Gumminn okkar sigrađi "Duke of York"

Guđmundur Ágúst: „Stćrsti sigurinn á ferlinum"


Ég er orđlaus, veit varla hvađ ég á ađ segja," sagđi Guđmundur Ágúst Kristjánsson, kylfingur úr GR eftir frábćran sigur á Duke of York meistaramótinu sem lauk í dag á Royal St. George‘s golfvellinum í Englandi. Sigurinn hjá Guđmundi er frábćr enda eru nćr allir af bestu kylfingum undir 18 ára aldri í Evrópu samankomnir í ţessu móti sem Andrew Prins stendur ađ.

Ţetta er klárlega minn stćrsti sigur á ferlinum. Ég var ađ slá mjög vel međ járnunum ţrátt fyrir ađ ég vćri ekki ađ pútta vel á fyrri níu holunum. Ég datt í gang á seinni níu holunum og var ađ setja niđur mörg góđ pútt," sagđi Guđmundur sem byrjađi ekkert sérstaklega á lokahringnum eftir ađ hafa veriđ međ tveggja högga forystu.

Guđmundur háđi einvígi viđ Írann Dermont McElroy um sigurinn í mótinu en ţeir léku saman á lokahringnum. Guđmundur missti forystuna á níundu holu ţegar hann fékk ţrefaldan skolla og ţví hafđi McElroy ţriggja högga forystu fyrir seinni níu holurnar. Á 14. holu fékk McElroy tvöfaldan skolla en Guđmundur par og ţví var jafnt fyrir lokaholurnar.

Guđmundur fékk frábćran fugl á 16. holu og náđi ţar međ forystu sem hann lét ekki af hendi ţrátt fyrir vandrćđi á 18. brautinni. Hann missti teighöggiđ í hátt gras og í stađ ţess ađ taka áhćttu sýndi Guđmundur gríđarlega skynsemi ţegar hann lagđi upp og sló svo ţriđja högginu um tvo metra frá holunni. Hann setti svo niđur púttiđ fyrir pari og tryggđi sér sigurinn í mótinu. Frábćr sigur hjá Guđmundi sem hefur leikiđ frábćrlega í sumar og var valinn í landsliđ Íslands sem keppir á HM í október.

Ađ setja niđur lokapúttiđ var frábćrt. Ég vissi allan tímann ađ ef ég myndi setja niđur púttiđ ţá myndi ég vinna mótiđ. Ađ vinna ţetta mót á ţessum velli er ótrúlegt," sagđi Guđmundur en Opna breska meistaramótiđ verđur leikiđ á Royal St. George‘s vellinum á nćsta ári.

Margir ţekktir kylfingar hafa tekiđ ţátt í ţessu móti og má nefna ađ Rory McIlroy varđ í öđru sćti í mótinu áriđ 2004. Magnús Lárusson úr GKj varđ í öđru sćti í mótinu áriđ 2003.

Lokastađan í mótinu

Myndir/Stefán Garđarson: Guđmundur Ágúst tók viđ bikarnum úr hendi Hertogans af York, Andrew Prins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Fćrsluflokkar

Júlí 2025
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband