Fundur og æfingaferð í næstu viku

Þá fer Landsmótið að nálgast óþfluga........:-)

Í næstu viku ætlum við að halda fund á þriðjudagskvöldið í klúbbhúsi GR í Grafarholti kl 20:00 þar sem Íslandsmeistararnir okkar þau Ólafía Þórunn, Arnór Ingi og Haraldur Franklín ætla að fara yfir leikskipulag fyrir Kiðjabergsvöllinn. Þetta er tækifæri sem enginn má láta fram hjá sér fara enda mikill fróðleikur í þessum frábæru kylfingar búa yfir. Þetta er ætlað fyrir þá krakka sem eru að fara í mótið en að sjálfsögðu meiga allir í starfinu mæta, hlusta og læra þó viðkomandi sé ekki að fara í mótið. Eftir að þremeningarnir hafa farið yfir leikskipulagið munu þau svara spuringum úr sal og við skulum nota tækifærið og spyrja þau spjörunum úr um allt sem okkur dettur í hug varðandi golf, æfingar, keppnisundirbúning, háskólagolf osf,osf........

Við ætlum svo að fara æfingahring í Kiðjabergið miðvikudaginn í næstu viku. Rútan fer frá Básum kl 07:00 og kostar 1.000 í rútuna. Við áætlum að vera komin aftur heim um 16:00. 

Að lokum þá minnum við á ferðina okkar í Hafnarfjörðinn á morgun og fer rútan kl 07:00 frá Básum. Muna eftir; nesti, auka föt og sjónauka ef þið hafið tök á því.

 

Mbk, þjálfarar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband