsettir verða á völdum stöðum á vellinum svo engum verði kalt. Einnig þarf forkaddía á nokkrum stöðum.

Skipt verður niður á vaktir og skipst á með verkefni.

Það verður ánægjulegt fyrir okkur öll að taka þátt í glæsilegasta golfmóti sem haldið hefur verið á Íslandi, hvort sem við erum leikmenn eða starfsmenn við mótið.

Allir sem starfa við mótið munu að sjálfsögðu fá gott að borða.

Til að skrá ykkur hafið samband við mig með tölvupósti eða á facebook og gefið upp nafn, aldur og símanúmer.

Einnig er nauðsynlegt að vita ef það er einhver dagur eða hluti úr degi sem þið getið ekki mætt. Ef þið getið ekki tekið þátt í verkefninu væri gott að fá ástæðu þess.

Það skiptir miklu máli bæði fyrir hópinn í heild og einnig hvert og eitt ykkar að við stöndum okkur vel við að leysa þetta verkefni.

Áfram GR

Ragnar Baldursson
Unglinga- og afreksnefnd GR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband