11.5.2010 | 21:30
Frábær fyrirlestur hjá Bjarna Fritz
Það var flott mæting í kvöld á fyrirlesturinn hans Bjarna um rétt hugarfar og leiðir til að auka sjálfstraustið. Bjarni kom með margar flottar ábendingar sem ættu að hjálpa öllum þeim sem hafa áhuga á að bæta sig í golfinu.
Fyrir þau ykkar sem komust ekki á fundinn þá fylgja hér 5 hjálparpunktar frá Bjarna til að byggja upp sjálfstraust.:
1.) AÐ TALA JÁKVÆTT VIÐ SJÁLFAN SIG: Jákvæð einföld orð eða setningar-"ég mun skara fram úr" eða bara "ég er bestur"
2.) MARKMIÐSSETNING: Setjar sé skammtíma markmið sem færa mann á endanum að langtímamarkmiðinu. TD ef langtímamarkmiðið er að verða íslandsmeistari þá setur maður sér mörg lítil markmið til að ná á leiðinni að titlinum. TD: bæta tæknina, leggja mikla áherslu á æfingar í stutta spilinu, lækka í forgjöf, vinna stigamót, spila undir 90-80-70 osf.....
3.) HUGARÍMYNDIR: Sjá hluti fyrir sér, góð högg sem maður hefur slegið í gegnum tíðina, pressupútt sem hafa farið í, hugarástand á móti sem gekk vel osf... Golfari ímyndar sér einhverjar af sínum fyrri frammistöðum þar sem hann stóð sig mjög ve. Sjónmyndir auka á sjálfstraust í gegnum ego boost-undirbúning og lærdóm.
4.) UNIRBÚNINGUR ÍÞRÓTTAMANNSINS: Frábær undirbúningur eykur öryggi. Ef við erum búin að leggja okkur öll fram við æfingar og vitum að við hefðum ekki getað gert betur á undirbúningstímabilinu þá förum við með fullt 100% sjálfstraustí keppni.
5.) EINBEITA SÉR AÐ STYRKLEIKUM: Þegar íþróttamaður hugsar um styrkleika sína er hann ekki að velta sér upp úr veikleikum.
Það kom miklu meira áhugavert fram hjá Bjarna í kvöld sem væri of langt mál að fara í gegnum hér. Við viljum bara þakka Bjarna fyrir að mæta og förum með 100% fullt sjálfstraust inní keppnistímabilið.
Að lokum þá er rétt að ítreka að æfingar falla niður á fimmtudag, Uppstigningardag.
Kv, Strákarnir
Flokkur: Afrekshópur | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mikilvæg skjöl
- Gátlistinn Minnisatriði fyrir öll mót
- Leikskipulag - minnispunktar
- Skipulag GSÍ móta 2008 Skipulag á mótaröð GSÍ árið 2008
- Undirbúningur fyrir mót Leiðbeiningar fyrir þá sem ætla að taka þátt í mótum
- Góð ráð
- Næring kylfinga
Slóðir í golfsíður
Aðalvefsvæði Golfklúbbs Reykjavíkur.
- GR vefurinn
- Æfingatöflur Hér er hægt að sjá ævingatöflur fyrir unglingastarfið
- Golfpressan
- Golfskóli Pro Golf Golfkennsla fyrir alla
- PGA tour
- Evróputúr karla
- LPGA ameríku
- Golf.is
- Evróputúr kvenna
- Íþróttaakademían
- Titleist Performance Institute
- Q school í USA
- Golffitness Líkamsrækt fyrir kylfinga
- Kylfingur.is
- Titlest Performance Institut (TPI) Líkamsrækt bestu golfarana
Könnunin
Kennarar
-
David Barnwell
david@progolf.is
PGA golfkennari s. 899-0295 -
Snorri Páll Ólafsson
snorri69@gmail.com
PGA Golfleiðbeinandi s.846-7430 -
Jón Þorsteinn Hjartarson
jonhjartar@mail.is
PGA kennari og unglingaleiðtogi 618-1700 -
Brynjar Eldon Geirsson
brynjar@grgolf.is
Íþróttastjóri GR 660-2782
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.