20.7.2010 | 10:05
Gummi og Kiddi íslandsmeistarar..........!
Um helgina fór fram Íslandsmeistaramót í Höggleik í Eyjum á frábærum velli við bestu aðstæður. Það er skemmst frá því að segja að GR eignaðist tvo Íslandsmeistara þá; Guðmund Ágúst Kristjánsson í flokki 17-18 ára og Kristinn Reyr Sigurðsson í flokki 14 ára og yngri. Sannarlega frábær árangur hjá þessum snilldar kylfingum og við óskum þeim innilega til hamingju með titlana.
Alls voru 34 kylfingar frá GR mættir til leiks, sumir að spila í sínu síðasta landsmóti vegna aldurs og aðrið að taka þátt í fyrsta skipti. Mótið fór mjög vel fram og allir sammála að það er hvergi skemmtilegra að vera en í Eyjum sérstaklega þegar veðrið er jafn gott og það var síðustu tvo daga mótsins.
Eftirfarandi er listi yfir þá sem komust í top 10 í sínum flokkum:
17-18 ára piltar:
1. sæti: Guðmundur Ágúst Kristinsson (Gummi átti frábæran lokahring og sigraði mótið með mikilli yfirvegun)
3. sæti: Magnús Björn Sigurðsson (Magga tóks að lyfta sér upp í þriðja sæti með frábærum lokahring og sýndi það og sannaði að ef maður gefst ekki upp þrátt fyrir erfiða byrjun á mótinu þá nær maður árangri)
T4. sæti: Gísli Þór Þórðarson (Enn og aftur sýndi Gísli hvað í honum býr með frábæru spili fyrstu tvo dagana. Honum fataðist aðeins flugið á síðasta hringnum en fékk mikla reynslu að spila lokadaginn í lokaholli með reynsluboltum eins og Gumma og Rúnari og veit núna hvað hann þarf að gera til að komast á næsta stig í sínu golfi. Annars glæsilegt mót hjá Gísla.)
17-18 ára stelpur:
3. sæti: Berglind Björnsdóttir (Berglind var frekar ósátt við sig í þessu mótu og hefði viljað gera betur. Við óskum henni góðs gengis í Landsmótinu sem fer fram í Kiðjabegi nú um helgina. Hún tekur þetta bara næst.)
4. sæti: Íris Katla Guðmundsdóttir (Íris er að stíga upp úr meiðslum sem sett hafa strik í síðustu mót hjá henni og því getur hún verið nokkuð sátt við árangur sinn í þessu móti. Að sjálfsögðu hefði hún viljað gera betur en jákvæða er að það var góður stígandi í spilinu hjá henni svo framtíðin lofar góðu)
15-16 ára drengir:
T5. sæti: Halldór Atlason (Halldór átti mjög steady mót sem skilaði honum í top 5. Vel gert Halldór...)
T8. sæti: Árni Freyr Hallgrímsson (Spurning hvort Skyrið hafi verið uppselt í Eyjum......?)
15-16 ára stelpur:
2. sæti: Guðrún Pétursdóttir (Rún var hársbreidd frá því að landa sigri í þessum flokk og var að vonum svekt. Spurning hvort Pétur bróði hefði leyft henni að taka þessa kylfu á 16. (7.) ....? Samt flottur árangur og gaman að sjá að Rún er greinilega mætt á svæðið með fullum krafti.)
3. sæti: Sunna Víðisdóttir (Ferðin byrjaði skemmtilega hjá Sunnu þegar hún ákvað að senda einn prinsinn á slysó með smellhittu drive´i. Eitthvað sat höggið í henni á fyrsta hring og var því á brattann að sækja. Sunnu flaug svo bint til Ungverjalands á mánudag með landsliðinu og óskum við henni góðs gengis í mótinu)
5. sæti: Halla Björk Ragnarsdóttir (Halla átti mjög stöðugt mót og þegar hún nær að koma pútternum í gang þá mun sorið fara að lækka til muna.)
14 ára og yngri drengir:
1.sæti: Kristinn Reyr Sigurðsson: (Kiddi vann sinn flokk með 7 höggum og var þetta því frekar öruggur sigur hjá kappanum. Hann gafst ekki upp þrátt fyrir frekar erfiðan 1. hring og með þolinmæðina að vopni náði hann að landa sínum fyrsta íslandsmeistara titli......:-)......)
7. sæti: Ernir Sigmundsson: (Ernir byrjaði mótið með látum en missti aðeins flugið í 2. degi. Hann kláraði þó mótið með fínum hring og er alltaf að færast nær og nær settum markmiðum)
10. sæti: Theodór Ingi Gíslason (Teddi er nýliði hjá okkur í GR og stóð sig með prýði í mótinu og hlökkum við til að fylgjast með honum í framtíðinni)
14 ára og yngri stelpur:
2. sæti: Ragnhildur Kristinsdóttir (Ragga var svoooooooo nálægt því að vinna sinn flokk að það var grátlegt......:-(. Með frábærum lokahring náði hún að vinna upp 9 högg á fyrsta sætið og hún veit best sjálf að hæun hefði getað unnið ef pútterinn hefði ekki svikið á tveim holum. Samt frábær lokahringur og ljóst að Ragga ætlar að sækja sigur í holukeppninni sem er eftir ca 2 vikur).
Við óskum öllum til hamingju með árangurinn og hlökkum til að bæta um betur í Landsmótinu í holukeppni sem er að koma upp.
Kv
Árni Páll og Siggi Pétur
Flokkur: Afrekshópur | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.