15.7.2013 | 19:12
Íslandsmót
Kæru félagar
Í næstu viku stendur Golfklúbbur Reykjavíkur fyrir stærsta golfviðburði ársins hér á landi. Íslandsmótið í höggleik hefst fimmtudaginn 25. júlí og stendur í fjóra daga.
Mótið fer fram á Korpúlfsstaðavelli og verður leikið á Sjónum og Ánni. Golfklúbbur Reykjavíkur ætlar að gera allt sem í sínu valdi stendur til að mótið verði í alla staði hið glæsilegasta. Meðal annars verða settar upp stúkur við 18. flöt, risaskjár verður einnig við 18. flöt, veitingatjöld og snyrtingar á vellinum.
Þegar mikið stendur til þurfa félagsmenn að hjálpast að við að leysa verkefnið. Eins og ég hef ítrekað á fundum okkar síðast liðið ár er gert ráð fyrir að þeir unglingar í starfinu sem ekki spila í mótinu starfi við mótið. Það er ákaflega mikilvægt fyrir okkur í unglingastarfinu að sýna að við erum til staðar fyrir klúbbinn okkar þegar hann þarf á okkur að halda. Við erum að fá gríðarlega mikið frá klúbbnum árið um kring og nú er tækifæri til að gefa til baka.
Þau verkefni sem við höfum tekið að okkur eru að taka niður skor á þriggja holu fresti, færa inn í ipad og koma á internetið. Útvegaðir verða bílar sem staðsettir verða á völdum stöðum á vellinum svo engum verði kalt. Einnig þarf forkaddía á nokkrum stöðum.
Skipt verður niður á vaktir og skipst á með verkefni.
Það verður ánægjulegt fyrir okkur öll að taka þátt í glæsilegasta golfmóti sem haldið hefur verið á Íslandi, hvort sem við erum leikmenn eða starfsmenn við mótið.
Allir sem starfa við mótið munu að sjálfsögðu fá gott að borða.
Til að skrá ykkur hafið samband við mig með tölvupósti eða á facebook og gefið upp nafn, aldur og símanúmer.
Einnig er nauðsynlegt að vita ef það er einhver dagur eða hluti úr degi sem þið getið ekki mætt. Ef þið getið ekki tekið þátt í verkefninu væri gott að fá ástæðu þess.
Það skiptir miklu máli bæði fyrir hópinn í heild og einnig hvert og eitt ykkar að við stöndum okkur vel við að leysa þetta verkefni.
Áfram GR
Ragnar Baldursson
Unglinga- og afreksnefnd GR
Flokkur: Afrekshópur | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.