Íslandsmeistaramótið í höggleik í Eyjum.........

Nú fer að styttast í Íslandsmeistaramót unglinga í höggleik á einum allra fallegasta golfvelli landsins.

Þátttakendur sjá sjálfir um að verða sér út um gistingu og ferðir til og frá Eyjum. Þjálfarar GR, þeir Árni Páll Hansson og Sigurður Pétur Oddsson verða á svæðinu frá og með 15. júlí og til mótsloka. Þeir munu aðstoða keppendur GR með leikskipulag og undirbúning fyrir mótið auk þess að vera keppendum til halds og trausts á vellinum meðan á mótinu stendur. Þess fyrir utan eru keppendur á ábyrgð foreldra eða forráðamanna.

Kvöldið fyrir mót mun GR bjóða öllum krökkum klúbbsins sem eru á svæðinu í móttöku og munu upplýsingar um herlegheitin vera auglýst síðar.

Hlökkum til að sjá sem allra flest ykkar í Eyjum, enda verður Herjólfur drekkhlaðinn af DOLLUM á heimleiðinni.............W00t 

Kv, strákarnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband