20.6.2010 | 23:07
STELPURNAR MEÐ FULLT HÚS Á HELLU....:-)
3. stigamót ársins var að klárast á HELLU í dag og enn og aftur voru krakkarnir okkar að standa sig frábærlega. Krakkarnir okkar nældu sér í 4x GULL, 1x SILFUR og 3x BRONS. Eftirfarandi er listi yfir topp 10 sæti hjá GR´ingum úr öllum flokkunum 6.:
PILTAR 17-18 ára:
1. sæt: Magnús Björn Sigurðsson (Maggi ákvað í morgun að skella ca 1x líter af geli í hjálminn og sigra flokkinn með ótrúlega solid spili í dag sem endaði á bráðabana sem Maggi vann með miklu öryggi. Innilega til hamingju MAGGI.....)
7. sæti: Guðni Fannar Carrico (Guðni var nú ekkert sérstaklega sáttur við árangurinn og er það skiljanlegt enda á Guðni að geta betur. Kemur næst gamli.....)
STÚLKUR 17-18 ára:
1. sæti: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (Óla sýndi mikla seiglu og þolinmæði í dag og náði að landa góðum sigri. Til lukku með sigurinn Ólafía......:-))
T3 sæti: Hildur Kristín Þorvarðardóttir (Hildur sem átti frábæran 1. hring og leiddi mótið með 1 höggi þegar leikar hófust í dag sýndi mjög stöðugann leik þegar leið á hringinn og hún er klárlega komin til að vera í baráttunni í þessum flokki í sumar. Mjög flott mót hjá Hildi....!)
T3 sæti: Berglind Björnsdóttir (Berglind byrjaði daginn mjög vel en fataðist aðeins flugið á seinni 9 í dag. Hún er samt öll að koma til og átti frábært mót í Leirdalnum um síðustu helgi)
DRENGIR 15-16 ára:
6. sæti: Ástgeir Ólafsson (Ási með sitt besta mót í sumar og greinilegt að hann er að hitna enda var það mál manna að hárið á honum hefði verið rauðara en vanalega á tímabili í dag.....:-))
7. sæti: Árni Freyr Hallgrímsson (Annað mótið í röð er þessi geðþekki ungi drengur að standa sig glæsilega. Hann vill meina að æfingarnar séu að skila sér en við hin vitum betur.... ÞETTA ER AÐ SJÁLFSÖGÐU SSSKKKYRIÐ.................!)
8. sæti Bogi Ísak Bogason (Bogi kom sér aldri í vandræði um helgina en það vantaði aðeins upp á neistan hjá honum. Þegar pútterinn er heitur hjá BíB þá eiga fáir séns enda er hann vanur að hitta ca 18 flatir af 18 á meðal degi....)
Verðum að mynnast á Jóhann Gunnar Kristinsson sem átti frábæran 1. hring og leiddi flokkinn eftir 1. daginn. Hann var í lokaholli í fyrsta sinn og lenti í vandræðum á par 3 holunum í dag en lærði ótrúlega mikið og mun vakna þroskaðri og betri kylfingur á morgun.....
STÚLKUR 15-16 ára
1. sæti: Rún Pétursdóttir (Já þau ykkar sem lásuð bloggið eftir mótið í Korpunni munið kanski hvað við skrifuðum um Rún. Hún gerði sér lítið fyrir og gerði nákvæmlega það sem við sögðum og kveikti í vellinum með frábærri spilamensku í dag. Alveg frábært mót hjá Rún og við óskum henni innilega til hamingju með sigurinn)
3. sæti: Sunna Víðisdóttir (Sunna var að berjast við hnémeiðsli og aumt bak alla helgina en sýndi mikinn kjark að mæta og klára mótið. Flott barátta Sunna....!)
7. sæta: Halla Björk Ragnarsdóttir (Halla er ótrúlega nálægt því að brjótast í gegn á mótaröðinni. Með þolinmæði og auknu sjálfstrausti þá mun þetta koma, við lofum því)
8. sæti: Unnur Sól Ingimarsdóttir (Unnur spilaði mjög stöðugt og gott golf alla helgina. Hún var ótrúlega nálægt því að lækka í forgjöf á báðum hringjunum. Halda áfram á sömu braut og þá kemur þetta)
9. sæti: Ásdís Einarsdóttir (Ásdís á svo miklu meira inni en hún hefur verið að sýna uppá síðkastið og okkur grunar að hún sé að spara sig fyrir stóru mótin, Landsmót, Meistaramótið þá blómstrar hún sjáið til)
DRENGIR 14 ára og yngri
T2 sæti: Kristinn Reyr Sigurðsson (Kristinn leiðir stigalistann á mótaröðinni og er kominn með 1x brons og 2x silfur í sumar. Hann á bara eftir GULLIÐ og næsta mót er LANDSMÓTIÐ, TILVILJUN..........:-)......!.......held nú ekki..)
T5 sæti: Eiður Rafn Gunnarsson (Knattspyrnugoðið ú Breiðholtinu er að vakna til lífsins og þegar pútterinn fer að detta inn þá munu dollurnar líka staflast upp)
T9 sæti: Gunnar Smári Þorsteinsson (Gunni var alltaf jákvæður í dag þrátt fyrir að þetta væri nú ekki alveg að ganga upp hjá honum á köflum. Með þessu áframhaldi þá mun annað GULL falla honum í skaut í sumar)
Ekki má gleyma "The three amigos", Patrek, Eggert og Sindra sem eru að standa sig ótrúlega vel á mótaröðinni í sumar og munu klárlega fara að láta á sér kræla í top 10 mjög fljótlega (ÞURFA BARA AÐ MUNA AÐ NOTA PÚTTERINN Á GRAFARKOTINU...:-)..)
STÚLKUR 14 ára og yngri
1. sæti: Ragnhildur Kristinsdóttir (Líkt og Rún þá las Ragga greinilega bloggið frá síðasta móti og gerði það sem við spáðum fyrir. Hún mætti band brjáluð og hinar stelpurnar sá ekki til sólar í dag. GLÆSILEGUR SIGUR Í DAG RAGGA....:-))
8. sæti: Saga Traustadóttir (Saga setti niður 35 metra pitch á 4 í dag og sýndi hversu mikill snillingur býr í henni...!)
TIL HAMINGJU KRAKKAR MEÐ FRÁBÆRT MÓT, SJÁUMST Á ÆFINGUM Í VIKUNNI OG ALLIR AÐ MUNA EFTIR RÁSTÍMUNUM OKKAR Á ÞRIÐJUDAGSMORGUN.
KV STRÁKARNIR
Flokkur: Afrekshópur | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.