ALLT Á FULLA FERÐ...........!

Jæja, þá fer að styttast í fyrsta mót sem fer fram á Hellu helgina 21.-22. maí.........Wink

Stefnt er að æfingaferð á Hellu helgina 14.-15. maí þar sem við sláum saman æfingaferð og upphitun fyrir mótið. Ferðin er ætluð þeim sem eru að fara að keppa á mótaröðunum í sumar, Arion unglingamótaröðinni sem og Áskorandamótaröð GSÍ.

Nánari upplýsingar um kostnað og tímasetningar verða settar inná netið eftir helgi og þau sem ætla að koma með þurfa að vera búin að melda sig á miðvikudaginn í næstu viku.

Hugmyndin er að fara snemma á laugardeginum austur og taka góðar æfingastöðvar á vipp, pútt, pitch og drivingrange svæði vallarins til kl ca 15:30 þá verða leiknar 18 holur. Á sunnudeginum verður vaknað snemma og tekin létt æfing og í framhaldinu verða leiknar 18 holur. Lagt verður af stað aftur til Reykjavíkur ca milli 17:00 og 18:00....

Það verður rúta sem fer með mannskapinn frá Básum á laugardagsmorgninum og skilar öllum aftur í Bása á sunnudagskvöld. Það er ekki búið að staðfesta gistinguna, nánar um það eftir helgi og matur verður í skálanum á Hellu í hádeginu á laugardag og sunnudag sem og kvöldmatur á laugardag. 

Sem sagt, gróft plan er eftirfarandi:

Laugardagur:

09:00 Lagt af stað frá Básum

10:30 Mætt á Hellu

11:00 Æfing

12:30 Matur

13:30 Æfing

15:30 Spilað 18

19-21 Kvöld matur, eða þar til allir eru búnir að borða

Sunnudagur

08:00 Morgunmatur

09:30 Æfing

11:00 Spilað 18

15-16 Matur

17-18 Lagt af stað heim þegar allir eru búnir að borða

19-20 Komið aftur á Bása með bros á vör........Smile

Við biðjum því alla að fylgjast vel með blogginu og Facebook með frekari upplýsingar um kostnað, tímasetningar og skráningu fyrir ferðina.

Mbk

Þjálfarar

P.s. Árni Páll er kominn heim og æfingar hjá honum hefjast í Básum í dag eftir stundatöflu (opinn tími milli 16:00-18:00)

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sautján?
Nota HTML-ham

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband