8.7.2010 | 00:23
Þú verður að vita þetta
Hvað slærð þú langt?
Ef þú veist ekki hvað þú slærð langt með kylfunum þínum þá ertu í vandræðum og ef að þú lagar það ekki í hið fyrsta þá mun ekki ganga mikið á vellinum í framtíðinni. Forsenda þess að geta leikið gott golf er að leikmaðurinn þekki hvað boltinn flýgur langt með hverri kylfu fyrir sig. Milli kylfa ættu að vera að minnsta kosti 10-15 metra munur í flugi.
En hvernig getum við komist að því hvað við sláum langt?
Hér er dæmi um leikmann sem veit hvað hann slær langt og hefur skrifað það hjá sér. (ath þetta eru yards)
Við verðum að ganga út frá leikmanni sem hefur nú þegar komið stöðuleika í sveifluna hjá sér , vegna þess að þeir sem eru alveg að byrja í golfi eiga erfiðara með að framkvæma stöðuga sveiflu og því erfiðara fyrir byrjanda að fá stöðugar lengdir.
Spurningar sem vakna á vellinum eru td. hvað er langt í hættur af teig, hvað er langt í holuna, hvað þarf ég langt högg yfir vatnið svo eitthvað sé nefnt.
Hér er besta aðferðin fyrir áhugamenn til þess að komast að eigin högglengd með öllum kylfum í pokanum. (tekur 2 klst)
1. Notaðu bolta sem þú leikur með við mælingar á högglengd
2. Finndu þér slétt grassvæði og logn við mælingar
3. Fáðu einhvern með þér í mælingarnar ,því best er að vera tveir/tvær saman
4. Einn slær annar fylgist með lendingu boltans og fer á þann stað og skýtur til baka á leikmanninnsem sló með lazer - mælir
http://www.youtube.com/watch?v=QvHfO-tELp8
http://www.youtube.com/watch?v=ke-YkAPtMlk
5. Leikmaðurinn slær 10 bolta með hverri kylfu og síðan er tekinn sá styðsti og sá lengsti teknir frá og meðaltalið reiknað af hinum 8 og þá fæst einhver meðaltalslengd á hverja kylfu.
6. Leikmaður sem slær verður að passa upp á að halda alltaf sama tempo í sveiflunni með öllum kylfum.
Allir afreksmenn í golfi vita að án þess að vera 100 % með lengdir á hreinu mun lítið ganga og má jafnvel segja að ef maður veit ekki sýnar lengdir er ekki hægt að skipuleggja sig almennilega fyrir leikinn hring og það að auki veit maður aldrei hvaða kylfu maður á að velja á vellinum.
Atvinnumenn nota launchmonitor" við æfingar og fá þannig út hárnákvæmar lengdir fram dag eftir dag á öllum kylfum í pokanum og geta því nýtt sér það vel á vellinum. Þessi tæki eru dýr en það marg borgar sig fyrir þá sem ætla sér í hæðstu hæðir að komast í slíkan búnað.
http://www.youtube.com/watch?v=Q31n_DOwLfc
http://www.youtube.com/watch?v=7_lKkiZaYVg
Margir gleyma sér einnig í einhverjum rembingi og eru í keppni við meðspilarann og taka alltaf sömu kylfu og hann og hvorugur vill taka lægra númer á kylfu og vera minni maður. En þetta snýst ekki um þessa hluti eða að reyna að slá sem lengst heldur einungis að vita hvað maður sjálfur slær langt með sýnum eigin kylfum. Kylfingar geta verið mishögglangir með sömu kylfu en það er ekki þar með sagt að sá sem slær lengra sé betri í golfi.
En fyrir þá sem nenna ekki að standa í mælingum er samt gagn af því að kaupa sér lazer mæli" og nota á vellinum við leik,þannig batnar lengdarstjórnunin mjög mikið þó að þessar aðferðir sem ég nefni hér að ofan séu betri.
Komdu þessu á hreint sem allra fyrst
Með kveðju
Brynjar Eldon Geirsson
PGA golfkennari hjá golfskóla Progolf
Flokkur: Afrekshópur | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.