Unglingalandsmót UMFÍ, upplýsingar

Til upplýsingar:
Um næstu Verslunarmannahelgi fer fram á Selfossi Unglingalandsmót UMFÍ þar sem búist er við allt að 2.500 keppendum á aldrinum 11 – 18 ára í 14 keppnisgreinum ásamt afþreyingu, skemmtunum og þjónustu fyrir keppendur og fjölskyldur þeirra.
 
Á Selfossi eru mjög glæsileg íþróttamannvirki og á sveitarfélagið og forystumenn þess heiður skilinn fyrir glæsilega uppbyggingu.   Nýir keppnisvellir og áhorfendaaðstaða til viðbótar við góðan gervigrasvöll og æfingasvæði og nálægðin við íþróttahúsin Iðu og Vallaskóla, með sundlaugina og skólamannvirkin í seilingarfjarlægð, skapar einstaka möguleika til að halda heildstætt mót bæði innan húss og utan. Keppnisvöllur í hestaíþróttum og reiðhöll eru í göngufjarlægð og síðan verður golfkeppni og mótorkross á sínum stað. Tjaldsvæðið er í göngufæri við aðalkeppnissvæðið.  Þessi aðstaða sem búin er mótshaldinu, jákvætt viðhorf og áhugi bæjarstjórnar og starfsfólks sveitarfélagsins skapar einstæða möguleika á að mótið takist vel.
Allar nánari upplýsingar á heimasíðu mótsins:
http://umfi.is/umfi09/unglingalandsmot/um_motid/
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband