Sigurður Pétur kveður Barna og Unglingastarf GR

Hann Sigurður Pétur okkar er að kveðja Barna og Unglingastarf GR eftir frábært samstarf síðustu ár. Fyrir hönd okkar þjálfaranna þá vill ég þakka honum kærleg fyrir vel unnin störf og einstaklega skemmtilegan tíma. Hann á eftir að blómstra í nýju starfi og hans verður sárt saknað af okkur öllum.

Við starfi Sigga Péturs tekur snillingurinn Andri Þór Björnsson og bjóðum við hann velkominn til starfa og hlökkum til að eiga góðar og farsælar stundir með honum. Andri er sjálfur alinn upp í gegnum Barna og Unglingastarf GR og er einn allra efnilegasti kylfingur landsins. Andri er í landsliðshóp GSÍ, hefur sigrað mót á Eimskips mótaröðinni auk þess sem hann hefur tekið þátt í mótum erlendis. Reynsla hans og þekking á leiknum á eftir að koma sér einstaklega vel í hans nýja starfi.

Kv þjálfarar

Hér á eftir fylgja nokkrar línur frá Sigga Pétri til ykkar allra:

„Kæru börn og unglingar!

Ég hef ákveðið að halda á aðrar slóðir og þar með hætta störfum sem þjálfari í barna og unglingastarfi Golfklúbbs Reykjavíkur.

Ég vil nota tækifærið og þakka ykkur fyrir frábært samstarf. Í starfinu er samansafn af miklum snillingum sem ég er viss um að allir eigi eftir að blómstra í komandi framtíð. Á þessum tíma sá ég marga vaxa og dafna sem kylfingar með miklum dugnaði og eljusemi sem einkennir ykkur öll.

Með flottum hóp tókst okkur að ná góðum árangri sem við getum verið stolt af.

Þið vitið að þeir bestu geta alltaf orðið enn betri. Aðstaðan sem þið búið við er án efa sú besta á landinu og þjálfararnir sem koma að starfinu fagmenn fram í fingurgóma. Verið dugleg að æfa og möguleikarnir verða endalausir. Ég veit þið haldið merki GR hátt á lofti um ókomna tíð.

Takk fyrir góðar stundir.

Sigurður Pétur Oddsson“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband