Frábær fyrirlestur hjá Bjarna Fritz

Það var flott mæting í kvöld á fyrirlesturinn hans Bjarna um rétt hugarfar og leiðir til að auka sjálfstraustið. Bjarni kom með margar flottar ábendingar sem ættu að hjálpa öllum þeim sem hafa áhuga á að bæta sig í golfinu.

Fyrir þau ykkar sem komust ekki á fundinn þá fylgja hér 5 hjálparpunktar frá Bjarna til að byggja upp sjálfstraust.:

1.) AÐ TALA JÁKVÆTT VIÐ SJÁLFAN SIG: Jákvæð einföld orð eða setningar-"ég mun skara fram úr" eða bara "ég er bestur"

2.) MARKMIÐSSETNING: Setjar sé skammtíma markmið sem færa mann á endanum að langtímamarkmiðinu. TD ef langtímamarkmiðið er að verða íslandsmeistari þá setur maður sér mörg lítil markmið til að ná á leiðinni að titlinum. TD: bæta tæknina, leggja mikla áherslu á æfingar í stutta spilinu, lækka í forgjöf, vinna stigamót, spila undir 90-80-70 osf.....

3.) HUGARÍMYNDIR: Sjá hluti fyrir sér, góð högg sem maður hefur slegið í gegnum tíðina, pressupútt sem hafa farið í, hugarástand á móti sem gekk vel osf...  Golfari ímyndar sér einhverjar af sínum fyrri frammistöðum þar sem hann stóð sig mjög ve. Sjónmyndir auka á sjálfstraust í gegnum ego boost-undirbúning og lærdóm.

4.) UNIRBÚNINGUR ÍÞRÓTTAMANNSINS: Frábær undirbúningur eykur öryggi. Ef við erum búin að leggja okkur öll fram við æfingar og vitum að við hefðum ekki getað gert betur á undirbúningstímabilinu þá förum við með fullt 100% sjálfstraustí keppni.

5.) EINBEITA SÉR AÐ STYRKLEIKUM: Þegar íþróttamaður hugsar um styrkleika sína er hann ekki að velta sér upp úr veikleikum.

Það kom miklu meira áhugavert fram hjá Bjarna í kvöld sem væri of langt mál að fara í gegnum hér. Við viljum bara þakka Bjarna fyrir að mæta og förum með 100% fullt sjálfstraust inní keppnistímabilið.

Að lokum þá er rétt að ítreka að æfingar falla niður á fimmtudag, Uppstigningardag.

Kv, Strákarnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Afreks- og unglinganefnd GR

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband