Lokamót Arion og stigalisti ársins

Þá er keppnistímabilinu lokið en í gær fór fram lokahringurinn á Arion mótinu sem fram fór í Borgarnesi.

Staðan var nokkuð góð fyrir okkar fólk eftir fyrri keppnisdag en sunnudagurinn lyktaði af silfri....! Við enduðum með 1 x GULL, 4 x SILFUR og 1 x BRONS......

En svona voru úrslit í flokkunum (TOP 5 í hverjum flokk):

Drengir 17-18 ára

2. sæti, Gísli Þór Þórðarson endaði með silfrið um hálsinn eftir að hafa leitt mótið með 6 höggum eftir hreint frábæran hring á fyrsta degi, -4 eða 67 högg og vallamet slegið. Það kom að því að pilturinn endaði á palli enda mátti ekki seinna vera þar sem þetta er lokamótið hans á Unglingamótaröðinni.

Stúlkur 17-18 ára

2. sæti, Halla Björk Ragnarsdóttir náði sér líka í silfur og endaði sumarið á góðum nótum.

Piltar 15-16 ára

2. sæti, Kristinn Reyr Sigurðsson tapaði í bráðabana um 1. sætið eftir að hafa komið til baka með klassa seinni hring í mótinu. Súrt fyrir Kidda að ná ekki að klára dæmið en gott mót engu að síður.

T 5. sæti, Hjónin Árni Freyr Hallgrímsson og Ástgeir Ólafsson enduðu saman í 5. sæti eftir að hafa leitt mótið eftir fyrsta hring.

Stelpur 15-16 ára

2. sæti, Guðrún Pétursdóttir náði ekki að hrista af sér silfrið og endaði í 2. sæti, örugglega ekki sátt....!

Stelpur 14 ára og yngri

1. sæti, Ragnhildur Kristinsdóttir kom engum á óvart og hirti gullið í mótinu. Ragga vann öll mót sumarsins og steikti þennan flokk......:-)

T 3. sæti, Eva Karen Björnsdóttir, frábært hjá Evu að enda sumarið á palli. Með hörku jafnri spilamensku náði hún mjög flottum árangri og ljóst að stelpurnar okkar verða erfiðar viðureignar næsta sumar......:-)

LOKASTAÐAN Á STIGALISTA SUMARSINS ER EFTIRFARANDI "TOP 10" Í HVERJUM FLOKK:

Drengir 17-18 ára

3. sæti Gísli Þór Sigurðsson (ENDAÐI 2010 TÍMABILIÐ Í 8. SÆTI)

4. sæti Magnús Björn Sigurðsson (ENDAÐI 2010 TÍMABILIÐ Í 2. SÆTI)

9. sæti Halldór Atlason (ENDAÐI 2010 TÍMABILIÐ Í 11. SÆTI Í 15-16 ÁRA FLOKKI)

Stúlkur 17-18 ára

4. sæti Halla Björk Ragnarsdóttir (ENDAÐI 2010 TÍMABILIÐ Í 6. SÆTI Í 15-16 ÁRA FLOKKI)

7. sæti Sunna Víðisdóttir (ENDAÐI 2010 TÍMABILIÐ Í 3. SÆTI Í 15-16 ÁRA FLOKKI)

8. sæti Eydís Ýr Jónsdóttir (ENDAÐI 2010 TÍMABILIÐ Í 15. SÆTI Í 15-16 ÁRA FLOKKI)

15-16 ára piltar

4. sæti Kristinn Reyr Sigurðsson (ENDAÐI 2010 TÍMABILIÐ Í 1. SÆTI Í 14 ÁRA OG YNGRI)

5. sæti Árni Freyr Hallgrímsson (ENDAÐI 2010 TÍMABILIÐ Í 8. SÆTI)

6. sæti Bogi ísak Bogason (ENDAÐI 2010 TÍMABILIÐ Í 12. SÆTI)

7. sæti Ásgeir Ólafsson (ENDAÐI 2010 TÍMABILIÐ Í 7. SÆTI)

9. sæti Stefán Þór Bogason (ENDAÐI 2010 TÍMABILIÐ Í 17. SÆTI)

15-16 ára stúlkur

2. sæti Guðrún Pétursdóttir (ENDAÐI 2010 TÍMABILIÐ Í 2. SÆTI)

14 ára og yngri piltar

5. sæti Eggert Kristján Kristmundsson (ENDAÐI 2010 TÍMABILIÐ Í 11. SÆTI)

8. sæti Patrekur Nordquist Ragnarsson (ENDAÐI 2010 TÍMABILIÐ Í 20. SÆTI)

10. sæti Theodór Ingi Gíslason (ENDAÐI 2010 TÍMABILIÐ Í 26. SÆTI)

14 ára og yngri stúlkur

1. sæti Ragnhildur Kristinsdóttir STIGAMEISTARI....! (ENDAÐI 2010 TÍMABILIÐ Í 1. SÆTI)

4. sæti Karen Ósk Kristjánsdóttir  (ENDAÐI 2010 TÍMABILIÐ Í 13. SÆTI)

5. sæti Saga Traustadóttir (ENDAÐI 2010 TÍMABILIÐ Í 5. SÆTI)

7. sæti Eva Karen Björnsdóttir  (ENDAÐI 2010 TÍMABILIÐ Í 20. SÆTI)

Sem sagt, af þeim 19 kylfingum frá GR á "TOP 10" þá hafa 13 bætt sig milli ára 3 staðið í stað og 3 lækkað en tvö þeirra voru að koma upp um flokk og því ekki um slæman árangur að ræða.

Þetta er mjög góður árangur og við getum öll verið stolt af breiddinni sem er í hópnum okkar. Nú þurfa bara allir að setjast niður og skoða markmiðin sín fyrir næsta tímabil og fara vandlega yfir tímabilið sem var að ljúka og sjá hvar betur hefði mátt fara.

TAKK FYRIR FLOTT KEPPNISTÍMABIL........:-)

KV, ÞJÁLFARAR...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband